Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 10:44 Hundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun. Vísir/EPA Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórnin virði dóm hæstaréttar yfir níu katalónskum stjórnmálamönnum. Langir fangelsisdómar voru kveðnir upp í morgun yfir leiðtogum sjálfstæðissinna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem héraðsstjórn Katalóníu stóð fyrir í trássi við vilja spænsku ríkisstjórnarinnar og úrskurð stjórnlagadómstóls landsins 1. október árið 2017. Þyngsta dóminn hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska héraðsþingsins, þrettán ára fangelsi. Þrír aðrir hluti tólf ára fangelsisdóma og þrír hlutu ellefu og hálfs árs dóma. Tveir til viðbótar hlutu níu ára fangelsisdóma. Stuðningsmenn sjálfstæðis komu saman í Barcelona og fleiri borgum Katalóníu strax eftir að dómarnir lágu fyrir í morgun. Mótmælendur hafa lokað nokkrum götum í miðborg Barcelona, þar á meðal Diagonal-stræti við Passeig de Gracia. Katalónska dagblaðið La Vanguardia segir að samtökin Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið fyrir aðgerðum, ætli að boða næstu skref sín klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Búist er við því að Katalóníutorg verði miðpunktur mótmæla í dag.Sánchez er starfandi forsætisráðherra. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarn sem fóru fram í apríl. Kosið verður að nýju í næsta mánuði.Vísir/EPASagði engan lögum ofar Sánchez, starfandi forsætisráðherra, lofaði störf hæstaréttar á blaðamannafundi í morgun. Fullyrti hann að ríkisstjórnin virti dómana og að hún lyti þeim. „Enginn er ofar lögunum,“ sagði Sánchez. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, fordæmdi dómana yfir félögum hans og líkti þeim við voðaverk. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu. Junqueras, sem hlaut þyngsta dóminn, segir spænsk yfirvöld vilja rústa lífum, afhöfða stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra og þagga niður í þjóð sem vilji tjá sig í kosningum. „Lýðræði á Spáni er fallið í dag og stjórn þess beitir sér í hefndarskyni vegna þess að hún skilur ekki réttlæti, stjórnmál eða lýðræðislegt ferli,“ sagði leiðtoginn dæmdi.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá mótmælum sjálfstæðissinna á Diagonal-stræti í Barcelona í morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórnin virði dóm hæstaréttar yfir níu katalónskum stjórnmálamönnum. Langir fangelsisdómar voru kveðnir upp í morgun yfir leiðtogum sjálfstæðissinna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem héraðsstjórn Katalóníu stóð fyrir í trássi við vilja spænsku ríkisstjórnarinnar og úrskurð stjórnlagadómstóls landsins 1. október árið 2017. Þyngsta dóminn hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska héraðsþingsins, þrettán ára fangelsi. Þrír aðrir hluti tólf ára fangelsisdóma og þrír hlutu ellefu og hálfs árs dóma. Tveir til viðbótar hlutu níu ára fangelsisdóma. Stuðningsmenn sjálfstæðis komu saman í Barcelona og fleiri borgum Katalóníu strax eftir að dómarnir lágu fyrir í morgun. Mótmælendur hafa lokað nokkrum götum í miðborg Barcelona, þar á meðal Diagonal-stræti við Passeig de Gracia. Katalónska dagblaðið La Vanguardia segir að samtökin Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið fyrir aðgerðum, ætli að boða næstu skref sín klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Búist er við því að Katalóníutorg verði miðpunktur mótmæla í dag.Sánchez er starfandi forsætisráðherra. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarn sem fóru fram í apríl. Kosið verður að nýju í næsta mánuði.Vísir/EPASagði engan lögum ofar Sánchez, starfandi forsætisráðherra, lofaði störf hæstaréttar á blaðamannafundi í morgun. Fullyrti hann að ríkisstjórnin virti dómana og að hún lyti þeim. „Enginn er ofar lögunum,“ sagði Sánchez. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, fordæmdi dómana yfir félögum hans og líkti þeim við voðaverk. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu. Junqueras, sem hlaut þyngsta dóminn, segir spænsk yfirvöld vilja rústa lífum, afhöfða stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra og þagga niður í þjóð sem vilji tjá sig í kosningum. „Lýðræði á Spáni er fallið í dag og stjórn þess beitir sér í hefndarskyni vegna þess að hún skilur ekki réttlæti, stjórnmál eða lýðræðislegt ferli,“ sagði leiðtoginn dæmdi.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá mótmælum sjálfstæðissinna á Diagonal-stræti í Barcelona í morgun.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Sjá meira
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“