Erlent

Sex látnir eftir alvarlegt umferðarslys í Svíþjóð

Sylvía Hall skrifar
Veginum var lokað um tíma eftir slysið á meðan viðbragðsaðilar voru að störfum.
Veginum var lokað um tíma eftir slysið á meðan viðbragðsaðilar voru að störfum. Getty

Alvarlegt slys varð í nótt þegar smárúta lenti í árekstri við flutningabíl í bænum Kiruna í Norður-Lapplandi.

Slysið varð á öðrum tímanum í nótt og barst lögreglu tilkynning klukkan 01:56 að staðartíma. Smárútan skall framan á flutningabílnum og fannst í skurði við slysavettvang þegar viðbragsaðilar komu á vettvang.

Sjö farþegar voru í smárútunni og létust sex þeirra í slysinu. Einn var fluttur á sjúkrahús með lítilsháttar áverka. Samkvæmt heimildum Aftonbladet voru allir farþegar smárútunnar erlendir ríkisborgarar en þjóðerni þeirra liggur ekki fyrir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.