Knattspyrnumenn líklegri til að deyja af völdum heilabilunar en aðrir Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 12:29 Tengsl heilabilunar við höfuðhögg í íþróttum hafa mikið verið rædd undanfarið. Í knattspyrnu skalla leikmenn boltann reglulega. Vísir/EPA Fyrrverandi knattspyrnumenn og þrisvar og hálfu sinni líklegri til að láta lífið af völdum heilabilunar en annað fólk á sama aldri. Rannsóknin tengist áhyggjum af því að ítrekuð höfuðhögg í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum geti valdið varanlegum heilaskaða í íþróttafólki. Vísindamenn við Háskólann í Glasgow báru tæplega 7.780 látna fyrrverandi atvinnuknattspyrnumenn sem höfðu leikið á Skotlandi á árunum 1900 til 1976 saman við um 23.000 almenna borgara. Niðurstaðan var að þeir voru töluvert líklegri til að láta lífið vegna heilabilunar en aðrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Knattspyrnusamband Englands og Félag atvinnuknattspyrnumanna á Bretlandi létu gera rannsóknina. Willie Stewart, taugalæknir, sem leiddi rannsóknina segir að í ljós hafi komið að fyrrverandi knattspyrnumennirnir hafi verið allt að fimmfalt líklegri til að fá Alzheimers, fjórfalt líklegri til að fá hreyfitaugungahrörnun og tvöfalt líklegri til að á Parkinson en fólk almennt. Ákveðið var að ráðast í rannsókn af þessu tagi vegna fullyrðinga um að andlát Jeff Astle, fyrrverandi framherji West Bromwich Albion, árið 2002 hafi mátt rekja til ítrekaðra höfuðhögga þegar hann skallaði þungan leðurbolta. Astle var 59 ára gamall þegar hann lést og hafði þjáðst af vitglöpum. Hann reyndist hafa orðið fyrir heilaskemmdum. Þrátt fyrir að rannsóknin nú hafi leitt í ljós auknar líkur knattspyrnumanna á heilabilun sýndi hún einnig að lífslíkur knattspyrnumannanna í heild voru meiri en samanburðarhópsins. Heilaskaði vegna höfuðhögga í íþróttum hefur einnig verið mikið ræddur vestanhafs í tengslum við bandarískan ruðning. Þar hafa fyrrverandi ruðningsmenn látið lífið fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Áhersla á að fylgjast með heilahristingi í keppnisíþróttum getur leitt til þess að litið sé fram hjá þeim sem fá vægari höfuðhogg. Þau eru talin raunveruleg orsök CTE-heilakvillans 19. janúar 2018 11:33 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Fyrrverandi knattspyrnumenn og þrisvar og hálfu sinni líklegri til að láta lífið af völdum heilabilunar en annað fólk á sama aldri. Rannsóknin tengist áhyggjum af því að ítrekuð höfuðhögg í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum geti valdið varanlegum heilaskaða í íþróttafólki. Vísindamenn við Háskólann í Glasgow báru tæplega 7.780 látna fyrrverandi atvinnuknattspyrnumenn sem höfðu leikið á Skotlandi á árunum 1900 til 1976 saman við um 23.000 almenna borgara. Niðurstaðan var að þeir voru töluvert líklegri til að láta lífið vegna heilabilunar en aðrir, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Knattspyrnusamband Englands og Félag atvinnuknattspyrnumanna á Bretlandi létu gera rannsóknina. Willie Stewart, taugalæknir, sem leiddi rannsóknina segir að í ljós hafi komið að fyrrverandi knattspyrnumennirnir hafi verið allt að fimmfalt líklegri til að fá Alzheimers, fjórfalt líklegri til að fá hreyfitaugungahrörnun og tvöfalt líklegri til að á Parkinson en fólk almennt. Ákveðið var að ráðast í rannsókn af þessu tagi vegna fullyrðinga um að andlát Jeff Astle, fyrrverandi framherji West Bromwich Albion, árið 2002 hafi mátt rekja til ítrekaðra höfuðhögga þegar hann skallaði þungan leðurbolta. Astle var 59 ára gamall þegar hann lést og hafði þjáðst af vitglöpum. Hann reyndist hafa orðið fyrir heilaskemmdum. Þrátt fyrir að rannsóknin nú hafi leitt í ljós auknar líkur knattspyrnumanna á heilabilun sýndi hún einnig að lífslíkur knattspyrnumannanna í heild voru meiri en samanburðarhópsins. Heilaskaði vegna höfuðhögga í íþróttum hefur einnig verið mikið ræddur vestanhafs í tengslum við bandarískan ruðning. Þar hafa fyrrverandi ruðningsmenn látið lífið fyrir aldur fram vegna taugahrörnunar sem tengd hefur verið við höfuðhögg.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Áhersla á að fylgjast með heilahristingi í keppnisíþróttum getur leitt til þess að litið sé fram hjá þeim sem fá vægari höfuðhogg. Þau eru talin raunveruleg orsök CTE-heilakvillans 19. janúar 2018 11:33 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Höfuðhögg frekar en heilahristingur sem valda heilakvilla Áhersla á að fylgjast með heilahristingi í keppnisíþróttum getur leitt til þess að litið sé fram hjá þeim sem fá vægari höfuðhogg. Þau eru talin raunveruleg orsök CTE-heilakvillans 19. janúar 2018 11:33