Segja að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa fyrir helgi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 08:00 Carlo Ancelotti. Getty/Salvatore Laporta Fátt kemur í veg fyrir það að Carlo Ancelotti setjist í knattspyrnustjórastólinn hjá Everton og ensku blöðin búast við því að Everton gangi frá ráðningu hans fyrir helgi. Carlo Ancelotti þurfti tíma til að ganga frá sínum málum hjá Napoli en ítalska félagið rak hann sama kvöld og hann stýrði liðinu inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Telegraph segir að Carlo Ancelotti og Everton séu búin að ganga frá meginþáttum samningsins og Sky Sport segir að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa og félaga fyrir helgi. Carlo Ancelotti’s appointment at Everton is expected to be completed this weekhttps://t.co/wp9joMpUzZ— Telegraph Football (@TeleFootball) December 18, 2019 Duncan Ferguson hefur stýrt Everton liðinu síðan félagið rak Marco Silva en heimildir Telegraph herma að hann muni líka stýra liðinu í deildarleiknum á móti Arsenal á laugardaginn. Samkvæmt því tæki Carlo Ancelotti því ekki formlega við liðinu fyrr en á mánudaginn kemur og fyrsti leikur ítalska stjórans yrði þá ekki fyrr en á annan dag jóla. Everton mætir þá Burnley í Íslendingaslag. Carlo Ancelotti hefur þegar misst verðandi yfirmenn sína hjá Everton samkvæmt frétt Telegraph og hefur gengið frá teyminu sínu. Í því verða væntanlega sonur hans Davide, Francesco Mauri og tengdasonur Ancelotti, næringafræðingurinn Mino Fulco. Carlo Ancelotti will be confirmed as Everton's new permanent manager before the weekend, Sky Sports News understands.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 18, 2019 Ancelotti hefur fengið vilyrði fyrir því að hann geta gert breytingar á leikmannahópi Everton þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði og að eignandi Everton, Farhad Moshiri, hafi enn metnað til að koma félaginu inn á topp sex. Carlo Ancelotti fær væntanlega samning til ársins 2024 eða jafnlangan samning og Jürgen Klopp var að skrifa undir hjá verðandi nágrönnunum Everton í Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Fátt kemur í veg fyrir það að Carlo Ancelotti setjist í knattspyrnustjórastólinn hjá Everton og ensku blöðin búast við því að Everton gangi frá ráðningu hans fyrir helgi. Carlo Ancelotti þurfti tíma til að ganga frá sínum málum hjá Napoli en ítalska félagið rak hann sama kvöld og hann stýrði liðinu inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Telegraph segir að Carlo Ancelotti og Everton séu búin að ganga frá meginþáttum samningsins og Sky Sport segir að Ancelotti verði orðinn knattspyrnustjóri Gylfa og félaga fyrir helgi. Carlo Ancelotti’s appointment at Everton is expected to be completed this weekhttps://t.co/wp9joMpUzZ— Telegraph Football (@TeleFootball) December 18, 2019 Duncan Ferguson hefur stýrt Everton liðinu síðan félagið rak Marco Silva en heimildir Telegraph herma að hann muni líka stýra liðinu í deildarleiknum á móti Arsenal á laugardaginn. Samkvæmt því tæki Carlo Ancelotti því ekki formlega við liðinu fyrr en á mánudaginn kemur og fyrsti leikur ítalska stjórans yrði þá ekki fyrr en á annan dag jóla. Everton mætir þá Burnley í Íslendingaslag. Carlo Ancelotti hefur þegar misst verðandi yfirmenn sína hjá Everton samkvæmt frétt Telegraph og hefur gengið frá teyminu sínu. Í því verða væntanlega sonur hans Davide, Francesco Mauri og tengdasonur Ancelotti, næringafræðingurinn Mino Fulco. Carlo Ancelotti will be confirmed as Everton's new permanent manager before the weekend, Sky Sports News understands.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 18, 2019 Ancelotti hefur fengið vilyrði fyrir því að hann geta gert breytingar á leikmannahópi Everton þegar félagsskiptaglugginn opnar í næsta mánuði og að eignandi Everton, Farhad Moshiri, hafi enn metnað til að koma félaginu inn á topp sex. Carlo Ancelotti fær væntanlega samning til ársins 2024 eða jafnlangan samning og Jürgen Klopp var að skrifa undir hjá verðandi nágrönnunum Everton í Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira