Spekileki skekur Tyrkland Samúel Karl Ólason skrifar 3. janúar 2019 14:51 Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. AP/Burhan Ozbilici Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. Allt þetta fólk tekur með sér eigur sínar og þekkingu og fólksflutningarnir gætu valdið Tyrklandi gífurlegum skaða yfir næstu áratugi. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, stefnumála hans, ríkisstjórnar og spillingar. Í kjölfar misheppnaðs valdaráns árið 2016 hafi hann látið handtaka og fangelsa þúsundir manna sem hann telji andstæðinga sína og efnahagur ríkisins og gjaldmiðill hefur beðið hnekki.Minnst tólf þúsund auðugir Tyrkir eru sagðir hafa flutt eigur sínar út úr landinu á árunum 2016 og 2017, samkvæmt skýrslu frá AfrAsia Bank. Í skýrslunni segir að flestir hafi flutt til Evrópu eða Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þar segir einnig að flótti auðugra einstaklinga boði ekki gott fyrir Tyrkland. Sé litið til sögunnar sé það fyrirboði versnandi ástands. Rúmlega 250 þúsund manns fluttu frá Tyrklandi árið 2017, sem er um 42 prósenta aukning á milli ára. Þúsundir hafa sótt um vegabréfsáritanir til Bretlands, Grikklands, Portúgal og Spánar. Þá hefur hælisumsóknum innan Evrópusambandsins fjölgað verulega, samkvæmt sérfræðingum sem NYT ræddi við. Einn þeirra segist telja að um tíu þúsund Tyrkir hafi sótt um sérstaka viðskiptatengda vegabréfsáritun til Bretlands á undanförnum árum. Það sé tvöföldun frá tímabilinu 2004 til 2015. „Spekilekinn er raunverulegur,“ sagði Ibrahim Sirkeci frá Háskólanum í London. Erdogan sjálfur hefur brugðist reiður við fregnum af flutningi eigna frá Tyrklandi. Fyrr á síðasta ári sagði hann þessa hegðun ófyrirgefanlega og óskiljanlega. Grikkland Tyrkland Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Fræðimenn, frumkvöðlar, viðskiptamenn, námsmenn og þúsundir auðugra Tyrkja hafa flúið land á undanförnum árum. Allt þetta fólk tekur með sér eigur sínar og þekkingu og fólksflutningarnir gætu valdið Tyrklandi gífurlegum skaða yfir næstu áratugi. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times, sem rekur spekilekann að miklu leyti til Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, stefnumála hans, ríkisstjórnar og spillingar. Í kjölfar misheppnaðs valdaráns árið 2016 hafi hann látið handtaka og fangelsa þúsundir manna sem hann telji andstæðinga sína og efnahagur ríkisins og gjaldmiðill hefur beðið hnekki.Minnst tólf þúsund auðugir Tyrkir eru sagðir hafa flutt eigur sínar út úr landinu á árunum 2016 og 2017, samkvæmt skýrslu frá AfrAsia Bank. Í skýrslunni segir að flestir hafi flutt til Evrópu eða Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Þar segir einnig að flótti auðugra einstaklinga boði ekki gott fyrir Tyrkland. Sé litið til sögunnar sé það fyrirboði versnandi ástands. Rúmlega 250 þúsund manns fluttu frá Tyrklandi árið 2017, sem er um 42 prósenta aukning á milli ára. Þúsundir hafa sótt um vegabréfsáritanir til Bretlands, Grikklands, Portúgal og Spánar. Þá hefur hælisumsóknum innan Evrópusambandsins fjölgað verulega, samkvæmt sérfræðingum sem NYT ræddi við. Einn þeirra segist telja að um tíu þúsund Tyrkir hafi sótt um sérstaka viðskiptatengda vegabréfsáritun til Bretlands á undanförnum árum. Það sé tvöföldun frá tímabilinu 2004 til 2015. „Spekilekinn er raunverulegur,“ sagði Ibrahim Sirkeci frá Háskólanum í London. Erdogan sjálfur hefur brugðist reiður við fregnum af flutningi eigna frá Tyrklandi. Fyrr á síðasta ári sagði hann þessa hegðun ófyrirgefanlega og óskiljanlega.
Grikkland Tyrkland Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira