„Tapið í gær mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 11:30 Mohamed Salah kom inná sem varamaður á móti Wolves. Getty/Chris Brunskill Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sjónvarpsspekingur á Sky Sports, er á því að stuðningsmenn Liverpool ættu bara að vera hálffegnir að detta út úr ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liverpool tapaði þá 2-1 á móti Wolves og er þar með úr leik í báðum bikarkeppnunum á þessu tímabili. Eftir stendur því „aðeins“ eftir enska úrvalsdeildin, þar sem Liverpool er á toppnum, og Meistaradeildin, þar sem Liverpool er komið í sextán liða úrslitin. „Ég lít svo á að þeir séu bara búnir að losna við einn leik. Þeir fá nú tveggja vikna frí í kringum næstu bikarhelgi til að hlaða batteríin fyrir framhaldið,“ sagði Paul Merson í þættinum The Debate á Sky Sports. 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar fara fram helgina 25. til 28. janúar næstkomandi. Liverpool spilar tvo deildarleiki þangað til á móti Brighton & Hove Albion (12. janúar), Crystal Palace (19. janúar). Liðið mætir svo Leicester City ellefu dögum síðar (30. janúar). „Liverpool liðið er í ótrúlegri stöðu til að skrifa söguna og vinna titil sem félagið hefur ekki unnið í 29 ár. Menn mega ekki missa sig og fara dreyma um tvennuna heldur verða menn bara að einbeita sér að deildinni,“ sagði Merson.Liverpool's FA Cup exit "could be the best thing to happen to them", according to Paul Merson. Read: https://t.co/KHo3MbpB7ppic.twitter.com/OSu8gvqiNh — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2019Merson viðurkennir að það sé aldrei gott að tapa tveimur leikjum í röð og það gæti kannski haft áhrif á hugarfar leikmanna Liverpool. Hann hefur samt ekki miklar áhyggjur af því. Aftur á móti sá hann ákveðin merki á lofti í leikmannavali Jürgen Klopp í leiknumk á móti Úlfunum í gærkvöldi. „Liðið tapaði naumlega á móti Man. City, eina besta liðinu í heimi, og gerði svo níu breytingar fyrir þennan leik. Að mínu mati er þetta tap mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool,“ sagði Merson. Liverpool hafði dottið út úr 4. umferð enska bikarsins undanfarin þrjú ár og dettur út í 3. umferðinni í ár. Bikarkeppnin hefur ekki verið keppnin hans Jürgen Klopp. Liverpool vann fjóra bikarleiki og komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili sínu undir stjórn Brendan Rodgers 2014-15 en hefur síðan unnið samanlagt þrjá bikarleiki á fjórum tímabilum undir stjórn Jürgen Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Úlfarnir slógu út Liverpool Fjörugur leikur í kvöld en Liverpool er úr leik. 7. janúar 2019 21:45 Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sjónvarpsspekingur á Sky Sports, er á því að stuðningsmenn Liverpool ættu bara að vera hálffegnir að detta út úr ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liverpool tapaði þá 2-1 á móti Wolves og er þar með úr leik í báðum bikarkeppnunum á þessu tímabili. Eftir stendur því „aðeins“ eftir enska úrvalsdeildin, þar sem Liverpool er á toppnum, og Meistaradeildin, þar sem Liverpool er komið í sextán liða úrslitin. „Ég lít svo á að þeir séu bara búnir að losna við einn leik. Þeir fá nú tveggja vikna frí í kringum næstu bikarhelgi til að hlaða batteríin fyrir framhaldið,“ sagði Paul Merson í þættinum The Debate á Sky Sports. 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar fara fram helgina 25. til 28. janúar næstkomandi. Liverpool spilar tvo deildarleiki þangað til á móti Brighton & Hove Albion (12. janúar), Crystal Palace (19. janúar). Liðið mætir svo Leicester City ellefu dögum síðar (30. janúar). „Liverpool liðið er í ótrúlegri stöðu til að skrifa söguna og vinna titil sem félagið hefur ekki unnið í 29 ár. Menn mega ekki missa sig og fara dreyma um tvennuna heldur verða menn bara að einbeita sér að deildinni,“ sagði Merson.Liverpool's FA Cup exit "could be the best thing to happen to them", according to Paul Merson. Read: https://t.co/KHo3MbpB7ppic.twitter.com/OSu8gvqiNh — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2019Merson viðurkennir að það sé aldrei gott að tapa tveimur leikjum í röð og það gæti kannski haft áhrif á hugarfar leikmanna Liverpool. Hann hefur samt ekki miklar áhyggjur af því. Aftur á móti sá hann ákveðin merki á lofti í leikmannavali Jürgen Klopp í leiknumk á móti Úlfunum í gærkvöldi. „Liðið tapaði naumlega á móti Man. City, eina besta liðinu í heimi, og gerði svo níu breytingar fyrir þennan leik. Að mínu mati er þetta tap mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool,“ sagði Merson. Liverpool hafði dottið út úr 4. umferð enska bikarsins undanfarin þrjú ár og dettur út í 3. umferðinni í ár. Bikarkeppnin hefur ekki verið keppnin hans Jürgen Klopp. Liverpool vann fjóra bikarleiki og komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili sínu undir stjórn Brendan Rodgers 2014-15 en hefur síðan unnið samanlagt þrjá bikarleiki á fjórum tímabilum undir stjórn Jürgen Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Úlfarnir slógu út Liverpool Fjörugur leikur í kvöld en Liverpool er úr leik. 7. janúar 2019 21:45 Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55 Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55