Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:05 Nokkrir eru látnir eftir skotárás í Jersey borg. epa/ JUSTIN LANE Lögreglumaður var einn sex einstaklinga sem voru skotin til bana í Jersey borg í Bandaríkjunum í harkalegum skotbardaga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í skotbardaganum sem hófst eftir að árásarmennirnir byrgðu sig inni í búð. Nokkrir skólar og fyrirtæki lokuðu og voru í viðbragðsstöðu vegna atviksins. Enn er ekki vitað hver kveikjan var að árásinni en yfirvöld hafa greint frá því að þau telji árásina ekki vera hryðjuverk. Þá nafngreindu yfirvöld lögreglumanninn sem lést en það var Joseph Seals, 39 ára gamall, og var hann hluti af verkefnahópi sem vann að því að uppræta ólögleg vopn í New Jersey fylki. Alríkislögreglan og sérsveitin voru kallaðar á vettvang.EPA/Justin Lane Í samtali við fréttamenn sagði Mike Kelly, lögreglustjóri í Jersey borg, að Seals hafi verið „í forystu þegar kom að því að uppræta ólögleg vopn af götunum.“ Kelly greindi frá því að skot hafi fyrst hlaupið af í kirkjugarði í hverfinu rétt eftir 12 á hádegi að staðartíma. Þá er talið að Seals hafi verið myrtur þegar hann reyndi að nálgast hina grunuðu. Hinir grunuðu, sem eru tveir, flúðu vettvanginn á pallbíl og leituðu skjóls í nálægri matvöruverslun þar sem þeir héldu áfram að hleypa skotum af að lögreglu. epa/justin lane Tugir vopnaðra lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarlögreglumenn og lögreglumenn Alríkislögreglunnar, fóru á staðinn en fimm létust í búðinni og er talið að tveir hinna látnu séu árásarmennirnir. Þá greindi lögreglan frá því að hinir grunuðu hafi verið vopnaðir aflmiklum rifflum og hafi skotið hundruðum skota á meðan á skotbardaganum stóð. Kelly sagði að talið væri að þrír hafi verið myrtir af hinum grunuðu inni í búðinni en hann tók það sérstaklega fram að rannsóknin væri enn á frumstigi og enn ætti margt eftir að koma í ljós. Minnst einn komst lífs af innan úr búðinni og er hann nú á sjúkrahúsi í aðhlynningu og eru sprengjusérfræðingar að rannsaka bílinn sem hinir grunuðu notuðu.Fréttin var uppfærð kl. 02:53. Bandaríkin Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Lögreglumaður var einn sex einstaklinga sem voru skotin til bana í Jersey borg í Bandaríkjunum í harkalegum skotbardaga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í skotbardaganum sem hófst eftir að árásarmennirnir byrgðu sig inni í búð. Nokkrir skólar og fyrirtæki lokuðu og voru í viðbragðsstöðu vegna atviksins. Enn er ekki vitað hver kveikjan var að árásinni en yfirvöld hafa greint frá því að þau telji árásina ekki vera hryðjuverk. Þá nafngreindu yfirvöld lögreglumanninn sem lést en það var Joseph Seals, 39 ára gamall, og var hann hluti af verkefnahópi sem vann að því að uppræta ólögleg vopn í New Jersey fylki. Alríkislögreglan og sérsveitin voru kallaðar á vettvang.EPA/Justin Lane Í samtali við fréttamenn sagði Mike Kelly, lögreglustjóri í Jersey borg, að Seals hafi verið „í forystu þegar kom að því að uppræta ólögleg vopn af götunum.“ Kelly greindi frá því að skot hafi fyrst hlaupið af í kirkjugarði í hverfinu rétt eftir 12 á hádegi að staðartíma. Þá er talið að Seals hafi verið myrtur þegar hann reyndi að nálgast hina grunuðu. Hinir grunuðu, sem eru tveir, flúðu vettvanginn á pallbíl og leituðu skjóls í nálægri matvöruverslun þar sem þeir héldu áfram að hleypa skotum af að lögreglu. epa/justin lane Tugir vopnaðra lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarlögreglumenn og lögreglumenn Alríkislögreglunnar, fóru á staðinn en fimm létust í búðinni og er talið að tveir hinna látnu séu árásarmennirnir. Þá greindi lögreglan frá því að hinir grunuðu hafi verið vopnaðir aflmiklum rifflum og hafi skotið hundruðum skota á meðan á skotbardaganum stóð. Kelly sagði að talið væri að þrír hafi verið myrtir af hinum grunuðu inni í búðinni en hann tók það sérstaklega fram að rannsóknin væri enn á frumstigi og enn ætti margt eftir að koma í ljós. Minnst einn komst lífs af innan úr búðinni og er hann nú á sjúkrahúsi í aðhlynningu og eru sprengjusérfræðingar að rannsaka bílinn sem hinir grunuðu notuðu.Fréttin var uppfærð kl. 02:53.
Bandaríkin Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila