Breyta Facebook Live vegna árásanna í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2019 11:59 Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. AP/Richard Drew Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að „valda skaða eða dreifa hatri“. Breytingarnar eru til komnar vegna hryðjuverkaárásanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi þar sem maður sýndi frá því þegar hann skaut tugi manna til bana í beinni útsendingu á Facebook. Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. Það er nóg að brjóta einu sinni gegn skilmálum Facebook til að fá bann. Þar að auki kemur fram í bloggfærslu, sem Guy Rosen, einn af æðstu yfirmönnum Facebook , skrifar undir, að fyrirtækið sé að vinna að þróun aðferða til að finna breyttar útgáfur af bönnuðum myndböndum og taka þær úr birtingu.Sjá einnig: Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á FacebookÞað gerðist ítrekað í kjölfar árásanna í Christchurch. Þó upprunalega myndbandið hafi verið tekið út var því dreift ítrekað og fengu breyttar útgáfur af því að vera lengi uppi á samfélagsmiðlinum. Þó er vert að taka fram að Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir það hve langan tíma það tók að fjarlægja upprunalega myndbandið. Vegna þessa hefur Facebook varið 7,5 milljónum dala til rannsóknarverkefna með þremur háskólum til að bæta tækni fyrirtækisins til að greina myndir og myndbönd sjálfkrafa, svo hægt sé að fjarlægja þau án tafa.Sjá einnig: Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi FacebookÍ færslu Facebook segir að yfirgnæfandi meirihluti notenda samfélagsmiðilsins fylgi reglum hans eftir. Hins vegar sé hægt að misnota beinu útsendingarnar. Eftir breytingarnar er nóg að fremja eitt brot gegn alvarlegustu reglum Facebook til að geta ekki verið með beinar útsendingar í tiltekinn tíma og eru 30 dagar nefndir. Sem dæmi segir að ef einhver deili áróðri öfga- eða hryðjuverkamanna án samhengis geti hinn sami ekki verið með beinar útsendingar um tíma. Seinna meir mun bannið einnig fela í sér að umræddir aðilar geti ekki keypt auglýsingar. Bannið á einnig við nýja stefnu Facebook varðandi hættulega aðila og stofnanir sem leiddi til þess að Alex Jones og aðrir umdeildir aðilar voru bannaðir frá Facebook fyrr í þessum mánuði.Sjá einnig: Facebook bannar „hættulega“ öfgamennAllir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jacinda Adern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að um gott „fyrsta skref“ sé að ræða, samkvæmt BBC. Hún mun stýra ráðstefnu með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París um helgina þar sem fjallað verður um öfga á internetinu. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að samræma alþjóðlegar aðgerðir svo hægt verði að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi og jafnvel ýta undir hryðjuverk. Leiðtogar frá Evrópu, Kanada og Mið-Austurlöndum munu sækja ráðstefnuna auk forsvarsmanna samfélagsmiðlafyrirtækja eins og Facebook, Google og Twitter. Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Facebook hefur gert breytingar á Facebook Live til að reyna að draga úr því að þjónusta fyrirtækisins sé notuð til að „valda skaða eða dreifa hatri“. Breytingarnar eru til komnar vegna hryðjuverkaárásanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi þar sem maður sýndi frá því þegar hann skaut tugi manna til bana í beinni útsendingu á Facebook. Með breytingunum verður aðilum sem hafa brotið gegn tilteknum reglum samfélagsmiðilsins meinað að vera með beinar útsendingar í tiltekinn tíma. Það er nóg að brjóta einu sinni gegn skilmálum Facebook til að fá bann. Þar að auki kemur fram í bloggfærslu, sem Guy Rosen, einn af æðstu yfirmönnum Facebook , skrifar undir, að fyrirtækið sé að vinna að þróun aðferða til að finna breyttar útgáfur af bönnuðum myndböndum og taka þær úr birtingu.Sjá einnig: Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á FacebookÞað gerðist ítrekað í kjölfar árásanna í Christchurch. Þó upprunalega myndbandið hafi verið tekið út var því dreift ítrekað og fengu breyttar útgáfur af því að vera lengi uppi á samfélagsmiðlinum. Þó er vert að taka fram að Facebook hefur verið gagnrýnt fyrir það hve langan tíma það tók að fjarlægja upprunalega myndbandið. Vegna þessa hefur Facebook varið 7,5 milljónum dala til rannsóknarverkefna með þremur háskólum til að bæta tækni fyrirtækisins til að greina myndir og myndbönd sjálfkrafa, svo hægt sé að fjarlægja þau án tafa.Sjá einnig: Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi FacebookÍ færslu Facebook segir að yfirgnæfandi meirihluti notenda samfélagsmiðilsins fylgi reglum hans eftir. Hins vegar sé hægt að misnota beinu útsendingarnar. Eftir breytingarnar er nóg að fremja eitt brot gegn alvarlegustu reglum Facebook til að geta ekki verið með beinar útsendingar í tiltekinn tíma og eru 30 dagar nefndir. Sem dæmi segir að ef einhver deili áróðri öfga- eða hryðjuverkamanna án samhengis geti hinn sami ekki verið með beinar útsendingar um tíma. Seinna meir mun bannið einnig fela í sér að umræddir aðilar geti ekki keypt auglýsingar. Bannið á einnig við nýja stefnu Facebook varðandi hættulega aðila og stofnanir sem leiddi til þess að Alex Jones og aðrir umdeildir aðilar voru bannaðir frá Facebook fyrr í þessum mánuði.Sjá einnig: Facebook bannar „hættulega“ öfgamennAllir eiga þeir sem voru bannaðir það sameiginlegt að hafa dreift efni sem talið hefur verið hatursáróður, kynþáttahatur eða gyðingahatur. Facebook segir að fólkið hafi brotið gegn skilmálum miðilsins. Einstaklingar og stofnanir sem boði ofbeldi eða hatur hafi alltaf verið bannaðar á Facebook. Jacinda Adern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir að um gott „fyrsta skref“ sé að ræða, samkvæmt BBC. Hún mun stýra ráðstefnu með Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í París um helgina þar sem fjallað verður um öfga á internetinu. Markmið ráðstefnunnar er að finna leiðir til að samræma alþjóðlegar aðgerðir svo hægt verði að koma í veg fyrir að samfélagsmiðlar séu notaðir til að ýta undir hryðjuverkastarfsemi og jafnvel ýta undir hryðjuverk. Leiðtogar frá Evrópu, Kanada og Mið-Austurlöndum munu sækja ráðstefnuna auk forsvarsmanna samfélagsmiðlafyrirtækja eins og Facebook, Google og Twitter.
Facebook Hryðjuverk í Christchurch Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira