Erlent

Sjö látist í miklu fannfergi í Ölpunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það hefur snjóað nær látlaust víða um Evrópu.
Það hefur snjóað nær látlaust víða um Evrópu. Getty/Alexander Hassenstein

Minnst sjö létust um helgina eftir mikið fannfergi í Alpafjöllum í Evrópu. Mikil hætta er á snjóflóðum í Austurríki, Þýskalandi og á Ítalíu. BBC greinir frá.

Tveir þýskir skíðamenn létust í tveimur snjóflóðum í Austurríki. Sá þriðji lést einnig eftir annað snjóflóð í grennd við Salzburg.

Í Bæjaralandi í Þýskalandi lést skíðamaður í grennd við Bad Tölz eftir að tré féll á hann. Ung kona lést í Teisenberg-fjöllunum í snjóflóði.

Þá létust tveir fjallgöngumenn í ítölsku Ölpunum í grennd við Tórínó en fjallabjörgunarmenn fundu lík þeirra í um þrjú þúsund metra hæð yfir sjávarmáli.

Björgunarmenn leita einnig að fjölda manns sem saknað hefur verið í austurrísku og þýsku ölpunum eftir snjókomu helgarinnar. Skíðamenn hafa verið varaðir við því að skíða utan brauta og margir fjallvegir eru lokaðir sökum fannfergis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.