Erlent

Rannsaka hvort innanríkisráðherra Trump hafi logið að innri endurskoðendum

Kjartan Kjartansson skrifar
Zinke með Trump forseta á meðan allt lék í lyndi. Trump eru sagður hafa verið ósáttur við Zinke, ekki þó vegna meintra siðabrota ráðherrans.
Zinke með Trump forseta á meðan allt lék í lyndi. Trump eru sagður hafa verið ósáttur við Zinke, ekki þó vegna meintra siðabrota ráðherrans. Vísir/EPA
Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hvort að Ryan Zinke hafi sem innanríkisráðherra logið að fulltrúum innri endurskoðunar ráðuneytis hans. Zinke lét af embætti nýlega í skugga ásakana um misferli.

Innri endurskoðun innanríkisráðuneytisins hefur verið með tvö mál sem tengjast Zinke til skoðunar. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að fulltrúa hennar hafi talið að Zinke hefði logið að þeim og vísað málinu til dómsmálaráðuneytisins til rannsóknar á því hvort að ráðherrann hefði brotið lög.

Tengsl Zinke við fasteignaviðskipti í Montana, heimaríki hans, og aðild hans að mati á fyrirhuguðu spilavíti frumbyggjaættbálka í Connecticut eru viðfangsefni rannsóknar innri endurskoðendanna. Zinke seldi meðal annars land til stórfyrirtækisins Halliburton í heimabæ sínum Whitefish sem endurskoðendur telja að hafi verið mögulegur hagsmunaárekstur hans sem ráðherra.

Talsmaður Zinke segir að hann hafi unnið með endurskoðendunum af fúsum og frjálsum vilja og svarað öllum spurningum þeirra sannleikanum samkvæmt „eftir því sem hann veit best“. Dómsmálaráðuneytið hefði ekki haft samband við hann.


Tengdar fréttir

Bræði og óreiða í Hvíta húsinu

Síðustu dagar í Hvíta húsinu hafa einkennst af mikilli bræði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og óreiðu en von er á miklum sviptingum meðal starfsmanna forsetans.

Trump tilkynnir um fráhvarf innanríkisráðherra

Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun láta af störfum í lok þessa árs. Þetta tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseti í dag og bætti við að arftaki Zinke verði tilkynntur í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×