Enski boltinn

Þrenna frá Alfreð í kærkomnum sigri Augsburg

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð kann vel við sig í snjónum
Alfreð kann vel við sig í snjónum
Alfreð Finnbogason fagnaði þrítugsafmæli sínu á dögunum og hann hélt upp á það með stæl í dag, setti þrennu í kærkomnum sigri Augsburg á Mainz í þýsku Bundesligunni.

Íslenski landsliðsframherjinn skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á áttundu mínútu. Augsburg fékk aðra vítaspyrnu eftir rúman hálftíma og aftur fór Alfreð á punktinn og aftur skoraði hann.

Staðan var 2-0 fyrir heimamenn í hálfleik en snemma í þeim síðari átti Jan Moravek frábæra sendingu inn á Alfreð í teignum sem fullkomnaði þrennuna.

Hann var svo tekinn af velli á 76. mínútu í stað Sergio Cordova.

Mörkin urðu ekki fleiri í leiknum, mjög mikilvægur sigur Augsburg í húfi. Liðið er í 15. sæti deildarinnar, síðasta örugga sætinu, og er nú fjórum stigum frá fallsæti, en Stuttgart á þó leik til góða í 16. sætinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×