Næsti forseti Austur-Kongó sagður hafa stolið sigrinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. janúar 2019 08:00 Felix Tshisekedi, næsti forseti Austur-Kongó að öllu óbreyttu, á fundi með stuðningsmönnum í gær. Nordicphotos/AFP Felix Tshisekedi, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins UDPS, var í gær lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Tshisekedi fékk 38,5 prósent atkvæða. Martin Fayulu, annar stjórnarandstæðingur, fékk 34,8 prósent og Emmanuel Shadary, sem Joseph Kabila forseti lýsti yfir stuðningi við, 23,8 prósent. Öfugt við undanfarnar kosningar voru niðurstöðurnar ekki sundurliðaðar. Það er ekki hægt að segja að þessar fyrstu forsetakosningar ríkisins án Kabila í rúma þrjá áratugi og fyrstu lýðræðislegu valdaskiptin í tæpa sex áratugi hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Upphaflega gerðu Tshisekedi og sex aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar samkomulag um að Fayulu skyldi verða eini frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Það stóðst ekki enda gekk Tshisekedi á bak orða sinna. Það dró svo til tíðinda í desember þegar landskjörstjórn lýsti því yfir að íbúar í Beni og Butembo, tveimur höfuðvígjum stjórnarandstöðunnar, fengju ekki að kjósa vegna ebólufaraldursins sem þar geisar. Búist var við því að íbúar myndu í miklum mæli styðja Fayulu og sagði framboð hans að um tilraun til kosningasvindls væri að ræða. Og ósigurinn í kosningunum er olía á eldinn. Fayulu sagði í gær að hinar kynntu niðurstöður væru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. „Kongóska þjóðin mun ekki leyfa þessu að viðgangast. Felix Tshisekedi fékk aldrei sjö milljónir atkvæða. Hvaðan komu þessi atkvæði?“ spurði Fayulu og bætti því við að landskjörstjórn og ríkisstjórnin hefðu hreinlega skáldað tölurnar. Samkvæmt BBC hafa stuðningsmenn Fayulus haldið því fram að Tshisekedi hafi gert samkomulag við Kabila um að deila völdum. Því hefur framboð sigurvegarans neitað. BBC sagði sömuleiðis að Tshisekedi væri sá andstöðuframbjóðandi sem er Kabila þóknanlegastur. Kaþólska kirkjan hafnar niðurstöðunum en hún stóð að 40.000 manna eftirliti. „Hinar kynntu niðurstöður samræmast ekki þeim gögnum sem við höfum undir höndum frá kjörstöðum og talningu,“ sagði í yfirlýsingu. Frakkar og Belgar hafa sömuleiðis tjáð efasemdir sínar um niðurstöðurnar. Samkvæmt Reuters hafa þrír erindrekar tekið undir með kaþólsku kirkjunni og sagt að gögnin sýni sigur Fayulus. Hvorki Shadary né Kabila gerðu athugasemdir við niðurstöður kosninganna. Fayulu getur kært niðurstöðuna til stjórnlagadómstóls. Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Felix Tshisekedi, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins UDPS, var í gær lýstur sigurvegari forsetakosninga í Austur-Kongó. Tshisekedi fékk 38,5 prósent atkvæða. Martin Fayulu, annar stjórnarandstæðingur, fékk 34,8 prósent og Emmanuel Shadary, sem Joseph Kabila forseti lýsti yfir stuðningi við, 23,8 prósent. Öfugt við undanfarnar kosningar voru niðurstöðurnar ekki sundurliðaðar. Það er ekki hægt að segja að þessar fyrstu forsetakosningar ríkisins án Kabila í rúma þrjá áratugi og fyrstu lýðræðislegu valdaskiptin í tæpa sex áratugi hafi gengið snurðulaust fyrir sig. Upphaflega gerðu Tshisekedi og sex aðrir stjórnarandstöðuleiðtogar samkomulag um að Fayulu skyldi verða eini frambjóðandi stjórnarandstöðunnar. Það stóðst ekki enda gekk Tshisekedi á bak orða sinna. Það dró svo til tíðinda í desember þegar landskjörstjórn lýsti því yfir að íbúar í Beni og Butembo, tveimur höfuðvígjum stjórnarandstöðunnar, fengju ekki að kjósa vegna ebólufaraldursins sem þar geisar. Búist var við því að íbúar myndu í miklum mæli styðja Fayulu og sagði framboð hans að um tilraun til kosningasvindls væri að ræða. Og ósigurinn í kosningunum er olía á eldinn. Fayulu sagði í gær að hinar kynntu niðurstöður væru ekki í neinu samræmi við raunveruleikann. „Kongóska þjóðin mun ekki leyfa þessu að viðgangast. Felix Tshisekedi fékk aldrei sjö milljónir atkvæða. Hvaðan komu þessi atkvæði?“ spurði Fayulu og bætti því við að landskjörstjórn og ríkisstjórnin hefðu hreinlega skáldað tölurnar. Samkvæmt BBC hafa stuðningsmenn Fayulus haldið því fram að Tshisekedi hafi gert samkomulag við Kabila um að deila völdum. Því hefur framboð sigurvegarans neitað. BBC sagði sömuleiðis að Tshisekedi væri sá andstöðuframbjóðandi sem er Kabila þóknanlegastur. Kaþólska kirkjan hafnar niðurstöðunum en hún stóð að 40.000 manna eftirliti. „Hinar kynntu niðurstöður samræmast ekki þeim gögnum sem við höfum undir höndum frá kjörstöðum og talningu,“ sagði í yfirlýsingu. Frakkar og Belgar hafa sömuleiðis tjáð efasemdir sínar um niðurstöðurnar. Samkvæmt Reuters hafa þrír erindrekar tekið undir með kaþólsku kirkjunni og sagt að gögnin sýni sigur Fayulus. Hvorki Shadary né Kabila gerðu athugasemdir við niðurstöður kosninganna. Fayulu getur kært niðurstöðuna til stjórnlagadómstóls.
Afríka Austur-Kongó Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtogi óvænt kosinn til embættis forseta í Kongó Frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum í Lýðveldinu Kongó, Felix Tshisekedi, fór óvænt með sigur af hólmi í kosningunum, að því er kjörstjórn landsins greinir frá. 10. janúar 2019 10:24