Þurfa að skoða það betur hvort treyjunúmer Wayne Rooney brjóti reglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 14:30 Wayne Rooney á blaðamannafundinum þegar hann var kynntur sem væntanlegur leikmaður Derby County. AP/Barrington Coombs Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney er á leiðinni aftur í enska boltann því hann mun spila með b-deildarliði Derby County eftir áramót. Wayne Rooney ætlar að yfirgefa Bandaríkin eftir tímabilið þar sem hann hefur spilað undanfarið með DC United. Hann vildi komast aftur heim til Englands og hjá Derby fær hann bæði tækifæri til að læra þjálfun sem og að hjálpa liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Það eru enn fimm mánuðir í fyrsta leik Wayne Rooney með Derby en keppnistreyjan hans er strax til vandræða. Enska knattspyrnusambandið ætlar að skoða betur þá ákvörðun Derby County að láta Wayne Rooney fá treyju númer 32.Exclusive: FA to decide whether Wayne Rooney's Derby shirt number breaches advertising rules | @Tom_Morgshttps://t.co/uY22s0fruA — Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2019Ástæðan fyrir vandræðunum er að aðalstyrktaraðili Derby County er veðmálafyrirtæki með 32 í nafninu sínu. Þar erum við að tala um veðmálafyrirtækið Red32. Samkvæmt reglum um auglýsingar þá má auglýsing á baki treyju leikmanna ekki vera stærri en 100 fersentimetrar. Á treyju Wayne Rooney verður talan 32 miklu stærri en það og undir númerinu er síðan sjálf auglýsingin frá 32Red. Þar með er talan 32 í raun orðin hluti af auglýsingu 32Red. Það má líka búast við mikilli útbreiðslu á Derby-treyju Wayne Rooney enda mun koma hans vekja mikla athygli í Englandi og margar treyjur merktar Rooney, 32, og 32Red verða seldar og flestar þeirra til barna og ungmenna. Bæði Derby og Neil Banbury, framkvæmdastjóri 32Red hafa staðfest það að fyrirtækið átti mikinn þátt í að Derby ráði við það að fá leikmann eins og Rooney til félagsins. Um leið og Wayne Rooney var úthlutað númerinu 32 fóru menn fljótlega að leggja saman tvo og tvo. Enska sambandið mun þó ekkert gera í málinu fyrr en að Wayne Rooney byrjar að spila í janúar. Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira
Enska knattspyrnugoðsögnin Wayne Rooney er á leiðinni aftur í enska boltann því hann mun spila með b-deildarliði Derby County eftir áramót. Wayne Rooney ætlar að yfirgefa Bandaríkin eftir tímabilið þar sem hann hefur spilað undanfarið með DC United. Hann vildi komast aftur heim til Englands og hjá Derby fær hann bæði tækifæri til að læra þjálfun sem og að hjálpa liðinu að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Það eru enn fimm mánuðir í fyrsta leik Wayne Rooney með Derby en keppnistreyjan hans er strax til vandræða. Enska knattspyrnusambandið ætlar að skoða betur þá ákvörðun Derby County að láta Wayne Rooney fá treyju númer 32.Exclusive: FA to decide whether Wayne Rooney's Derby shirt number breaches advertising rules | @Tom_Morgshttps://t.co/uY22s0fruA — Telegraph Football (@TeleFootball) August 8, 2019Ástæðan fyrir vandræðunum er að aðalstyrktaraðili Derby County er veðmálafyrirtæki með 32 í nafninu sínu. Þar erum við að tala um veðmálafyrirtækið Red32. Samkvæmt reglum um auglýsingar þá má auglýsing á baki treyju leikmanna ekki vera stærri en 100 fersentimetrar. Á treyju Wayne Rooney verður talan 32 miklu stærri en það og undir númerinu er síðan sjálf auglýsingin frá 32Red. Þar með er talan 32 í raun orðin hluti af auglýsingu 32Red. Það má líka búast við mikilli útbreiðslu á Derby-treyju Wayne Rooney enda mun koma hans vekja mikla athygli í Englandi og margar treyjur merktar Rooney, 32, og 32Red verða seldar og flestar þeirra til barna og ungmenna. Bæði Derby og Neil Banbury, framkvæmdastjóri 32Red hafa staðfest það að fyrirtækið átti mikinn þátt í að Derby ráði við það að fá leikmann eins og Rooney til félagsins. Um leið og Wayne Rooney var úthlutað númerinu 32 fóru menn fljótlega að leggja saman tvo og tvo. Enska sambandið mun þó ekkert gera í málinu fyrr en að Wayne Rooney byrjar að spila í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Sjá meira