Íslenski boltinn

Guðni og Geir báðir bjartsýnir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson.
Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson. vísir/vilhelm
Geir Þorsteinsson og Guðni Bergsson eru báðir vongóðir um gott gengi í formannskjöri KSÍ sem fer fram á ársþingi sambandsins í dag.

Þeir hafa tekist á í kosningabaráttu síðustu daga en í könnun Stöðvar 2 Sport sem birt var í kappræðum þeirra á miðvikudagskvöld var Guðni með mikið forskot - 88% atkvæða gegn 12% hjá Geir.

Guðni er vongóður um að hann fái þann fjölda atkvæða sem hann þarf til að fá kosningu í dag.

„Ég er bjartsýnn. Ég les þannig í stöðuna að þetta muni væntanlega falla mínu megin og ég er bjartsýnn á það,“ sagði Guðni sem sagði ótímabært að velta fyrir sambandi hans og KSÍ við Geir eftir kjörið.

Sjálfur sagði Geir að hann hafi einbeitt sér að málefnum í kosningabaráttunni en að ýmislegt hafi komið fram í baráttunni sem hann hafi ekki reiknað með og vísaði þar til neikvæðrar umræðu í hans garð.

„Já, og óvænt komment sem hafa komið út,“ bætti hann við.

„Ég er alltaf bjartsýnn. Það er eitthvað element í mér, baráttuhugur, þegar maður mætir til leiks. Það er enn til staðar,“ sagði Geir. „Ég verð að standa með mér. Ég hef þegar gert mikið gott fyrir knattspyrnuhreyfinguna og ég er sáttur við þá niðurstöðu sem kemur í dag.“

Fylgst er með ársþingi KSÍ í beinni textalýsingu hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Í beinni: Ársþing KSÍ

Bein textalýsingi frá blaðamanni Vísis á ársþingi KSÍ í Reykjavík. Á fundinum var kosið á milli Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar í formannskjöri sambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×