Íslenski boltinn

Geir: Ég er ekki strengjabrúða eins eða neins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson, formannsframbjóðandi hjá KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA, Aleksander Ceferin, af formannskjöri KSÍ en Ceferin mærði Guðna Bergsson í viðtali við Vísi í vikunni.

„Hvort sem við erum að tala um almenna pólitík eða íþróttapólitík að þá lúta Íslendingar ekki valdi útlendinga er þeir nýta lýðræðislegan rétt sinn til þess að kjósa,“ segir Geir sem sér þó jákvæðu hliðina á því að Ceferin styðji mótframbjóðanda sinn.

„Ég tel hins vegar að á alþjóðavettvangi styrki þetta mig sem sjálfstæðan og óháðan frambjóðanda og leiðtoga í knattspyrnuheiminum. Ég er ekki strengjabrúða eins eða neins í því.“

Nánar verður rætt við Geir um ummæli Ceferin í kvöldfréttum Stöðvar 2.



Klippa: Geir er ekki nein strengjabrúða

Tengdar fréttir

Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×