Æpandi munur á tölfræði Valsliðsins á milli leikja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2019 15:30 Valsmenn breyttu algjörlega um leikstíl eftir tapið á móti Skagamönnum. Vísir/Daníel Fórnuðu Valsmenn fallega fótboltanum fyrir einfaldari og hnitmiðaðri leikstíl til að landa fyrsta sigri tímabilsins. Tölfræðin virðist sýna það svart á hvítu þegar við berum saman tvo síðustu leiki Hlíðarendaliðsins. Íslandsmeistarar Valsmanna unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla þegar þeir unnu 1-0 útisigur á Fylki. Fimm dögum fyrr hafði Valsliðið tapað á heimavelli á móti ÍA. Það er ótrúlegur munur á leikstíl Valsliðsins í þessum tveimur leikjum. Vísir hefur borið saman tölur frá Instat í þessum tveimur leikjum. Valsliðið var 71,5 prósent með boltann í tapinu á móti Skagamönnum en aðeins 40,5 prósent með boltann í sigrinum á Fylki. Valsmenn voru þannig með boltann átján mínútum lengur í Skagaleiknum heldur en í leiknum í Árbænum. Þetta kristallast síðan í sendingum. Valsmenn reyndu 342 færri sendingar í leiknum við Fylki, fóru úr því að reyna 705 sendingar á móti ÍA í það að reyna aðeins 363 sendingar á móti Fylki. Valsliðið átti langflestar heppnaðar sendingar í deildinni í 3. umferð en voru í 9. sæti yfir heppnaðar sendingar í 4. umferðinni. Þeir fóru úr því að senda 624 sinnum á liðsfélaga í það að ná aðeins 282 sendingum á réttan mann. Valsliðið reyndi líka mun fleiri langar sendingar, áttu fleiri skyndisóknir og Valsmenn voru oftar dæmdir rangstæðir. Það vakti hins vegar líka athygli að Valsliðið reyndi nánast jafnmargar sendingar inn í teig í þessum tveimur leikjum eða 32 á móti Fylki, 31 á móti ÍA. Fyrirgjöfunum fækkaði aftur á móti úr 12 á móti ÍA í 7 í leiknum á móti Fylki. Næsti leikur Valsmanna er á móti FH í Kaplakrika í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.15.Munur á leikstíl Vals í 3. og 4. umferð Pepsi Max deildar karla:(Tölfræði frá Instat)Hlutfall leiktímans með boltann Í tapinu á móti ÍA: 71,5% Í sigrinum á Fylki: 40,5%Tími með boltann Í tapinu á móti ÍA: 38 mínútur og 43 sekúndur Í sigrinum á Fylki: 20 mínútur og 30 sekúndurSkyndisóknir Í tapinu á móti ÍA: 6 Í sigrinum á Fylki: 11Reyndar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 705 Í sigrinum á Fylki: 363Heppnaðar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 624 (89%) Í sigrinum á Fylki: 282 (78%)Langar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 28 (64% heppnaðar) Í sigrinum á Fylki: 44 (55% heppnapar)Lykilsendingar Í tapinu á móti ÍA: 5 Í sigrinum á Fylki: 12Sköpuð marktækifæri Í tapinu á móti ÍA: 2 Í sigrinum á Fylki: 4Rangstöður Í tapinu á móti ÍA: 1 Í sigrinum á Fylki: 4Brot Í tapinu á móti ÍA: 13 Í sigrinum á Fylki: 9Skot reynd Í tapinu á móti ÍA: 13 Í sigrinum á Fylki: 9Skot á mark Í tapinu á móti ÍA: 3 Í sigrinum á Fylki: 5 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Fórnuðu Valsmenn fallega fótboltanum fyrir einfaldari og hnitmiðaðri leikstíl til að landa fyrsta sigri tímabilsins. Tölfræðin virðist sýna það svart á hvítu þegar við berum saman tvo síðustu leiki Hlíðarendaliðsins. Íslandsmeistarar Valsmanna unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í fjórðu umferð Pepsi Max deildar karla þegar þeir unnu 1-0 útisigur á Fylki. Fimm dögum fyrr hafði Valsliðið tapað á heimavelli á móti ÍA. Það er ótrúlegur munur á leikstíl Valsliðsins í þessum tveimur leikjum. Vísir hefur borið saman tölur frá Instat í þessum tveimur leikjum. Valsliðið var 71,5 prósent með boltann í tapinu á móti Skagamönnum en aðeins 40,5 prósent með boltann í sigrinum á Fylki. Valsmenn voru þannig með boltann átján mínútum lengur í Skagaleiknum heldur en í leiknum í Árbænum. Þetta kristallast síðan í sendingum. Valsmenn reyndu 342 færri sendingar í leiknum við Fylki, fóru úr því að reyna 705 sendingar á móti ÍA í það að reyna aðeins 363 sendingar á móti Fylki. Valsliðið átti langflestar heppnaðar sendingar í deildinni í 3. umferð en voru í 9. sæti yfir heppnaðar sendingar í 4. umferðinni. Þeir fóru úr því að senda 624 sinnum á liðsfélaga í það að ná aðeins 282 sendingum á réttan mann. Valsliðið reyndi líka mun fleiri langar sendingar, áttu fleiri skyndisóknir og Valsmenn voru oftar dæmdir rangstæðir. Það vakti hins vegar líka athygli að Valsliðið reyndi nánast jafnmargar sendingar inn í teig í þessum tveimur leikjum eða 32 á móti Fylki, 31 á móti ÍA. Fyrirgjöfunum fækkaði aftur á móti úr 12 á móti ÍA í 7 í leiknum á móti Fylki. Næsti leikur Valsmanna er á móti FH í Kaplakrika í kvöld og er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 19.15.Munur á leikstíl Vals í 3. og 4. umferð Pepsi Max deildar karla:(Tölfræði frá Instat)Hlutfall leiktímans með boltann Í tapinu á móti ÍA: 71,5% Í sigrinum á Fylki: 40,5%Tími með boltann Í tapinu á móti ÍA: 38 mínútur og 43 sekúndur Í sigrinum á Fylki: 20 mínútur og 30 sekúndurSkyndisóknir Í tapinu á móti ÍA: 6 Í sigrinum á Fylki: 11Reyndar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 705 Í sigrinum á Fylki: 363Heppnaðar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 624 (89%) Í sigrinum á Fylki: 282 (78%)Langar sendingar Í tapinu á móti ÍA: 28 (64% heppnaðar) Í sigrinum á Fylki: 44 (55% heppnapar)Lykilsendingar Í tapinu á móti ÍA: 5 Í sigrinum á Fylki: 12Sköpuð marktækifæri Í tapinu á móti ÍA: 2 Í sigrinum á Fylki: 4Rangstöður Í tapinu á móti ÍA: 1 Í sigrinum á Fylki: 4Brot Í tapinu á móti ÍA: 13 Í sigrinum á Fylki: 9Skot reynd Í tapinu á móti ÍA: 13 Í sigrinum á Fylki: 9Skot á mark Í tapinu á móti ÍA: 3 Í sigrinum á Fylki: 5
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn