Þór/KA frumsýnir íslenska landsliðskonu í stórleiknum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 16:00 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir í leik á móti Breiðabliki í fyrra þá sem leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Vilhelm Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Þór/KA liðinu þegar norðankonur fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Þórsvöllinn. Leikur tveggja efstu liðanna á síðustu leiktíð hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þórdís Hrönn kemur til Þór/KA á láni frá sænska liðinu Kristianstads DFF en félögin gerðu tveggja mánaða lánssamning rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Þórdís Hrönn er fædd árið 1993. Hún á að baki 105 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 25 mörk með Stjörnunni (2016 og 2018) og Breiðabliki (2009-2013). Hún skipti yfir í sænska félagið frá Stjörnunni 1. febrúar 2019. Þórdís Hrönn var í síðasta landsliðshópi Íslands eða þegar kvennalandsliðið heimsótti Suður-Kóreu í apríl. Þar spilaði hún sína fyrstu A-landsleiki. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst gríðarlega ánægður með að fá leikmann eins og Þórdísi Hrönn til liðs við Þór/KA. „Þórdís er einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá fyrir þetta tímabil svo ég er mjög glaður að hún sé komin til okkar núna. Hún er mjög fjölhæf sem leikmaður og er hugsuð sem sóknarmaður inn í hópinn hjá okkur. Þórdís er örvfætt og með mjög góða tækni, auk þess sem hún er með mikla reynslu,“ sagði Halldór Jón í viðtali við heimasíðu Þórs. Þórdís Hrönn átti mjög gott tímabil með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var þá með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum. Þórdís Hrönn var þá stoðsendingadrottning deildarinnar, gaf einni fleiri en þær Agla María Albertsdóttir hjá Breiðabliki og Stephany Mayor hjá Þór/KA. Það má segja að með þessum liðstyrk hafi Þór/KA náð loksins að fylla í skarða Söndru Maríu Jessen, besta leikmanns deildarinnar í fyrra, sem fór í vetur út í atvinnumennsku til þýska liðsins Bayer Leverkusen. Sandra María Jessen var með 14 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Þór/KA liðinu þegar norðankonur fá Íslandsmeistara Breiðabliks í heimsókn á Þórsvöllinn. Leikur tveggja efstu liðanna á síðustu leiktíð hefst klukkan 18.30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þórdís Hrönn kemur til Þór/KA á láni frá sænska liðinu Kristianstads DFF en félögin gerðu tveggja mánaða lánssamning rétt áður en félagsskiptaglugginn lokaði. Þórdís Hrönn er fædd árið 1993. Hún á að baki 105 meistaraflokksleiki og skoraði í þeim 25 mörk með Stjörnunni (2016 og 2018) og Breiðabliki (2009-2013). Hún skipti yfir í sænska félagið frá Stjörnunni 1. febrúar 2019. Þórdís Hrönn var í síðasta landsliðshópi Íslands eða þegar kvennalandsliðið heimsótti Suður-Kóreu í apríl. Þar spilaði hún sína fyrstu A-landsleiki. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, kveðst gríðarlega ánægður með að fá leikmann eins og Þórdísi Hrönn til liðs við Þór/KA. „Þórdís er einn af þeim leikmönnum sem ég vildi fá fyrir þetta tímabil svo ég er mjög glaður að hún sé komin til okkar núna. Hún er mjög fjölhæf sem leikmaður og er hugsuð sem sóknarmaður inn í hópinn hjá okkur. Þórdís er örvfætt og með mjög góða tækni, auk þess sem hún er með mikla reynslu,“ sagði Halldór Jón í viðtali við heimasíðu Þórs. Þórdís Hrönn átti mjög gott tímabil með Þór/KA á síðustu leiktíð en hún var þá með 7 mörk og 10 stoðsendingar í 17 leikjum. Þórdís Hrönn var þá stoðsendingadrottning deildarinnar, gaf einni fleiri en þær Agla María Albertsdóttir hjá Breiðabliki og Stephany Mayor hjá Þór/KA. Það má segja að með þessum liðstyrk hafi Þór/KA náð loksins að fylla í skarða Söndru Maríu Jessen, besta leikmanns deildarinnar í fyrra, sem fór í vetur út í atvinnumennsku til þýska liðsins Bayer Leverkusen. Sandra María Jessen var með 14 mörk og 3 stoðsendingar í deildinni í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Þjálfari Þórs/KA um meistara Blika: Vorum betri en þær í fyrra og erum betri en þær í ár Einn af mikilvægari leikjum Íslandsmótsins í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta í ár fer fram á Akureyri í kvöld og Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA, er yfirlýsingaglaður fyrir leikinn við Íslandsmeistara Breiðabliks. 21. maí 2019 11:30