Vildi myrða Demókrata og fjölmiðlamenn Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. febrúar 2019 08:45 Hér má sjá vopnabúr Hasson. Vísir/AP Christopher Paul Hasson, yfirmaður í Strandgæslu Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn og er grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk í heimalandi sínu. Lögreglan komst á snoðir um ráðabruggið og þegar húsleit var gerð heima hjá manninum, sem býr í Maryland, fannst heilt vopnabúr með fjölda riffla og smærri skotvopna. Hann var ákærður fyrir vegna brota á fíkniefnalöggjöf og skotvopnalöggjöf en saksóknarar í Maryland segja þær ákærur einungis „toppinn á ísjakanum“.Hasson, sem segist vera Hvítur Þjóðernissinni hafði samið lista af fólki sem hann ætlaði að ráðast gegn og var þar um að ræða framámenn í Demókrataflokknum bandaríska og fjölmiðlamenn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Alls fundust fimmtán skotvopn á heimili Hasson og minnst þúsund byssukúlur. Þá fannst einnig mikið magn stera. Hann er sagður hafa dáðst mjög að norska morðingjanum Anders Behring Breivik en óljóst er hvað fólst í áætlunum hans eða hversu langt þær voru komnar þegar hann var handtekinn. Hann hafði einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi. „Ég lít til Rússlands með vonaraugum eða annarra landa sem fyrirlíta vestrænt frjálslyndi,“ skrifaði Hasson.Vildi verða sér út um efnavopn Hasson skrifaði annan tölvupóst þar sem hann tók saman lista sinn yfir skotmörk og ræddi meðal annars efnavopnaárás. Hvernig hann gæti útvegað sér efnavopn eða hráefni til að framleiða efnavopn. Í tölvupóstinum skrifaði hann einnig að hann dreymdi um að myrða næstum því alla jarðarbúa. Hann skrifaði einnig tölvupóst til leiðtoga nýnasistasamtaka þar sem hann sagðist hafa verið þjóðernissinni í rúm 30 ár og hvatti hann til „hnitmiðaðs ofbeldis“ til að skapa „hvítt heimaland“. Saksóknarar segja að netsaga Hasson sýni að hann hafi meðal annars leitað að upplýsingum um hvaða Demókratar þættu frjálslyndastir, hvort þeir nytu verndar lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna (Secret Service) og hvort Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna nytu mikillar verndar. Þá skoðaði hann mikið af bókmenntum sem lofa Rússland og nýnasisma. Meðal þeirra sem voru á lista hans, sem hann skrifaði í Excel, voru Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Schumer leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Kirsten Gillibrand, Elizabeth Warren og Cory Booker, en öll þrjú eru þingmenn og sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Á listanum mátti einnig finna John Podesta framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez þingkonu, Maxine Waters þingkonu, Beto O‘Rourke forsetaframbjóðanda, og nöfn fjölmiðlamannanna Chris Hayes, Joe Scarboroguh, Chris Cuomo og Van Jones. Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Christopher Paul Hasson, yfirmaður í Strandgæslu Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn og er grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk í heimalandi sínu. Lögreglan komst á snoðir um ráðabruggið og þegar húsleit var gerð heima hjá manninum, sem býr í Maryland, fannst heilt vopnabúr með fjölda riffla og smærri skotvopna. Hann var ákærður fyrir vegna brota á fíkniefnalöggjöf og skotvopnalöggjöf en saksóknarar í Maryland segja þær ákærur einungis „toppinn á ísjakanum“.Hasson, sem segist vera Hvítur Þjóðernissinni hafði samið lista af fólki sem hann ætlaði að ráðast gegn og var þar um að ræða framámenn í Demókrataflokknum bandaríska og fjölmiðlamenn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Alls fundust fimmtán skotvopn á heimili Hasson og minnst þúsund byssukúlur. Þá fannst einnig mikið magn stera. Hann er sagður hafa dáðst mjög að norska morðingjanum Anders Behring Breivik en óljóst er hvað fólst í áætlunum hans eða hversu langt þær voru komnar þegar hann var handtekinn. Hann hafði einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi. „Ég lít til Rússlands með vonaraugum eða annarra landa sem fyrirlíta vestrænt frjálslyndi,“ skrifaði Hasson.Vildi verða sér út um efnavopn Hasson skrifaði annan tölvupóst þar sem hann tók saman lista sinn yfir skotmörk og ræddi meðal annars efnavopnaárás. Hvernig hann gæti útvegað sér efnavopn eða hráefni til að framleiða efnavopn. Í tölvupóstinum skrifaði hann einnig að hann dreymdi um að myrða næstum því alla jarðarbúa. Hann skrifaði einnig tölvupóst til leiðtoga nýnasistasamtaka þar sem hann sagðist hafa verið þjóðernissinni í rúm 30 ár og hvatti hann til „hnitmiðaðs ofbeldis“ til að skapa „hvítt heimaland“. Saksóknarar segja að netsaga Hasson sýni að hann hafi meðal annars leitað að upplýsingum um hvaða Demókratar þættu frjálslyndastir, hvort þeir nytu verndar lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna (Secret Service) og hvort Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna nytu mikillar verndar. Þá skoðaði hann mikið af bókmenntum sem lofa Rússland og nýnasisma. Meðal þeirra sem voru á lista hans, sem hann skrifaði í Excel, voru Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Schumer leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Kirsten Gillibrand, Elizabeth Warren og Cory Booker, en öll þrjú eru þingmenn og sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Á listanum mátti einnig finna John Podesta framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez þingkonu, Maxine Waters þingkonu, Beto O‘Rourke forsetaframbjóðanda, og nöfn fjölmiðlamannanna Chris Hayes, Joe Scarboroguh, Chris Cuomo og Van Jones.
Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira