Enski boltinn

Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er yfirleitt mikill hiti þegar þessi félög mætast.
Það er yfirleitt mikill hiti þegar þessi félög mætast. vísir/getty
Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum.

Meistararnir í Chelsea fengu auðveldan drátt en þeir fá annað hvort Sheffield Wednesday eða Luton og City fær heimaleik gegn Jóhanni Berg og félögum í Burnley.

Gylfi Þór Sigurðsson og samherjar í Everton mæta C-deildarliði Millwall á útivelli en stærsta viðureignin er milli Arsenal og Manchester United sem mætast á Emirates.

Fjórðu umferðin verður spiluð síðar í þessum mánuði. Umferðin verður spiluð milli 25. og 28. janúar.

32-liða úrslitin:

Swansea-Gillingham

AFC Wimbledon - West Ham

Millwall - Everton

Shrewsbury/Stoke - Wolves

Newcastle/Blackburn - Watford

Manchester City - Burnley

Brighton - West Brom

Bristol - Bolton

Accrington - Derby/Southampton

Doncaster - Oldham

Chelsea - Sheffield Wednesday/Luton

Arsenal - Manchester United

Middlesbrough - Newport

Barnet - Brentford

Portsmouth - QPR

Crystal Palace - Southampton




Fleiri fréttir

Sjá meira


×