Átta látnir í lestarslysinu í Danmörku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2019 07:36 Frá vettvangi slyssins í gær. vísir/epa Tveir til viðbótar hafa fundist látnir í flaki farþegalestarinnar sem lenti á tengivagni flutningalestar á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins en þar segir að lögreglan útiloki það nú að fleiri finnist látnir í flakinu. Fimm konur og þrír karlar létust í slysinu. Engin börn eru á meðal hinna látnu en alls slösuðust sextán manns. Nokkrir þeirra eru enn á sjúkrahúsi að sögn lögreglu sem vill ekki tjá sig nánar um líðan þeirra. Að sögn lögreglunnar hefur henni „nánast“ tekist að bera kennsl á fjögur hinna látnu en eftir á að bera kennsl á fjóra. Flestir þeirra sem létust voru í fremsta vagni farþegalestarinnar. Talið er að farþegalestin hafi lent á tómum tengivagni sem var ofan á flutningalest sem flytur bjór. Tengivagninn virðist hafa fokið af lestinni. Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í Danmörku segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort að tengivagninn hafi þá lent á farþegalestinni eða hvort farþegalestin hafi keyrt á tengivagninn. Alls voru 131 farþegi um borð í lestinni og þrír starfsmenn. Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sex eru látnir og sextán slasaðir eftir alvarlegt lestarslys á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gær. Líklegt að stormviðri hafi valdið slysinu þegar farþegalest og flutningalest full af bjór mættust á brúnni á áttunda tímanum í gærmorgun. Danadrottning vottar aðstandendum samúð sín. Íslensk kona um borð slapp ómeidd. 3. janúar 2019 06:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tveir til viðbótar hafa fundist látnir í flaki farþegalestarinnar sem lenti á tengivagni flutningalestar á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gærmorgun. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins en þar segir að lögreglan útiloki það nú að fleiri finnist látnir í flakinu. Fimm konur og þrír karlar létust í slysinu. Engin börn eru á meðal hinna látnu en alls slösuðust sextán manns. Nokkrir þeirra eru enn á sjúkrahúsi að sögn lögreglu sem vill ekki tjá sig nánar um líðan þeirra. Að sögn lögreglunnar hefur henni „nánast“ tekist að bera kennsl á fjögur hinna látnu en eftir á að bera kennsl á fjóra. Flestir þeirra sem létust voru í fremsta vagni farþegalestarinnar. Talið er að farþegalestin hafi lent á tómum tengivagni sem var ofan á flutningalest sem flytur bjór. Tengivagninn virðist hafa fokið af lestinni. Bo Haaning hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa í Danmörku segir ekki hægt að fullyrða að svo stöddu hvort að tengivagninn hafi þá lent á farþegalestinni eða hvort farþegalestin hafi keyrt á tengivagninn. Alls voru 131 farþegi um borð í lestinni og þrír starfsmenn.
Danmörk Norðurlönd Tengdar fréttir Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47 Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sex eru látnir og sextán slasaðir eftir alvarlegt lestarslys á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gær. Líklegt að stormviðri hafi valdið slysinu þegar farþegalest og flutningalest full af bjór mættust á brúnni á áttunda tímanum í gærmorgun. Danadrottning vottar aðstandendum samúð sín. Íslensk kona um borð slapp ómeidd. 3. janúar 2019 06:30 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tómur tengivagn talinn orsök lestarslyssins Svo virðist sem að tengivagn fyrir flutningabíl hafi fokið af flutningalestinni og rekist á farþegalestina á Stórabeltisbrúnni í morgun. 2. janúar 2019 12:47
Danska þjóðin harmi slegin eftir mannskætt lestarslys Sex eru látnir og sextán slasaðir eftir alvarlegt lestarslys á Stórabeltisbrúnni í Danmörku í gær. Líklegt að stormviðri hafi valdið slysinu þegar farþegalest og flutningalest full af bjór mættust á brúnni á áttunda tímanum í gærmorgun. Danadrottning vottar aðstandendum samúð sín. Íslensk kona um borð slapp ómeidd. 3. janúar 2019 06:30