Ein mikilvægasta eiginkonan í ISIS hefur aðstoðað við að hafa hendur í hári Baghdadi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. maí 2019 23:30 Abu Bakr al-Baghdadi sést hér í einu áróðursmyndbanda ISIS. Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn háttsettasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þetta kemur fram í viðtali Guardian við Umm Sayyaf sem tekið var við hana í fangelsi í borginni Erbil í Írak. Dómstóll í Írak hefur dæmt Sayyaf til dauða fyrir glæpi sína með ISIS. Hún er meðal annars sökuð um að hafa átt þátt í að taka bandaríska hjálparstarfsmanninn Kaylu Mueller höndum. Talið er að Mueller hafi látið lífið þegar hún var í haldi ISIS og hafa bandarísk stjórnvöld haldið því fram að Baghdadi hafi ítrekað nauðgað henni.Með meiri tengsl við leiðtogann en allar aðrar konur innan ISIS Umm Sayyaf var handtekin í Sýrlandi fyrir fjórum árum í árás Bandaríkjahers. Eiginmaður hennar, sem þá var olíumálaráðherra ISIS, var myrtur í árásinni. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Baghdadi og háttsettur innan samtakanna þegar hann dó. Hjónaband Sayyaf og önnur fjölskyldutengsl hennar við æðstu menn í ISIS gerðu það að verkum að hún hefur átt í mun meiri samskiptum við leiðtogann Baghdadi en allar aðrar konur innan samtakanna. Henni er lýst sem einni mikilvægustu eiginkonunni innan ISIS og sem slík hafði hún aðgang að fundum og samræðum leiðtoganna auk þess sem hún var stundum viðstödd þegar tekinn var upp áróður með Baghdadi heima hjá henni og eiginmanni hennar.Lá yfir kortum og ljósmyndum í marga klukkutíma með Bandaríkjamönnum Í febrúar 2016 bar Sayyaf kennsl á hús í Mosul í Írak þar sem talið var að Baghdadi væri. Bandaríski herinn kom þá í veg fyrir að gerð væri loftárás á húsið af ótta við að fjölmargir óbreyttir borgarar myndu láta lífið í árásinni. Herinn viðurkenndi síðar að allar líkur væru á að Baghdadi hefði verið innan dyra. „Ég sagði þeim hvar húsið var. Ég vissi að hann væri þar því þetta var eitt af húsunum sem hann hafði til umráða og einn af stöðunum þar sem honum leið hvað best,“ segir Sayyaf. Fyrst eftir að hún var handtekin árið 2015 neitaði hún að vinna með Bandaríkjamönnum og Kúrdum. Í byrjun árs 2016 fór hún hins vegar að ljóstra upp um ýmis leyndarmál ISIS og þá meðal annars hvernig Baghdadi hegðar sér og fer um. Sayyaf grúfði sig yfir kort og ljósmyndir í marga klukkutíma sem lágu á borði fyrir framan hana en með henni í herberginu voru Bandaríkjamenn. „Þeir voru kurteisir og klæddir borgaralega. Ég sýndi þeim allt sem ég veit,“ segir Sayyaf.Telur að Baghdadi hafi farið yfir til Írak Háttsettur embættismaður innan leyniþjónustu Kúrda lýsti samstarfinu við Sayyaf á þann hátt að hún hefði gefið mjög skýra mynd af fjölskyldu Baghdadi og fólkinu sem skipti hann mestu máli. „Við fengum vitneskju um eiginkonur hans og annað fólk sem stendur honum nærri. Það hefur nýst okkur vel. Hún hefur borið kennsl á fjölda fólks og lýst því fyrir okkur hvaða ábyrgð hver og einn ber,“ er haft eftir kúrdíska leyniþjónustumanninum á vef Guardian. Sayyaf telur að Baghdadi hafi farið frá Sýrlandi til heimalands síns, Íraks. Hún segir að honum hafi aldrei liðið vel í Sýrlandi og að honum hafi þótt hann öruggari í Írak. Írak Sýrland Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Umm Sayyaf, eiginkona Abu Sayyaf, sem lengi var einn háttsettasti liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, hefur aðstoðað bandarísku leyniþjónustuna, CIA, sem og leyniþjónustu Kúrda, við það að hafa hendur í hári Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Þetta kemur fram í viðtali Guardian við Umm Sayyaf sem tekið var við hana í fangelsi í borginni Erbil í Írak. Dómstóll í Írak hefur dæmt Sayyaf til dauða fyrir glæpi sína með ISIS. Hún er meðal annars sökuð um að hafa átt þátt í að taka bandaríska hjálparstarfsmanninn Kaylu Mueller höndum. Talið er að Mueller hafi látið lífið þegar hún var í haldi ISIS og hafa bandarísk stjórnvöld haldið því fram að Baghdadi hafi ítrekað nauðgað henni.Með meiri tengsl við leiðtogann en allar aðrar konur innan ISIS Umm Sayyaf var handtekin í Sýrlandi fyrir fjórum árum í árás Bandaríkjahers. Eiginmaður hennar, sem þá var olíumálaráðherra ISIS, var myrtur í árásinni. Hann var einn nánasti samstarfsmaður Baghdadi og háttsettur innan samtakanna þegar hann dó. Hjónaband Sayyaf og önnur fjölskyldutengsl hennar við æðstu menn í ISIS gerðu það að verkum að hún hefur átt í mun meiri samskiptum við leiðtogann Baghdadi en allar aðrar konur innan samtakanna. Henni er lýst sem einni mikilvægustu eiginkonunni innan ISIS og sem slík hafði hún aðgang að fundum og samræðum leiðtoganna auk þess sem hún var stundum viðstödd þegar tekinn var upp áróður með Baghdadi heima hjá henni og eiginmanni hennar.Lá yfir kortum og ljósmyndum í marga klukkutíma með Bandaríkjamönnum Í febrúar 2016 bar Sayyaf kennsl á hús í Mosul í Írak þar sem talið var að Baghdadi væri. Bandaríski herinn kom þá í veg fyrir að gerð væri loftárás á húsið af ótta við að fjölmargir óbreyttir borgarar myndu láta lífið í árásinni. Herinn viðurkenndi síðar að allar líkur væru á að Baghdadi hefði verið innan dyra. „Ég sagði þeim hvar húsið var. Ég vissi að hann væri þar því þetta var eitt af húsunum sem hann hafði til umráða og einn af stöðunum þar sem honum leið hvað best,“ segir Sayyaf. Fyrst eftir að hún var handtekin árið 2015 neitaði hún að vinna með Bandaríkjamönnum og Kúrdum. Í byrjun árs 2016 fór hún hins vegar að ljóstra upp um ýmis leyndarmál ISIS og þá meðal annars hvernig Baghdadi hegðar sér og fer um. Sayyaf grúfði sig yfir kort og ljósmyndir í marga klukkutíma sem lágu á borði fyrir framan hana en með henni í herberginu voru Bandaríkjamenn. „Þeir voru kurteisir og klæddir borgaralega. Ég sýndi þeim allt sem ég veit,“ segir Sayyaf.Telur að Baghdadi hafi farið yfir til Írak Háttsettur embættismaður innan leyniþjónustu Kúrda lýsti samstarfinu við Sayyaf á þann hátt að hún hefði gefið mjög skýra mynd af fjölskyldu Baghdadi og fólkinu sem skipti hann mestu máli. „Við fengum vitneskju um eiginkonur hans og annað fólk sem stendur honum nærri. Það hefur nýst okkur vel. Hún hefur borið kennsl á fjölda fólks og lýst því fyrir okkur hvaða ábyrgð hver og einn ber,“ er haft eftir kúrdíska leyniþjónustumanninum á vef Guardian. Sayyaf telur að Baghdadi hafi farið frá Sýrlandi til heimalands síns, Íraks. Hún segir að honum hafi aldrei liðið vel í Sýrlandi og að honum hafi þótt hann öruggari í Írak.
Írak Sýrland Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira