Mið- og vinstriflokkar sagðir hafa náð saman í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 11. janúar 2019 13:57 Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins. EPA/HENRIK MONTGOMERY Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð eru sagðir hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð. Lítur því út fyrir að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, muni áfram gegna forsætisráðherraembættinu. Samkomulagið verður til umræðu innan þingflokka flokkanna fjögurra í dag og um helgina. Þingforsetinn Andreas Norlén hyggst funda með flokksleiðtogum á mánudag og í kjölfar þess tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun svo greiða atkvæði um. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum verður lögum samkvæmt að boða til nýrra kosninga. Næsta atkvæðagreiðsla, sú þriðja í röðinni, er fyrirhuguð miðvikudaginn næsta, 16. janúar.Langur aðdragandi Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu og hafa stjórnarmyndunarviðræður í landinu aldrei tekið lengri tíma. Þingið hefur áður hafnað tillögu þingforsetans um að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Löfven verði næsti forsætisráðherra. Löfven stýrði minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja á síðasta kjörtímabili – stjórn sem Vinstriflokkurinn varði vantrausti. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að samkomulag hafi nú náðst um að ný stjórn Löfven njóti stuðnings Miðflokksins og FrjálslyndraAnnie Lööf er formaður sænska Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAEndalok bandalags borgaralegu flokkanna Verði þetta raunin markar það formlega endalok bandalags borgaralegu flokkanna fjögurra (Alliansen) – Moderaterna, Kristilegra demókrata, Miðflokksins og Frjálslyndra. Ástæða þess að ekkert hefur gengið að mynda nýja stjórn í Svíþjóð eru deilur flokkanna um hlutverk Svíþjóðardemókrata, sem hlutu um 18 prósent þingsæta. Flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum og hafa vinstriflokkarnir, Miðflokkurinn og Frjálslyndir lagt mikla áherslu að koma í veg fyrir að flokkurinn komist í áhrifastöðu. Heimildarmaður Aftonbladet greinir frá því að Jafnaðarmenn hafi gengið að ýmsum kröfum Miðflokksins og Frjálslyndra til að tryggja myndun nýrrar stjórnar, meðal annars breytingar á sviði vinnumarkaðar, húsnæðismála og menntamála. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34 Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn, Græningjar, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn í Svíþjóð eru sagðir hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Svíþjóð. Lítur því út fyrir að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, muni áfram gegna forsætisráðherraembættinu. Samkomulagið verður til umræðu innan þingflokka flokkanna fjögurra í dag og um helgina. Þingforsetinn Andreas Norlén hyggst funda með flokksleiðtogum á mánudag og í kjölfar þess tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið mun svo greiða atkvæði um. Takist þinginu ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum verður lögum samkvæmt að boða til nýrra kosninga. Næsta atkvæðagreiðsla, sú þriðja í röðinni, er fyrirhuguð miðvikudaginn næsta, 16. janúar.Langur aðdragandi Fjórir mánuðir eru nú liðnir frá þingkosningum í landinu og hafa stjórnarmyndunarviðræður í landinu aldrei tekið lengri tíma. Þingið hefur áður hafnað tillögu þingforsetans um að Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Löfven verði næsti forsætisráðherra. Löfven stýrði minnihlutastjórn Jafnaðarmanna og Græningja á síðasta kjörtímabili – stjórn sem Vinstriflokkurinn varði vantrausti. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að samkomulag hafi nú náðst um að ný stjórn Löfven njóti stuðnings Miðflokksins og FrjálslyndraAnnie Lööf er formaður sænska Miðflokksins.Getty/MICHAEL CAMPANELLAEndalok bandalags borgaralegu flokkanna Verði þetta raunin markar það formlega endalok bandalags borgaralegu flokkanna fjögurra (Alliansen) – Moderaterna, Kristilegra demókrata, Miðflokksins og Frjálslyndra. Ástæða þess að ekkert hefur gengið að mynda nýja stjórn í Svíþjóð eru deilur flokkanna um hlutverk Svíþjóðardemókrata, sem hlutu um 18 prósent þingsæta. Flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum og hafa vinstriflokkarnir, Miðflokkurinn og Frjálslyndir lagt mikla áherslu að koma í veg fyrir að flokkurinn komist í áhrifastöðu. Heimildarmaður Aftonbladet greinir frá því að Jafnaðarmenn hafi gengið að ýmsum kröfum Miðflokksins og Frjálslyndra til að tryggja myndun nýrrar stjórnar, meðal annars breytingar á sviði vinnumarkaðar, húsnæðismála og menntamála.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34 Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Greiða næst atkvæði um nýjan forsætisráðherra 16. janúar Forseti sænska þingsins segir að ekki muni takast að ná samkomulagi um nýja ríkisstjórn fyrir jól líkt og vonir stóðu til. 19. desember 2018 11:34
Sænska þingið hafnaði Löfven Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins. 14. desember 2018 10:25