Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 10:44 Hundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun. Vísir/EPA Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórnin virði dóm hæstaréttar yfir níu katalónskum stjórnmálamönnum. Langir fangelsisdómar voru kveðnir upp í morgun yfir leiðtogum sjálfstæðissinna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem héraðsstjórn Katalóníu stóð fyrir í trássi við vilja spænsku ríkisstjórnarinnar og úrskurð stjórnlagadómstóls landsins 1. október árið 2017. Þyngsta dóminn hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska héraðsþingsins, þrettán ára fangelsi. Þrír aðrir hluti tólf ára fangelsisdóma og þrír hlutu ellefu og hálfs árs dóma. Tveir til viðbótar hlutu níu ára fangelsisdóma. Stuðningsmenn sjálfstæðis komu saman í Barcelona og fleiri borgum Katalóníu strax eftir að dómarnir lágu fyrir í morgun. Mótmælendur hafa lokað nokkrum götum í miðborg Barcelona, þar á meðal Diagonal-stræti við Passeig de Gracia. Katalónska dagblaðið La Vanguardia segir að samtökin Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið fyrir aðgerðum, ætli að boða næstu skref sín klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Búist er við því að Katalóníutorg verði miðpunktur mótmæla í dag.Sánchez er starfandi forsætisráðherra. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarn sem fóru fram í apríl. Kosið verður að nýju í næsta mánuði.Vísir/EPASagði engan lögum ofar Sánchez, starfandi forsætisráðherra, lofaði störf hæstaréttar á blaðamannafundi í morgun. Fullyrti hann að ríkisstjórnin virti dómana og að hún lyti þeim. „Enginn er ofar lögunum,“ sagði Sánchez. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, fordæmdi dómana yfir félögum hans og líkti þeim við voðaverk. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu. Junqueras, sem hlaut þyngsta dóminn, segir spænsk yfirvöld vilja rústa lífum, afhöfða stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra og þagga niður í þjóð sem vilji tjá sig í kosningum. „Lýðræði á Spáni er fallið í dag og stjórn þess beitir sér í hefndarskyni vegna þess að hún skilur ekki réttlæti, stjórnmál eða lýðræðislegt ferli,“ sagði leiðtoginn dæmdi.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá mótmælum sjálfstæðissinna á Diagonal-stræti í Barcelona í morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórnin virði dóm hæstaréttar yfir níu katalónskum stjórnmálamönnum. Langir fangelsisdómar voru kveðnir upp í morgun yfir leiðtogum sjálfstæðissinna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem héraðsstjórn Katalóníu stóð fyrir í trássi við vilja spænsku ríkisstjórnarinnar og úrskurð stjórnlagadómstóls landsins 1. október árið 2017. Þyngsta dóminn hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska héraðsþingsins, þrettán ára fangelsi. Þrír aðrir hluti tólf ára fangelsisdóma og þrír hlutu ellefu og hálfs árs dóma. Tveir til viðbótar hlutu níu ára fangelsisdóma. Stuðningsmenn sjálfstæðis komu saman í Barcelona og fleiri borgum Katalóníu strax eftir að dómarnir lágu fyrir í morgun. Mótmælendur hafa lokað nokkrum götum í miðborg Barcelona, þar á meðal Diagonal-stræti við Passeig de Gracia. Katalónska dagblaðið La Vanguardia segir að samtökin Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið fyrir aðgerðum, ætli að boða næstu skref sín klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Búist er við því að Katalóníutorg verði miðpunktur mótmæla í dag.Sánchez er starfandi forsætisráðherra. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarn sem fóru fram í apríl. Kosið verður að nýju í næsta mánuði.Vísir/EPASagði engan lögum ofar Sánchez, starfandi forsætisráðherra, lofaði störf hæstaréttar á blaðamannafundi í morgun. Fullyrti hann að ríkisstjórnin virti dómana og að hún lyti þeim. „Enginn er ofar lögunum,“ sagði Sánchez. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, fordæmdi dómana yfir félögum hans og líkti þeim við voðaverk. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu. Junqueras, sem hlaut þyngsta dóminn, segir spænsk yfirvöld vilja rústa lífum, afhöfða stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra og þagga niður í þjóð sem vilji tjá sig í kosningum. „Lýðræði á Spáni er fallið í dag og stjórn þess beitir sér í hefndarskyni vegna þess að hún skilur ekki réttlæti, stjórnmál eða lýðræðislegt ferli,“ sagði leiðtoginn dæmdi.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá mótmælum sjálfstæðissinna á Diagonal-stræti í Barcelona í morgun.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Sjá meira
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03