Trump hefnir sín á Pelosi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 20:38 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/J. Scott Applewhite Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Það gerði hann degi eftir að hún sendi honum bréf og meinaði honum að flytja ræðu á þinginu og sagði það vegna lokunnarinnar.Sem forseti hefur Trump í raun stjórn yfir opinberum flugvélum Bandaríkjanna, þar sem þær eru á vegum hersins og forseti Bandaríkjanna er æðsti stjórnandi hersins. Í bréfinu segir Trump að Pelosi fái afnot af flugvél þegar lokuninni lýkur. Hann tók þó fram að hún gæti ferðast á eigin vegum, ef hún kysi það. Hins vegar vildi hann hafa hana í höfuðborginni svo þau gætu samið um fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna hefur verið lokað í 27 daga vegna deilna um áðurnefnda fjármögnun. Trump vill tæpa sex milljarða dala til verksins en Demókratar, sem stjórna nú fulltrúadeild þingsins, segja það ekki koma til greina.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguTrump sendi bréfið frá sér nú í kvöld og segja fjölmiðlar úti að það hafi komið Pelosi á óvart. Það hafi jafnvel komið starfsmönnum Trump á óvart og fáir hafi vitað af því. Þá hefur vakið athygli að Trump tók fram í bréfinu hvert Pelosi væri að fara. Það hafði ekki verið opinberað vegna öryggisráðstafna. Hún var, samkvæmt Trump, að fara til Brussel, Egyptalands og til Afganistan, þar sem hún ætlaði að heimsækja bandaríska hermenn, yfirmenn hersins í Afganistan og aðra hershöfðingja frá Atlantshafsbandalaginu. Aðstoðarmaður Pelosi og aðrir þingmenn hafi ætlað til Egyptalands. Þá hafi eingöngu átt að stoppa í Brussel svo flugmennirnir gætu hvílt sig og um helgarferð væri að ræða. Ekki sjö daga ferð eins og Trump heldur fram í bréfi sínu.Minnst tveir aðrir þingmenn ætluðu með Pelosi og stóð til að leggja af stað núna í kvöld. New York Times segir einhverja þingmannanna hafa verið komna upp í rútu, sem átti að nota til að ferja þá á flugvöllinn, þegar bréfið barst.Einn þeirra, Stephen Lynch, sagði blaðamönnum að réttast væri að leyfa þeim að fara til Afganistan og sinna eftirlitsskyldu þeirra. Sendinefndir þingmanna fá reglulega afnot af flugvélum hersins og má þar nefna þingmenn Repúblikanaflokksins sem fóru til Írak, skömmu eftir að stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna var lokað.President @realDonaldTrump's letter to @SpeakerPelosi concerning her upcoming travel pic.twitter.com/TtBCvwp080— Sarah Sanders (@PressSec) January 17, 2019 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Það gerði hann degi eftir að hún sendi honum bréf og meinaði honum að flytja ræðu á þinginu og sagði það vegna lokunnarinnar.Sem forseti hefur Trump í raun stjórn yfir opinberum flugvélum Bandaríkjanna, þar sem þær eru á vegum hersins og forseti Bandaríkjanna er æðsti stjórnandi hersins. Í bréfinu segir Trump að Pelosi fái afnot af flugvél þegar lokuninni lýkur. Hann tók þó fram að hún gæti ferðast á eigin vegum, ef hún kysi það. Hins vegar vildi hann hafa hana í höfuðborginni svo þau gætu samið um fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna hefur verið lokað í 27 daga vegna deilna um áðurnefnda fjármögnun. Trump vill tæpa sex milljarða dala til verksins en Demókratar, sem stjórna nú fulltrúadeild þingsins, segja það ekki koma til greina.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguTrump sendi bréfið frá sér nú í kvöld og segja fjölmiðlar úti að það hafi komið Pelosi á óvart. Það hafi jafnvel komið starfsmönnum Trump á óvart og fáir hafi vitað af því. Þá hefur vakið athygli að Trump tók fram í bréfinu hvert Pelosi væri að fara. Það hafði ekki verið opinberað vegna öryggisráðstafna. Hún var, samkvæmt Trump, að fara til Brussel, Egyptalands og til Afganistan, þar sem hún ætlaði að heimsækja bandaríska hermenn, yfirmenn hersins í Afganistan og aðra hershöfðingja frá Atlantshafsbandalaginu. Aðstoðarmaður Pelosi og aðrir þingmenn hafi ætlað til Egyptalands. Þá hafi eingöngu átt að stoppa í Brussel svo flugmennirnir gætu hvílt sig og um helgarferð væri að ræða. Ekki sjö daga ferð eins og Trump heldur fram í bréfi sínu.Minnst tveir aðrir þingmenn ætluðu með Pelosi og stóð til að leggja af stað núna í kvöld. New York Times segir einhverja þingmannanna hafa verið komna upp í rútu, sem átti að nota til að ferja þá á flugvöllinn, þegar bréfið barst.Einn þeirra, Stephen Lynch, sagði blaðamönnum að réttast væri að leyfa þeim að fara til Afganistan og sinna eftirlitsskyldu þeirra. Sendinefndir þingmanna fá reglulega afnot af flugvélum hersins og má þar nefna þingmenn Repúblikanaflokksins sem fóru til Írak, skömmu eftir að stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna var lokað.President @realDonaldTrump's letter to @SpeakerPelosi concerning her upcoming travel pic.twitter.com/TtBCvwp080— Sarah Sanders (@PressSec) January 17, 2019
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira