„Tapið í gær mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 11:30 Mohamed Salah kom inná sem varamaður á móti Wolves. Getty/Chris Brunskill Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sjónvarpsspekingur á Sky Sports, er á því að stuðningsmenn Liverpool ættu bara að vera hálffegnir að detta út úr ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liverpool tapaði þá 2-1 á móti Wolves og er þar með úr leik í báðum bikarkeppnunum á þessu tímabili. Eftir stendur því „aðeins“ eftir enska úrvalsdeildin, þar sem Liverpool er á toppnum, og Meistaradeildin, þar sem Liverpool er komið í sextán liða úrslitin. „Ég lít svo á að þeir séu bara búnir að losna við einn leik. Þeir fá nú tveggja vikna frí í kringum næstu bikarhelgi til að hlaða batteríin fyrir framhaldið,“ sagði Paul Merson í þættinum The Debate á Sky Sports. 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar fara fram helgina 25. til 28. janúar næstkomandi. Liverpool spilar tvo deildarleiki þangað til á móti Brighton & Hove Albion (12. janúar), Crystal Palace (19. janúar). Liðið mætir svo Leicester City ellefu dögum síðar (30. janúar). „Liverpool liðið er í ótrúlegri stöðu til að skrifa söguna og vinna titil sem félagið hefur ekki unnið í 29 ár. Menn mega ekki missa sig og fara dreyma um tvennuna heldur verða menn bara að einbeita sér að deildinni,“ sagði Merson.Liverpool's FA Cup exit "could be the best thing to happen to them", according to Paul Merson. Read: https://t.co/KHo3MbpB7ppic.twitter.com/OSu8gvqiNh — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2019Merson viðurkennir að það sé aldrei gott að tapa tveimur leikjum í röð og það gæti kannski haft áhrif á hugarfar leikmanna Liverpool. Hann hefur samt ekki miklar áhyggjur af því. Aftur á móti sá hann ákveðin merki á lofti í leikmannavali Jürgen Klopp í leiknumk á móti Úlfunum í gærkvöldi. „Liðið tapaði naumlega á móti Man. City, eina besta liðinu í heimi, og gerði svo níu breytingar fyrir þennan leik. Að mínu mati er þetta tap mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool,“ sagði Merson. Liverpool hafði dottið út úr 4. umferð enska bikarsins undanfarin þrjú ár og dettur út í 3. umferðinni í ár. Bikarkeppnin hefur ekki verið keppnin hans Jürgen Klopp. Liverpool vann fjóra bikarleiki og komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili sínu undir stjórn Brendan Rodgers 2014-15 en hefur síðan unnið samanlagt þrjá bikarleiki á fjórum tímabilum undir stjórn Jürgen Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Úlfarnir slógu út Liverpool Fjörugur leikur í kvöld en Liverpool er úr leik. 7. janúar 2019 21:45 Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sjónvarpsspekingur á Sky Sports, er á því að stuðningsmenn Liverpool ættu bara að vera hálffegnir að detta út úr ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liverpool tapaði þá 2-1 á móti Wolves og er þar með úr leik í báðum bikarkeppnunum á þessu tímabili. Eftir stendur því „aðeins“ eftir enska úrvalsdeildin, þar sem Liverpool er á toppnum, og Meistaradeildin, þar sem Liverpool er komið í sextán liða úrslitin. „Ég lít svo á að þeir séu bara búnir að losna við einn leik. Þeir fá nú tveggja vikna frí í kringum næstu bikarhelgi til að hlaða batteríin fyrir framhaldið,“ sagði Paul Merson í þættinum The Debate á Sky Sports. 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar fara fram helgina 25. til 28. janúar næstkomandi. Liverpool spilar tvo deildarleiki þangað til á móti Brighton & Hove Albion (12. janúar), Crystal Palace (19. janúar). Liðið mætir svo Leicester City ellefu dögum síðar (30. janúar). „Liverpool liðið er í ótrúlegri stöðu til að skrifa söguna og vinna titil sem félagið hefur ekki unnið í 29 ár. Menn mega ekki missa sig og fara dreyma um tvennuna heldur verða menn bara að einbeita sér að deildinni,“ sagði Merson.Liverpool's FA Cup exit "could be the best thing to happen to them", according to Paul Merson. Read: https://t.co/KHo3MbpB7ppic.twitter.com/OSu8gvqiNh — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2019Merson viðurkennir að það sé aldrei gott að tapa tveimur leikjum í röð og það gæti kannski haft áhrif á hugarfar leikmanna Liverpool. Hann hefur samt ekki miklar áhyggjur af því. Aftur á móti sá hann ákveðin merki á lofti í leikmannavali Jürgen Klopp í leiknumk á móti Úlfunum í gærkvöldi. „Liðið tapaði naumlega á móti Man. City, eina besta liðinu í heimi, og gerði svo níu breytingar fyrir þennan leik. Að mínu mati er þetta tap mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool,“ sagði Merson. Liverpool hafði dottið út úr 4. umferð enska bikarsins undanfarin þrjú ár og dettur út í 3. umferðinni í ár. Bikarkeppnin hefur ekki verið keppnin hans Jürgen Klopp. Liverpool vann fjóra bikarleiki og komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili sínu undir stjórn Brendan Rodgers 2014-15 en hefur síðan unnið samanlagt þrjá bikarleiki á fjórum tímabilum undir stjórn Jürgen Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Úlfarnir slógu út Liverpool Fjörugur leikur í kvöld en Liverpool er úr leik. 7. janúar 2019 21:45 Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Sjá meira
Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55