Erlent

Þrír létust í snjóflóði og eins er saknað

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögregluyfirvöld í Austurríki hafa staðfest að þrír þýskir skíðagarpar hafi látið lífið í snjóflóði í austurrísku ölpunum í gær og þá er eins er saknað.
Lögregluyfirvöld í Austurríki hafa staðfest að þrír þýskir skíðagarpar hafi látið lífið í snjóflóði í austurrísku ölpunum í gær og þá er eins er saknað. Vísir/AP

Lögregluyfirvöld í Austurríki hafa staðfest að þrír þýskir skíðagarpar hafi látið lífið í snjóflóði í austurrísku ölpunum í gær og þá er eins er saknað.

Lík mannanna fundust seint í gærkvöldi nærri Lech aðeins örfáum klukkustundum eftir að eiginkona eins þeirra óskaði eftir aðstoð lögreglu.

Lögreglan í Vorarlberg, héraði í vesturhluta Austurríkis, sagði að það hefði verið nauðsynlegt að gera hlé á leitinni að hinum fjórða sem enn er saknað til að tryggja öryggi björgunarsveitarfólks því mikið fannfergi er á leitarsvæðinu og enn mikil hætta á snjóflóðum.

Snjó hefur kyngt niður í austurrísku ölpunum í vikunni sem hafði í för með sér lokanir á vegum í Vorarlberg.

Veðurstofan í Austurríki tilkynnti í gær að hættustig vegna snjóflóða í yfir 2000 metra hæð hefði náð stigi þrjú í kvarða sem nær upp í fimm.

Snjó hefur kyngt niður í austurrísku ölpunum. Vísir/ap
Veðurstofan í Austurríki

Tengdar fréttir

Sjö látist í miklu fannfergi í Ölpunum

Minnst sjö létust um helgina eftir mikið fannfergi í Alpafjöllum í Evrópu. Mikil hætta er á snjóflóðum í Austurríki, Þýskalandi og á Ítalíu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.