Pedro: Sami dómari og gaf okkur ekki víti í fyrsta leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2019 21:30 Pedro og hans menn eru á botni Pepsi Max-deildar karla með eitt stig eftir fjórar umferðir. vísir/bára „Þetta var erfiður leikur. Við byrjuðum vel og áttum fyrsta færið. En svo fengum við á okkur mark eftir fyrstu hornspyrnu HK,“ sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. Eyjamenn lentu undir á 14. mínútu þegar Birkir Valur Jónsson skoraði eftir hornspyrnu. Fjórtán mínútum síðar fékk Guðmundur Magnússon rautt spjald. „Við brugðumst ágætlega við en síðan fékk Gummi rautt. Frá bekknum séð virtist hann fara í boltann. Eftir það var þetta erfitt og enn erfiðara eftir annað mark HK,“ sagði Pedro. „Núna er auðvelt að gagnrýna en mér fannst strákarnir sýna vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það sýndi að við höfum alvöru menn. Allir munu eflaust gagnrýna okkur. Það er eðlilegt og svona er boltinn. En strákarnir sýndu mikla liðsheild og þeir munu berjast allt til loka.“ Pedro fannst sínir menn vera sterkari aðilinn meðan það var jafnt í liðum. „Við byrjuðum betur en HK en fengum á okkur heimskulegt mark. Við vitum að þeir framkvæma hornin alltaf svona. Við reyndum en þetta varð allt annar leikur eftir rauða spjaldið. Ég hef trú á strákunum þótt við séum ekki sáttir með byrjunina á tímabilinu,“ sagði Pedro en Eyjamenn hafa aðeins náð í eitt stig af tólf mögulegum í Pepsi Max-deildinni. Eyjamenn sýndu ekki mikinn sóknarhug í seinni hálfleiknum en skoruðu þó mark sem fékk ekki að standa. „Við skoruðum en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þetta er sami dómari [Egill Arnar Sigurþórsson] og gaf okkur ekki augljóst víti í stöðunni 0-0 í fyrsta leiknum okkar. Stundum er maður óheppinn. En stundum breytist það og gerir það líklega í næsta leik,“ sagði Pedro að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur HK-inga HK lyfti sér upp úr fallsæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á ÍBV, 2-0, í Kórnum í kvöld. 16. maí 2019 21:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur. Við byrjuðum vel og áttum fyrsta færið. En svo fengum við á okkur mark eftir fyrstu hornspyrnu HK,“ sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. Eyjamenn lentu undir á 14. mínútu þegar Birkir Valur Jónsson skoraði eftir hornspyrnu. Fjórtán mínútum síðar fékk Guðmundur Magnússon rautt spjald. „Við brugðumst ágætlega við en síðan fékk Gummi rautt. Frá bekknum séð virtist hann fara í boltann. Eftir það var þetta erfitt og enn erfiðara eftir annað mark HK,“ sagði Pedro. „Núna er auðvelt að gagnrýna en mér fannst strákarnir sýna vilja til að halda áfram og gefast ekki upp. Það sýndi að við höfum alvöru menn. Allir munu eflaust gagnrýna okkur. Það er eðlilegt og svona er boltinn. En strákarnir sýndu mikla liðsheild og þeir munu berjast allt til loka.“ Pedro fannst sínir menn vera sterkari aðilinn meðan það var jafnt í liðum. „Við byrjuðum betur en HK en fengum á okkur heimskulegt mark. Við vitum að þeir framkvæma hornin alltaf svona. Við reyndum en þetta varð allt annar leikur eftir rauða spjaldið. Ég hef trú á strákunum þótt við séum ekki sáttir með byrjunina á tímabilinu,“ sagði Pedro en Eyjamenn hafa aðeins náð í eitt stig af tólf mögulegum í Pepsi Max-deildinni. Eyjamenn sýndu ekki mikinn sóknarhug í seinni hálfleiknum en skoruðu þó mark sem fékk ekki að standa. „Við skoruðum en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Þetta er sami dómari [Egill Arnar Sigurþórsson] og gaf okkur ekki augljóst víti í stöðunni 0-0 í fyrsta leiknum okkar. Stundum er maður óheppinn. En stundum breytist það og gerir það líklega í næsta leik,“ sagði Pedro að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur HK-inga HK lyfti sér upp úr fallsæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á ÍBV, 2-0, í Kórnum í kvöld. 16. maí 2019 21:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Umfjöllun: HK - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur HK-inga HK lyfti sér upp úr fallsæti Pepsi Max-deildar karla með sigri á ÍBV, 2-0, í Kórnum í kvöld. 16. maí 2019 21:45