Vildi myrða Demókrata og fjölmiðlamenn Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. febrúar 2019 08:45 Hér má sjá vopnabúr Hasson. Vísir/AP Christopher Paul Hasson, yfirmaður í Strandgæslu Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn og er grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk í heimalandi sínu. Lögreglan komst á snoðir um ráðabruggið og þegar húsleit var gerð heima hjá manninum, sem býr í Maryland, fannst heilt vopnabúr með fjölda riffla og smærri skotvopna. Hann var ákærður fyrir vegna brota á fíkniefnalöggjöf og skotvopnalöggjöf en saksóknarar í Maryland segja þær ákærur einungis „toppinn á ísjakanum“.Hasson, sem segist vera Hvítur Þjóðernissinni hafði samið lista af fólki sem hann ætlaði að ráðast gegn og var þar um að ræða framámenn í Demókrataflokknum bandaríska og fjölmiðlamenn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Alls fundust fimmtán skotvopn á heimili Hasson og minnst þúsund byssukúlur. Þá fannst einnig mikið magn stera. Hann er sagður hafa dáðst mjög að norska morðingjanum Anders Behring Breivik en óljóst er hvað fólst í áætlunum hans eða hversu langt þær voru komnar þegar hann var handtekinn. Hann hafði einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi. „Ég lít til Rússlands með vonaraugum eða annarra landa sem fyrirlíta vestrænt frjálslyndi,“ skrifaði Hasson.Vildi verða sér út um efnavopn Hasson skrifaði annan tölvupóst þar sem hann tók saman lista sinn yfir skotmörk og ræddi meðal annars efnavopnaárás. Hvernig hann gæti útvegað sér efnavopn eða hráefni til að framleiða efnavopn. Í tölvupóstinum skrifaði hann einnig að hann dreymdi um að myrða næstum því alla jarðarbúa. Hann skrifaði einnig tölvupóst til leiðtoga nýnasistasamtaka þar sem hann sagðist hafa verið þjóðernissinni í rúm 30 ár og hvatti hann til „hnitmiðaðs ofbeldis“ til að skapa „hvítt heimaland“. Saksóknarar segja að netsaga Hasson sýni að hann hafi meðal annars leitað að upplýsingum um hvaða Demókratar þættu frjálslyndastir, hvort þeir nytu verndar lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna (Secret Service) og hvort Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna nytu mikillar verndar. Þá skoðaði hann mikið af bókmenntum sem lofa Rússland og nýnasisma. Meðal þeirra sem voru á lista hans, sem hann skrifaði í Excel, voru Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Schumer leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Kirsten Gillibrand, Elizabeth Warren og Cory Booker, en öll þrjú eru þingmenn og sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Á listanum mátti einnig finna John Podesta framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez þingkonu, Maxine Waters þingkonu, Beto O‘Rourke forsetaframbjóðanda, og nöfn fjölmiðlamannanna Chris Hayes, Joe Scarboroguh, Chris Cuomo og Van Jones. Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Christopher Paul Hasson, yfirmaður í Strandgæslu Bandaríkjanna, hefur verið handtekinn og er grunaður um að leggja á ráðin um hryðjuverk í heimalandi sínu. Lögreglan komst á snoðir um ráðabruggið og þegar húsleit var gerð heima hjá manninum, sem býr í Maryland, fannst heilt vopnabúr með fjölda riffla og smærri skotvopna. Hann var ákærður fyrir vegna brota á fíkniefnalöggjöf og skotvopnalöggjöf en saksóknarar í Maryland segja þær ákærur einungis „toppinn á ísjakanum“.Hasson, sem segist vera Hvítur Þjóðernissinni hafði samið lista af fólki sem hann ætlaði að ráðast gegn og var þar um að ræða framámenn í Demókrataflokknum bandaríska og fjölmiðlamenn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Alls fundust fimmtán skotvopn á heimili Hasson og minnst þúsund byssukúlur. Þá fannst einnig mikið magn stera. Hann er sagður hafa dáðst mjög að norska morðingjanum Anders Behring Breivik en óljóst er hvað fólst í áætlunum hans eða hversu langt þær voru komnar þegar hann var handtekinn. Hann hafði einnig lýst yfir aðdáun sinni á Rússlandi. „Ég lít til Rússlands með vonaraugum eða annarra landa sem fyrirlíta vestrænt frjálslyndi,“ skrifaði Hasson.Vildi verða sér út um efnavopn Hasson skrifaði annan tölvupóst þar sem hann tók saman lista sinn yfir skotmörk og ræddi meðal annars efnavopnaárás. Hvernig hann gæti útvegað sér efnavopn eða hráefni til að framleiða efnavopn. Í tölvupóstinum skrifaði hann einnig að hann dreymdi um að myrða næstum því alla jarðarbúa. Hann skrifaði einnig tölvupóst til leiðtoga nýnasistasamtaka þar sem hann sagðist hafa verið þjóðernissinni í rúm 30 ár og hvatti hann til „hnitmiðaðs ofbeldis“ til að skapa „hvítt heimaland“. Saksóknarar segja að netsaga Hasson sýni að hann hafi meðal annars leitað að upplýsingum um hvaða Demókratar þættu frjálslyndastir, hvort þeir nytu verndar lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna (Secret Service) og hvort Hæstaréttardómarar Bandaríkjanna nytu mikillar verndar. Þá skoðaði hann mikið af bókmenntum sem lofa Rússland og nýnasisma. Meðal þeirra sem voru á lista hans, sem hann skrifaði í Excel, voru Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Chuck Schumer leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Kirsten Gillibrand, Elizabeth Warren og Cory Booker, en öll þrjú eru þingmenn og sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2020. Á listanum mátti einnig finna John Podesta framkvæmdastjóra forsetaframboðs Hillary Clinton, Alexandria Ocasio-Cortez þingkonu, Maxine Waters þingkonu, Beto O‘Rourke forsetaframbjóðanda, og nöfn fjölmiðlamannanna Chris Hayes, Joe Scarboroguh, Chris Cuomo og Van Jones.
Bandaríkin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent