Trump hefnir sín á Pelosi Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 20:38 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar. AP/J. Scott Applewhite Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Það gerði hann degi eftir að hún sendi honum bréf og meinaði honum að flytja ræðu á þinginu og sagði það vegna lokunnarinnar.Sem forseti hefur Trump í raun stjórn yfir opinberum flugvélum Bandaríkjanna, þar sem þær eru á vegum hersins og forseti Bandaríkjanna er æðsti stjórnandi hersins. Í bréfinu segir Trump að Pelosi fái afnot af flugvél þegar lokuninni lýkur. Hann tók þó fram að hún gæti ferðast á eigin vegum, ef hún kysi það. Hins vegar vildi hann hafa hana í höfuðborginni svo þau gætu samið um fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna hefur verið lokað í 27 daga vegna deilna um áðurnefnda fjármögnun. Trump vill tæpa sex milljarða dala til verksins en Demókratar, sem stjórna nú fulltrúadeild þingsins, segja það ekki koma til greina.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguTrump sendi bréfið frá sér nú í kvöld og segja fjölmiðlar úti að það hafi komið Pelosi á óvart. Það hafi jafnvel komið starfsmönnum Trump á óvart og fáir hafi vitað af því. Þá hefur vakið athygli að Trump tók fram í bréfinu hvert Pelosi væri að fara. Það hafði ekki verið opinberað vegna öryggisráðstafna. Hún var, samkvæmt Trump, að fara til Brussel, Egyptalands og til Afganistan, þar sem hún ætlaði að heimsækja bandaríska hermenn, yfirmenn hersins í Afganistan og aðra hershöfðingja frá Atlantshafsbandalaginu. Aðstoðarmaður Pelosi og aðrir þingmenn hafi ætlað til Egyptalands. Þá hafi eingöngu átt að stoppa í Brussel svo flugmennirnir gætu hvílt sig og um helgarferð væri að ræða. Ekki sjö daga ferð eins og Trump heldur fram í bréfi sínu.Minnst tveir aðrir þingmenn ætluðu með Pelosi og stóð til að leggja af stað núna í kvöld. New York Times segir einhverja þingmannanna hafa verið komna upp í rútu, sem átti að nota til að ferja þá á flugvöllinn, þegar bréfið barst.Einn þeirra, Stephen Lynch, sagði blaðamönnum að réttast væri að leyfa þeim að fara til Afganistan og sinna eftirlitsskyldu þeirra. Sendinefndir þingmanna fá reglulega afnot af flugvélum hersins og má þar nefna þingmenn Repúblikanaflokksins sem fóru til Írak, skömmu eftir að stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna var lokað.President @realDonaldTrump's letter to @SpeakerPelosi concerning her upcoming travel pic.twitter.com/TtBCvwp080— Sarah Sanders (@PressSec) January 17, 2019 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, bréf þar sem hann segist ekki geta leyft henni að fara í opinbert ferðalag á flugvélum ríkisins vegna lokunnar alríkisstofnana. Það gerði hann degi eftir að hún sendi honum bréf og meinaði honum að flytja ræðu á þinginu og sagði það vegna lokunnarinnar.Sem forseti hefur Trump í raun stjórn yfir opinberum flugvélum Bandaríkjanna, þar sem þær eru á vegum hersins og forseti Bandaríkjanna er æðsti stjórnandi hersins. Í bréfinu segir Trump að Pelosi fái afnot af flugvél þegar lokuninni lýkur. Hann tók þó fram að hún gæti ferðast á eigin vegum, ef hún kysi það. Hins vegar vildi hann hafa hana í höfuðborginni svo þau gætu samið um fjármögnun múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna hefur verið lokað í 27 daga vegna deilna um áðurnefnda fjármögnun. Trump vill tæpa sex milljarða dala til verksins en Demókratar, sem stjórna nú fulltrúadeild þingsins, segja það ekki koma til greina.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguTrump sendi bréfið frá sér nú í kvöld og segja fjölmiðlar úti að það hafi komið Pelosi á óvart. Það hafi jafnvel komið starfsmönnum Trump á óvart og fáir hafi vitað af því. Þá hefur vakið athygli að Trump tók fram í bréfinu hvert Pelosi væri að fara. Það hafði ekki verið opinberað vegna öryggisráðstafna. Hún var, samkvæmt Trump, að fara til Brussel, Egyptalands og til Afganistan, þar sem hún ætlaði að heimsækja bandaríska hermenn, yfirmenn hersins í Afganistan og aðra hershöfðingja frá Atlantshafsbandalaginu. Aðstoðarmaður Pelosi og aðrir þingmenn hafi ætlað til Egyptalands. Þá hafi eingöngu átt að stoppa í Brussel svo flugmennirnir gætu hvílt sig og um helgarferð væri að ræða. Ekki sjö daga ferð eins og Trump heldur fram í bréfi sínu.Minnst tveir aðrir þingmenn ætluðu með Pelosi og stóð til að leggja af stað núna í kvöld. New York Times segir einhverja þingmannanna hafa verið komna upp í rútu, sem átti að nota til að ferja þá á flugvöllinn, þegar bréfið barst.Einn þeirra, Stephen Lynch, sagði blaðamönnum að réttast væri að leyfa þeim að fara til Afganistan og sinna eftirlitsskyldu þeirra. Sendinefndir þingmanna fá reglulega afnot af flugvélum hersins og má þar nefna þingmenn Repúblikanaflokksins sem fóru til Írak, skömmu eftir að stórum hluta alríkisstofnana Bandaríkjanna var lokað.President @realDonaldTrump's letter to @SpeakerPelosi concerning her upcoming travel pic.twitter.com/TtBCvwp080— Sarah Sanders (@PressSec) January 17, 2019
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira