Íslenski boltinn

Emil: Valur er risa félag á Íslandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emil í viðtalinu í dag.
Emil í viðtalinu í dag. vísir/skjáskot
„Það er frábært að vera kominn aftur og sérstaklega í raðir Vals,“ sagði Emil Lyng, framherji, sem skrifaði undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals í dag.

Valur tilkynnti í dag þrjá nýja leikmenn sem skrifuðu undir samning við liðið. Gary Martin skrifaði undir þriggja ára samning en Emil og landi hans frá Danmörku, Lasse Petry, skrifuðu undir tveggja ára samning.

„Ég veit hvað Valur er sem félag. Þetta er risa félag á Íslandi og vill berjast um titla og í Evrópu svo það er ástæðan fyrir því að ég gekk í raðir Vals.“

Valur hefur styrkt sig vel síðan að tímabilinu lauk en Daninn segir þó að þetta verði enginn göngutúr í garðinum fyrir Val.

„Ég er viss um að önnur félög munu einnig styrkja sig en ég er hér til þess að gera liðið betra og gera leikmennina í kringum mig betri. Við munum berjast um titilinn og vonandi getum við unnið hann.“

Emil spilaði með KA sumarið 2017 og stóð sig mjög vel en ákvað að reyna fyrir sér í Ungverjalandi síðasta sumar. Hann er ánægður að vera kominn aftur.

„Auðvitað er ég ánægður að vera hér því ef ekki þá hefði ég ekki komið hingað aftur. Ég veit meira um íslenskan fótbolta en þegar ég var hjá KA.“

„Ég var aldrei í vafa um að taka þennan mögulega að ganga í raðir Vals,“ en vill hann ekki skora helling af mörkum næsta sumar?

„Auðvitað vill ég gera eins vel og hægt. Það er að skora mörk og gefa stoðsendingar en það eru einnig titlar og velgengi,“ sagði Emil.




Tengdar fréttir

Gary Martin: Valur er betra lið en Lilleström

Gary Martin er nýjasti framherji Íslandsmeistara Vals. Hann segir að það hafi verið tilboð frá öðrum félögum á Íslandi en tilboð Vals hafi staðið upp úr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×