Erlent

Þrýsta á Maduro með aðgerðum gegn ríkisolíufyrirtækinu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump.
John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. AP/Manuel Balce Ceneta
Bandarísk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni halda eftir ágóðanum af sölu á olíu frá venesúelska ríkisolíufyrirtækinu PDSVA til Bandaríkjanna. Refsiaðgerðunum verður hætt ef yfirvöld í Venesúela viðurkenna Juan Guaidó sem forseta landsins. BBC greinir frá.

Þetta tilkynnti John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, fyrr í kvöld. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að Nicolás Maduro, forseti Venesúela, geti áfram „rænt auðlindum venesúelsku þjóðarinnar“.

Bandaríkin, ásamt um 20 öðrum ríkjum, viðurkenna Maduro ekki lengur sem forseta landsins, en standa við bakið á Guaido, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og styðja tilkall hans til forsetastólsins þar til kosningar fara fram í landinu.

Venesúela er mjög háð olíuverslun við Bandaríkin en um 41 prósent af olíuútflutningi ríkisins fer til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×