Enski boltinn

Ranieri þjálfaði Sala hjá Nantes: „Heimsfótboltinn stendur saman og biður fyrir jákvæðum fréttum“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sala í leik með Nantes á dögunum.
Sala í leik með Nantes á dögunum. vísir/getty

Claudio Ranieri, núverandi stjóri Fulham, segir að framherjinn Emiliano Sala, sem var á meðal farþega í flugvél sem týndist í gær, sé magnaður karakter.

Ranieri var stjóri argentíska framherjans hjá Nantes á síðustu leiktíð en þá skoraði framherjinn tólf mörk. Hann hefur einnig verið heitur á þessu tímabili áður en Cardiff festi kaup á honum fyrr í mánuðinum.

Eftir að hafa skrifað undir hjá Cardiff ferðaðist hann aftur til Nantes þar sem hann náði í dótið sitt og kvaddi liðsfélaga sína. Hann steig upp í flugvél í gærmorgun sem enn hefur ekki fundist en talið er að hún hafi týnst yfir Ermasundi.

Sjá einnig: Emiliano Sala átti að mæta á fyrstu æfinguna með Cardiff í dag

„Eins og allir er ég eyðilagður að heyra þær fréttir að Emiliano var í flugvélinni í morgun,“ sagði sá ítalski. „Emilano er frábær karakter. Ég veit að hann er baráttumaður.“

„Hann er frábær knattspyrnumaður sem lagði sig alltaf fram og gerði sitt besta er við unnum saman í Frakklandi. Heimsfótboltinn stendur saman og biður fyrir jákvæðum fréttum.“

„Á meðan þá bið ég, ásamt Nantes og Fulham-fjölskyldunni, fyrir Emiliano og fjölskyldu hans,“ sagði Ranieri að lokum.


Tengdar fréttir

Leikmaður Cardiff í flugvél sem hrapaði í Ermarsund

Lítil farþegaflugvél sem verið var að fljúga frá Nantes í Frakklandi til Cardiff í Bretlandi er sögð hafa hrapað yfir Ermarsundi í gærkvöldi. Emiliano Sala, nýr leikmaður Cardiff City, var um borð í flugvélinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.