„Tapið í gær mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2019 11:30 Mohamed Salah kom inná sem varamaður á móti Wolves. Getty/Chris Brunskill Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sjónvarpsspekingur á Sky Sports, er á því að stuðningsmenn Liverpool ættu bara að vera hálffegnir að detta út úr ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liverpool tapaði þá 2-1 á móti Wolves og er þar með úr leik í báðum bikarkeppnunum á þessu tímabili. Eftir stendur því „aðeins“ eftir enska úrvalsdeildin, þar sem Liverpool er á toppnum, og Meistaradeildin, þar sem Liverpool er komið í sextán liða úrslitin. „Ég lít svo á að þeir séu bara búnir að losna við einn leik. Þeir fá nú tveggja vikna frí í kringum næstu bikarhelgi til að hlaða batteríin fyrir framhaldið,“ sagði Paul Merson í þættinum The Debate á Sky Sports. 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar fara fram helgina 25. til 28. janúar næstkomandi. Liverpool spilar tvo deildarleiki þangað til á móti Brighton & Hove Albion (12. janúar), Crystal Palace (19. janúar). Liðið mætir svo Leicester City ellefu dögum síðar (30. janúar). „Liverpool liðið er í ótrúlegri stöðu til að skrifa söguna og vinna titil sem félagið hefur ekki unnið í 29 ár. Menn mega ekki missa sig og fara dreyma um tvennuna heldur verða menn bara að einbeita sér að deildinni,“ sagði Merson.Liverpool's FA Cup exit "could be the best thing to happen to them", according to Paul Merson. Read: https://t.co/KHo3MbpB7ppic.twitter.com/OSu8gvqiNh — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2019Merson viðurkennir að það sé aldrei gott að tapa tveimur leikjum í röð og það gæti kannski haft áhrif á hugarfar leikmanna Liverpool. Hann hefur samt ekki miklar áhyggjur af því. Aftur á móti sá hann ákveðin merki á lofti í leikmannavali Jürgen Klopp í leiknumk á móti Úlfunum í gærkvöldi. „Liðið tapaði naumlega á móti Man. City, eina besta liðinu í heimi, og gerði svo níu breytingar fyrir þennan leik. Að mínu mati er þetta tap mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool,“ sagði Merson. Liverpool hafði dottið út úr 4. umferð enska bikarsins undanfarin þrjú ár og dettur út í 3. umferðinni í ár. Bikarkeppnin hefur ekki verið keppnin hans Jürgen Klopp. Liverpool vann fjóra bikarleiki og komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili sínu undir stjórn Brendan Rodgers 2014-15 en hefur síðan unnið samanlagt þrjá bikarleiki á fjórum tímabilum undir stjórn Jürgen Klopp. Enski boltinn Tengdar fréttir Úlfarnir slógu út Liverpool Fjörugur leikur í kvöld en Liverpool er úr leik. 7. janúar 2019 21:45 Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sjónvarpsspekingur á Sky Sports, er á því að stuðningsmenn Liverpool ættu bara að vera hálffegnir að detta út úr ensku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Liverpool tapaði þá 2-1 á móti Wolves og er þar með úr leik í báðum bikarkeppnunum á þessu tímabili. Eftir stendur því „aðeins“ eftir enska úrvalsdeildin, þar sem Liverpool er á toppnum, og Meistaradeildin, þar sem Liverpool er komið í sextán liða úrslitin. „Ég lít svo á að þeir séu bara búnir að losna við einn leik. Þeir fá nú tveggja vikna frí í kringum næstu bikarhelgi til að hlaða batteríin fyrir framhaldið,“ sagði Paul Merson í þættinum The Debate á Sky Sports. 32 liða úrslit ensku bikarkeppninnar fara fram helgina 25. til 28. janúar næstkomandi. Liverpool spilar tvo deildarleiki þangað til á móti Brighton & Hove Albion (12. janúar), Crystal Palace (19. janúar). Liðið mætir svo Leicester City ellefu dögum síðar (30. janúar). „Liverpool liðið er í ótrúlegri stöðu til að skrifa söguna og vinna titil sem félagið hefur ekki unnið í 29 ár. Menn mega ekki missa sig og fara dreyma um tvennuna heldur verða menn bara að einbeita sér að deildinni,“ sagði Merson.Liverpool's FA Cup exit "could be the best thing to happen to them", according to Paul Merson. Read: https://t.co/KHo3MbpB7ppic.twitter.com/OSu8gvqiNh — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 8, 2019Merson viðurkennir að það sé aldrei gott að tapa tveimur leikjum í röð og það gæti kannski haft áhrif á hugarfar leikmanna Liverpool. Hann hefur samt ekki miklar áhyggjur af því. Aftur á móti sá hann ákveðin merki á lofti í leikmannavali Jürgen Klopp í leiknumk á móti Úlfunum í gærkvöldi. „Liðið tapaði naumlega á móti Man. City, eina besta liðinu í heimi, og gerði svo níu breytingar fyrir þennan leik. Að mínu mati er þetta tap mögulega það besta sem gat komið fyrir Liverpool,“ sagði Merson. Liverpool hafði dottið út úr 4. umferð enska bikarsins undanfarin þrjú ár og dettur út í 3. umferðinni í ár. Bikarkeppnin hefur ekki verið keppnin hans Jürgen Klopp. Liverpool vann fjóra bikarleiki og komst í undanúrslit ensku bikarkeppninnar á síðasta tímabili sínu undir stjórn Brendan Rodgers 2014-15 en hefur síðan unnið samanlagt þrjá bikarleiki á fjórum tímabilum undir stjórn Jürgen Klopp.
Enski boltinn Tengdar fréttir Úlfarnir slógu út Liverpool Fjörugur leikur í kvöld en Liverpool er úr leik. 7. janúar 2019 21:45 Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Fleiri fréttir Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Liverpool með fullt hús stiga Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Sjá meira
Dregið í 32-liða úrslit enska bikarsins: Arsenal og United mætast Dregið var í fjórðu umferð enska bikarsins í kvöld en fjórtán af tuttugu liðunum í úrvalsdeildinni voru enn í pottinum. 7. janúar 2019 21:55
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn