Sat heima í Noregi og fjarstýrði nauðgunum á 65 barnungum stúlkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2019 08:19 Maðurinn er talinn hafa greitt samtals nær hálfa milljón norskra króna fyrir ofbeldið. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn tugum filippseyskra stúlkna. Maðurinn pantaði ofbeldið á netinu og fylgdist með verknaðinum frá heimili sínu. Um er að ræða þyngsta dóm sinnar tegundar sem fallið hefur í Noregi, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK.Alvarlegasta brotið gegn 8-10 ára stúlku Maðurinn er sjötugur og búsettur í Sunnmøre í vesturhluta Noregs. Brot hans spanna eins til tveggja ára tímabil en hann pantaði og greiddi fyrir ofbeldi gegn 65 filippseyskum stúlkum, ungbörn þar með talin. Ofbeldinu var streymt í gegnum vefmyndavél og fylgdist maðurinn með því frá heimili sínu í Noregi. Alvarlegasta brotið var gegn stúlku á aldrinum átta til tíu ára sem var nauðgað í mynd í fjórtán mínútur. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir að hafa brotið gegn þriggja ára stúlku en verknaðurinn er sagður hafa staðið yfir í fjörutíu mínútur. Greiddi samtals sjö milljónir fyrir ofbeldið Maðurinn neitaði fyrst sök í alvarlegustu ákæruliðunum en „lagði síðar öll spilin á borðið“, líkt og segir í frétt NRK. Hann sagðist hafa verið á slæmum stað í einkalífinu þegar hann heimsótti fyrst vefsíður sem buðu upp á umrætt ofbeldi gegn greiðslu. Þar hafi hann komist í samband við konur sem sögðust mæður stúlknanna og þær hafi hvatt hann til að panta voðaverkin. Maðurinn er talinn hafa greitt samtals nær hálfa milljón norskra króna, eða um sjö milljónir íslenskra króna, fyrir ofbeldið gegn stúlkunum. Norska lögreglan komst á snoðir um brot hans eftir ábendingu frá Bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Í dómnum yfir manninum er hann sagður hafa átt þátt í að viðhalda hryllilegum kynlífsiðnaði með brotum sínum. Asía Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Fjarstýrði nauðgunum á ungbörnum 39 ára gamall maður var dæmdur í undirrétti í Östersund í Svíþjóð í 14 ára fangelsi fyrir að hafa pantað nauðganir á börnum. 19. febrúar 2018 05:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Norskur karlmaður hefur verið dæmdur í tólf og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisofbeldi gegn tugum filippseyskra stúlkna. Maðurinn pantaði ofbeldið á netinu og fylgdist með verknaðinum frá heimili sínu. Um er að ræða þyngsta dóm sinnar tegundar sem fallið hefur í Noregi, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins NRK.Alvarlegasta brotið gegn 8-10 ára stúlku Maðurinn er sjötugur og búsettur í Sunnmøre í vesturhluta Noregs. Brot hans spanna eins til tveggja ára tímabil en hann pantaði og greiddi fyrir ofbeldi gegn 65 filippseyskum stúlkum, ungbörn þar með talin. Ofbeldinu var streymt í gegnum vefmyndavél og fylgdist maðurinn með því frá heimili sínu í Noregi. Alvarlegasta brotið var gegn stúlku á aldrinum átta til tíu ára sem var nauðgað í mynd í fjórtán mínútur. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir að hafa brotið gegn þriggja ára stúlku en verknaðurinn er sagður hafa staðið yfir í fjörutíu mínútur. Greiddi samtals sjö milljónir fyrir ofbeldið Maðurinn neitaði fyrst sök í alvarlegustu ákæruliðunum en „lagði síðar öll spilin á borðið“, líkt og segir í frétt NRK. Hann sagðist hafa verið á slæmum stað í einkalífinu þegar hann heimsótti fyrst vefsíður sem buðu upp á umrætt ofbeldi gegn greiðslu. Þar hafi hann komist í samband við konur sem sögðust mæður stúlknanna og þær hafi hvatt hann til að panta voðaverkin. Maðurinn er talinn hafa greitt samtals nær hálfa milljón norskra króna, eða um sjö milljónir íslenskra króna, fyrir ofbeldið gegn stúlkunum. Norska lögreglan komst á snoðir um brot hans eftir ábendingu frá Bandarísku alríkislögreglunni, FBI. Í dómnum yfir manninum er hann sagður hafa átt þátt í að viðhalda hryllilegum kynlífsiðnaði með brotum sínum.
Asía Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Fjarstýrði nauðgunum á ungbörnum 39 ára gamall maður var dæmdur í undirrétti í Östersund í Svíþjóð í 14 ára fangelsi fyrir að hafa pantað nauðganir á börnum. 19. febrúar 2018 05:45 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Fjarstýrði nauðgunum á ungbörnum 39 ára gamall maður var dæmdur í undirrétti í Östersund í Svíþjóð í 14 ára fangelsi fyrir að hafa pantað nauðganir á börnum. 19. febrúar 2018 05:45