Íslenski boltinn

Valsmenn fá Gary Martin og tvo Dani

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmennirnir þrír eftir undirskrift í dag.
Leikmennirnir þrír eftir undirskrift í dag. vísir/esá
Valsmenn hafa heldur betur styrkt sig fyrir átökin í Pepsi-deild karla en liðið tilkynnti þrjá nýja leikmenn á blaðamannafundi í Origo-höllinni í dag.

Englendingurinn Gary Mary og Danarnir Emil Lyng og Lasse Petry hafa skrifað undir samning við Vals-liðið. Samningur Gary er til þriggja ára en þeirra Emil og Lasse til tveggja.

Gary og Emil þekkja þeir sem hafa fylgst með íslenskum fótbolta. Gary kom fyrst og spilaði með ÍA en síðar meir gerði hann það gott með KR og Víkingi. Gary var síðast á mála hjá Lilleström.

Emil spilaði með KA sumarið 2017 og stóð sig afar vel. Hann spilaði ekki alltaf sem fremsti maður en endaði sem markahæsti maður liðsins með níu mörk. Emil spilaði svo með Szombathelyi í Ungverjalandi.

Lasse kemur frá Lyngby í dönsku B-deildinni en hann ólst upp hjá Nordsjælland. Hann hefur komið við sögu í yngri landsliðum Danmerkur en hann á að baki rúma hundrað leiki í efstu deild þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×