Enski boltinn

Missti föður sinn fyrir þremur dögum en spilaði gegn Arsenal í kvöld

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bennett í leiknum í kvöld.
Bennett í leiknum í kvöld. vísir/getty
Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir samherja Arons Einars Gunarssonar hjá Cardiff og sérstaklega fyrir einn; bakvörðinn Joe Bennett.

Emiliano Sala, sem skrifaði undir samning við Cardiff fyrr í mánuðinum, er talinn hafa farist í flugslysi yfir Ermasundi í síðustu viku og mikil sorg hefur verið í Cardiff undanfarna viku.

Joe Bennett spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem tapaði 2-1 fyrir Arsenal í kvöld á útivelli en vikan hefur verið mjög svo erfið fyrir enska bakvörðinn.

„Joe Bennett var frábær. Hann missti föður sinn fyrir þremur dögum en spilar svo svona. Ég er mjög ánægður með hann,“ sagði Neil Warnock, stjóri Cardiff, í samtali við Match of the Day í leikslok.

Arsenal vann leikinn 2-1 en Cardiff var síst lakari aðilinn í leiknum og átti fjöldan allan af tækifærum til þess að skora fleiri mörk en þetta eina sem kom í uppbótartíma leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×