Heimilislaus maður og rotta sameinuð í Sydney Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. apríl 2019 21:22 Chris (t.v.) og Lucy (t.h.). Facebook/NSWPOLICEFORCE Chris, heimilislaus maður frá Sydney í Ástralíu, átti endurfundi með gælurottunni sinni, Lucy, nú fyrir helgi. Hinn 59 ára gamli Chris var góðkunnur mörgum íbúum miðborgar Sydney, hvar hann sat löngum stundum á götuhorni meðan Lucy hvíldi í litlum kassa fyrir framan hann. Nýlega hvarf Lucy þó og Chris brá á það ráð að hengja upp auglýsingu á kassann þar sem hann lýsti eftir Lucy. Viðbrögð samfélagsins létu ekki á sér standa og af stað fór samfélagsmiðlaherferð þar sem fólk birti sínar eigin myndir af tvíeykinu í tilraun til þess að finna Lucy og koma henni aftur til síns heima. Þetta varð til þess að lögreglan í Nýja-Suður Wales tók málið til sín og lýsti eftir Lucy. Hún fannst loks eftir að kona sem hafði verið á gangi varð hennar vör og tók hana heim til sín til þess að hlúa að henni, þar sem konan hafði talið að Lucy hefði verið yfirgefin. Þegar lögreglan bað Chris um að staðfesta að raunverulega væri um Lucy að ræða sagði hann ekki nokkurn vafa leika á því. „Já, þetta er hún! Hún er blind á öðru auga. Hún man eftir mér!“ ku Chris hafa sagt við endurfundina. Þá baðst Chris afsökunar á að hafa „látið“ lögregluna hafa svona mikið fyrir málinu. „Mér líður frábærlega. Kærar þakkir allir,“ sagði Chris þegar Lucy var komin aftur á axlir eiganda síns. „Hún veit að hún hefur saknað mín líka,“ sagði hann að lokum, feginn því að hafa endurheimt ástkært gæludýr sitt.Great news! Officers from Sydney City Police Area Command have reunited a homeless man and his pet rat today, after she went missing last week. Thanks to our followers, Lucy was safely retrieved today and returned to her owner. pic.twitter.com/BPPe7lQZP9 — NSW Police Force (@nswpolice) April 18, 2019 Ástralía Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Chris, heimilislaus maður frá Sydney í Ástralíu, átti endurfundi með gælurottunni sinni, Lucy, nú fyrir helgi. Hinn 59 ára gamli Chris var góðkunnur mörgum íbúum miðborgar Sydney, hvar hann sat löngum stundum á götuhorni meðan Lucy hvíldi í litlum kassa fyrir framan hann. Nýlega hvarf Lucy þó og Chris brá á það ráð að hengja upp auglýsingu á kassann þar sem hann lýsti eftir Lucy. Viðbrögð samfélagsins létu ekki á sér standa og af stað fór samfélagsmiðlaherferð þar sem fólk birti sínar eigin myndir af tvíeykinu í tilraun til þess að finna Lucy og koma henni aftur til síns heima. Þetta varð til þess að lögreglan í Nýja-Suður Wales tók málið til sín og lýsti eftir Lucy. Hún fannst loks eftir að kona sem hafði verið á gangi varð hennar vör og tók hana heim til sín til þess að hlúa að henni, þar sem konan hafði talið að Lucy hefði verið yfirgefin. Þegar lögreglan bað Chris um að staðfesta að raunverulega væri um Lucy að ræða sagði hann ekki nokkurn vafa leika á því. „Já, þetta er hún! Hún er blind á öðru auga. Hún man eftir mér!“ ku Chris hafa sagt við endurfundina. Þá baðst Chris afsökunar á að hafa „látið“ lögregluna hafa svona mikið fyrir málinu. „Mér líður frábærlega. Kærar þakkir allir,“ sagði Chris þegar Lucy var komin aftur á axlir eiganda síns. „Hún veit að hún hefur saknað mín líka,“ sagði hann að lokum, feginn því að hafa endurheimt ástkært gæludýr sitt.Great news! Officers from Sydney City Police Area Command have reunited a homeless man and his pet rat today, after she went missing last week. Thanks to our followers, Lucy was safely retrieved today and returned to her owner. pic.twitter.com/BPPe7lQZP9 — NSW Police Force (@nswpolice) April 18, 2019
Ástralía Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira