„Tapið í gær mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 11:30 Mohamed Salah kom inná sem varamaður á móti Wolves. Getty/Chris Brunskill Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sjónvarpsspekingur á Sky Sports, er á því að stuðningsmenn Liverpool ættu bara að vera hálffegnir að detta út úr ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liverpool tapaði þá 2-1 á móti Wolves og er þar með úr leik í báðum bikarkeppnunum á þessu tímabili. Eftir stendur því „aðeins“ eftir enska úrvalsdeildin, þar sem Liverpool er á toppnum, og Meistaradeildin, þar sem Liverpool er komið í sextán liða úrslitin. „Ég lít svo á að þeir séu bara búnir að losna við einn leik. Þeir fá nú tveggja vikna frí í kringum næstu bikarhelgi til að hlaða batteríin fyrir framhaldið,“ sagði Paul Merson í þættinum The Debate á Sky Sports. 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar fara fram helgina 25. til 28. janúar næstkomandi. Liverpool spilar tvo deildarleiki þangað til á móti Brighton & Hove Albion (12. janúar), Crystal Palace (19. janúar). Liðið mætir svo Leicester City ellefu dögum síðar (30. janúar). „Liverpool liðið er í ótrúlegri stöðu til að skrifa söguna og vinna titil sem félagið hefur ekki unnið í 29 ár. Menn mega ekki missa sig og fara dreyma um tvennuna heldur verða menn bara að einbeita sér að deildinni,“ sagði Merson.Liverpool's FA Cup exit "could be the best thing to happen to them", according to Paul Merson. Read: https://t.co/KHo3MbpB7ppic.twitter.com/OSu8gvqiNh — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2019Merson viðurkennir að það sé aldrei gott að tapa tveimur leikjum í röð og það gæti kannski haft áhrif á hugarfar leikmanna Liverpool. Hann hefur samt ekki miklar áhyggjur af því. Aftur á móti sá hann ákveðin merki á lofti í leikmannavali Jürgen Klopp í leiknumk á móti Úlfunum í gærkvöldi. „Liðið tapaði naumlega á móti Man. City, eina besta liðinu í heimi, og gerði svo níu breytingar fyrir þennan leik. Að mínu mati er þetta tap mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool,“ sagði Merson. Liverpool hafði dottið út úr 4. umferð enska bikarsins undanfarin þrjú ár og dettur út í 3. umferðinni í ár. Bikarkeppnin hefur ekki verið keppnin hans Jürgen Klopp. Liverpool vann fjóra bikarleiki og komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili sínu undir stjórn Brendan Rodgers 2014-15 en hefur síðan unnið samanlagt þrjá bikarleiki á fjórum tímabilum undir stjórn Jürgen Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Úlfarnir slógu út Liverpool Fjörugur leikur í kvöld en Liverpool er úr leik. 7. janúar 2019 21:45 Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sjónvarpsspekingur á Sky Sports, er á því að stuðningsmenn Liverpool ættu bara að vera hálffegnir að detta út úr ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liverpool tapaði þá 2-1 á móti Wolves og er þar með úr leik í báðum bikarkeppnunum á þessu tímabili. Eftir stendur því „aðeins“ eftir enska úrvalsdeildin, þar sem Liverpool er á toppnum, og Meistaradeildin, þar sem Liverpool er komið í sextán liða úrslitin. „Ég lít svo á að þeir séu bara búnir að losna við einn leik. Þeir fá nú tveggja vikna frí í kringum næstu bikarhelgi til að hlaða batteríin fyrir framhaldið,“ sagði Paul Merson í þættinum The Debate á Sky Sports. 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar fara fram helgina 25. til 28. janúar næstkomandi. Liverpool spilar tvo deildarleiki þangað til á móti Brighton & Hove Albion (12. janúar), Crystal Palace (19. janúar). Liðið mætir svo Leicester City ellefu dögum síðar (30. janúar). „Liverpool liðið er í ótrúlegri stöðu til að skrifa söguna og vinna titil sem félagið hefur ekki unnið í 29 ár. Menn mega ekki missa sig og fara dreyma um tvennuna heldur verða menn bara að einbeita sér að deildinni,“ sagði Merson.Liverpool's FA Cup exit "could be the best thing to happen to them", according to Paul Merson. Read: https://t.co/KHo3MbpB7ppic.twitter.com/OSu8gvqiNh — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2019Merson viðurkennir að það sé aldrei gott að tapa tveimur leikjum í röð og það gæti kannski haft áhrif á hugarfar leikmanna Liverpool. Hann hefur samt ekki miklar áhyggjur af því. Aftur á móti sá hann ákveðin merki á lofti í leikmannavali Jürgen Klopp í leiknumk á móti Úlfunum í gærkvöldi. „Liðið tapaði naumlega á móti Man. City, eina besta liðinu í heimi, og gerði svo níu breytingar fyrir þennan leik. Að mínu mati er þetta tap mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool,“ sagði Merson. Liverpool hafði dottið út úr 4. umferð enska bikarsins undanfarin þrjú ár og dettur út í 3. umferðinni í ár. Bikarkeppnin hefur ekki verið keppnin hans Jürgen Klopp. Liverpool vann fjóra bikarleiki og komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili sínu undir stjórn Brendan Rodgers 2014-15 en hefur síðan unnið samanlagt þrjá bikarleiki á fjórum tímabilum undir stjórn Jürgen Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Úlfarnir slógu út Liverpool Fjörugur leikur í kvöld en Liverpool er úr leik. 7. janúar 2019 21:45 Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55