Erlent

Þrælahaldarar í kirkjuathvarfi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Sex Búlgarar, sem nýlega voru dæmdir í nokkurra ára fangelsi fyrir mansal í Svíþjóð, heimsóttu nær daglega athvarf sænsku kirkjunnar í Växjö fyrir heimilislausa og aðra jaðarhópa. Að vetrinum sváfu þrælahaldararnir í athvarfinu ásamt þeim sem þeir höfðu gabbað til Svíþjóðar og sent út á göturnar til að betla um tveggja ára skeið.

Þegar hinir dæmdu, sem sjálfir þóttust vera betlarar, höfðu skutlað þeim sem áttu að betla til hinna ýmsu staða óku þeir aftur í athvarfið, fengu sér kaffi, spiluðu billjard og fóru á netið.

Starfsmenn grunaði að ekki væri allt með felldu en létu lögreglu ekki vita. Nú á að upplýsa starfsmenn betur um þessi mál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×