Guaidó í farbann og eignir frystar Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2019 07:21 Juan Guaidó segir forseta landsins, Nicolás Maduro, vera valdaræningja. vísir/afp Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. Í erlendum miðlum er ákvörðunin rakin beint til ólgunnar sem komin er upp í þarlendum stjórnmálum, ekki síst eftir að Guaidó lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri hinn réttkjörni forseti þjóðarinnar. Guaidó nýtur stuðnings fjölda vestrænna ríkja, þeirra stærst eru Bandaríkin sem lögðu á dögunum viðskiptaþvinganir á ríkiolíufélag Venesúela. Forseti landsins, Nicolás Maduro, á sér þó einnig öfluga bandamenn, til að mynda Rússa. Maduro sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að hann væri reiðubúinn að setjast niður með fulltrúum stjórnarandstöðunnar með það fyrir augum að höggva á hnútinn. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að stuðningsmenn hennar taki þátt í friðsælum fjöldamótmælum í dag. Til stendur að mótmælin standi yfir í tvær klukkustundir en óljóst er hvort Guaidó sjái sér fært að taka þátt. Þrátt fyrir að fjöldamótmæli hafi sett svip sinn á Venesúela á undanförnum árum hafa þau færst í aukana frá 10. janúar síðastliðnum, þegar annað kjörtímabil Maduro hófst formlega. Talið er að hið minnsta 40 manns hafi látið lífið og að hundruð mótmælenda hafi verið handteknir í tengslum við mótmælin frá 21.janúar. Þá hafa milljónir flúið landið vegna bágs efnahagsástands, sem endurspeglast meðal annars í matar- og lyfjaskorti. Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Hæstiréttur Venesúela hefur bannað leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Juan Guaídó, að yfirgefa landið og þá hafa bankareikningar hans verið frystir. Í erlendum miðlum er ákvörðunin rakin beint til ólgunnar sem komin er upp í þarlendum stjórnmálum, ekki síst eftir að Guaidó lýsti því yfir í síðustu viku að hann væri hinn réttkjörni forseti þjóðarinnar. Guaidó nýtur stuðnings fjölda vestrænna ríkja, þeirra stærst eru Bandaríkin sem lögðu á dögunum viðskiptaþvinganir á ríkiolíufélag Venesúela. Forseti landsins, Nicolás Maduro, á sér þó einnig öfluga bandamenn, til að mynda Rússa. Maduro sagði í samtali við rússneska fjölmiðla að hann væri reiðubúinn að setjast niður með fulltrúum stjórnarandstöðunnar með það fyrir augum að höggva á hnútinn. Stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að stuðningsmenn hennar taki þátt í friðsælum fjöldamótmælum í dag. Til stendur að mótmælin standi yfir í tvær klukkustundir en óljóst er hvort Guaidó sjái sér fært að taka þátt. Þrátt fyrir að fjöldamótmæli hafi sett svip sinn á Venesúela á undanförnum árum hafa þau færst í aukana frá 10. janúar síðastliðnum, þegar annað kjörtímabil Maduro hófst formlega. Talið er að hið minnsta 40 manns hafi látið lífið og að hundruð mótmælenda hafi verið handteknir í tengslum við mótmælin frá 21.janúar. Þá hafa milljónir flúið landið vegna bágs efnahagsástands, sem endurspeglast meðal annars í matar- og lyfjaskorti.
Venesúela Tengdar fréttir Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52 Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00 Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. 28. janúar 2019 21:52
Venesúelamenn vilja vestræn vopn Liðhlaupar úr venesúelska hernum leita á náðir Bandaríkjanna og biðja um að stjórnarandstæðingum í Venesúela séu send vopn svo hægt sé að steypa Nicolás Maduro forseta af stóli. 30. janúar 2019 07:00
Guaidó ferðaðist leynilega um Ameríku til að afla stuðnings Helsti stjórnarandstæðingur Venesúela smyglaði sér yfir landamærin til Kólumbíu um miðjan desember. Þaðan lá leiðin um ríki Ameríku til að plotta gegn forsetanum Nicolás Maduro. 28. janúar 2019 06:00