Erlent

Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd

Atli Ísleifsson skrifar
Dómstóll í New York dæmdi í desember Michael Cohen í þriggja ára fangelsi.
Dómstóll í New York dæmdi í desember Michael Cohen í þriggja ára fangelsi. Getty/Michael Cohen

Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Bandarískir fjölmiðlar greindu frá þessu í kvöld og segja að vitnisburður Cohen komi til með að verða fyrir opnum tjöldum.

Cohen er einn af lykilmönnunum í rannsókn saksóknarans Robert Mueller á afskiptum Rússa á forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016.

Þriggja ára fangelsi

Dómstóll í New York dæmdi í desember Cohen í þriggja ára fangelsi  eftir að hann játaði að hafa gerst sekur um skattsvik og brot á kosningalögum eftir fyrirskipun frá Trump.

Þá játaði hann að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings um fyrirætlanir Trump um byggingu á Trump Tower í Moskvu. Sagðist hann hafa logið til þess að styðja við opinberar yfirlýsingar Trump um að hann hefði ekki átt í neinum viðskiptum í Rússlandi.

Í lok sumars játaði Cohen á sig brot á kosningalögum sem tengdust greiðslum til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Cohen gerði þá samkomulag við saksóknarann Roberts Mueller um samvinnu í skiptum fyrir mildari refsingu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.