Hundruð loftslagsaðgerðasinna handteknir um allan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2019 19:12 Hundruð mótmælenda voru handteknir í dag. EPA/CLEMENS BILAN Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þrjátíu voru ákærðir fyrir lögbrot í Sydney í Ástralíu eftir að hundruð mótmælenda stöðvuðu umferð en meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam. Mótmælt var í tugum landa, þar á meðal Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir að loftslagsmótmæli muni verða haldin í meira en sextíu borgum á næstu tveimur vikum. Hópurinn hefur einnig raskað daglegu lífi í Lundúnum en þar voru meira en 200 handteknir á mánudag. Extinction Rebellion krefst þess að ríkisstjórnir ráðist í róttækar aðgerðir hið snarasta til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Við höfum reynt að safna undirskriftum, beita þrýstingi og fara í kröfugöngur en nú er tíminn að renna út,“ ástralski aðgerðasinninn Jane Morton í samtali við fréttastofu AFP.Extinction Rebellion hefur breiðst út um allan heim frá því hópurinn mótmælti fyrst í Lundúnum.EPa/vickie flores„Við eigum engra kosta völ en að rísa upp þar til ríkisstjórnir okkar lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við til að bjarga okkur.“ Áströlsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum en þau hafa haldið því statt og stöðugt fram að þau leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Innanríkisráðherra landsins, Peter Dutton, sagði í síðustu viku að dreifa ætti nöfnum og myndum af mótmælendum hreyfingarinnar til að „niðurlægja“ þá.Gerviblóði hellt á Wall Street nautið Mótmælendur í Sydney stöðvuðu umferð þegar þeir héldu setu mótmæli á einni helstu umferðaræð borgarinnar. Hundruð voru dregnir í burtu og þrjátíu ákærðir. Einnig hefur verið mótmælt í Melbourne og Brisbane. Tugir voru handteknir í Nýja Sjálandi þar sem mótmælendur umkringdu ráðuneytisbyggingu þar sem leyfi eru gefin út fyrir því að bora eftir olíu- og gasi. Meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam eftir að mótmælendur tjölduðu á stórri umferðaræð fyrir utan Rijksmuseum, hollenska ríkissafnið. Einstaklingar voru handteknir í New York eftir að mótmælendur helltu gerviblóði yfir styttu af nauti sem stendur á Wall Street. Mótmælendur hömluðu umferð í Berlín en þar hafa yfirvöld lýst því yfir að enginn verði handtekinn eins og er. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman í verslunarmiðstöð í París en þeir njóta stuðnings gulvesta hreyfingarinnar. Nærri 150 mótmælendur hafa verið teknir í hald lögreglu í Lundúnum en skipuleggjendur mótmælanna hafa lýst því yfir að þau muni loka mikilvægum svæðum í borginni, þar á meðal þinghúsinu og Trafalgar torgi. Ástralía Bandaríkin Frakkland Holland Loftslagsmál Nýja-Sjáland Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01 Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59 Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33 Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Hundruð aðgerðarsinna, sem eru meðlimir í Extinction Rebellion hreyfingunni, voru handteknir á mótmælum sem fóru fram úti um allan heim. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þrjátíu voru ákærðir fyrir lögbrot í Sydney í Ástralíu eftir að hundruð mótmælenda stöðvuðu umferð en meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam. Mótmælt var í tugum landa, þar á meðal Þýskalandi, Spáni, Austurríki, Frakklandi og Nýja Sjálandi. Gert er ráð fyrir að loftslagsmótmæli muni verða haldin í meira en sextíu borgum á næstu tveimur vikum. Hópurinn hefur einnig raskað daglegu lífi í Lundúnum en þar voru meira en 200 handteknir á mánudag. Extinction Rebellion krefst þess að ríkisstjórnir ráðist í róttækar aðgerðir hið snarasta til að bregðast við loftslagsbreytingum. „Við höfum reynt að safna undirskriftum, beita þrýstingi og fara í kröfugöngur en nú er tíminn að renna út,“ ástralski aðgerðasinninn Jane Morton í samtali við fréttastofu AFP.Extinction Rebellion hefur breiðst út um allan heim frá því hópurinn mótmælti fyrst í Lundúnum.EPa/vickie flores„Við eigum engra kosta völ en að rísa upp þar til ríkisstjórnir okkar lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og bregðist við til að bjarga okkur.“ Áströlsk yfirvöld hafa verið gagnrýnd fyrir aðgerðarleysi í loftslagsmálum en þau hafa haldið því statt og stöðugt fram að þau leggi sitt af mörkum til að draga úr kolefnislosun. Innanríkisráðherra landsins, Peter Dutton, sagði í síðustu viku að dreifa ætti nöfnum og myndum af mótmælendum hreyfingarinnar til að „niðurlægja“ þá.Gerviblóði hellt á Wall Street nautið Mótmælendur í Sydney stöðvuðu umferð þegar þeir héldu setu mótmæli á einni helstu umferðaræð borgarinnar. Hundruð voru dregnir í burtu og þrjátíu ákærðir. Einnig hefur verið mótmælt í Melbourne og Brisbane. Tugir voru handteknir í Nýja Sjálandi þar sem mótmælendur umkringdu ráðuneytisbyggingu þar sem leyfi eru gefin út fyrir því að bora eftir olíu- og gasi. Meira en hundrað voru handteknir í Amsterdam eftir að mótmælendur tjölduðu á stórri umferðaræð fyrir utan Rijksmuseum, hollenska ríkissafnið. Einstaklingar voru handteknir í New York eftir að mótmælendur helltu gerviblóði yfir styttu af nauti sem stendur á Wall Street. Mótmælendur hömluðu umferð í Berlín en þar hafa yfirvöld lýst því yfir að enginn verði handtekinn eins og er. Um þúsund mótmælendur söfnuðust saman í verslunarmiðstöð í París en þeir njóta stuðnings gulvesta hreyfingarinnar. Nærri 150 mótmælendur hafa verið teknir í hald lögreglu í Lundúnum en skipuleggjendur mótmælanna hafa lýst því yfir að þau muni loka mikilvægum svæðum í borginni, þar á meðal þinghúsinu og Trafalgar torgi.
Ástralía Bandaríkin Frakkland Holland Loftslagsmál Nýja-Sjáland Umhverfismál Þýskaland Tengdar fréttir Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01 Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59 Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33 Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. 6. október 2019 10:01
Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum "Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. 25. maí 2019 16:59
Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Ungir aðgerðasinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. 19. apríl 2019 10:33
Tíu handteknir vegna drónaflugs við Heathrow Loftslagsaðgerðasinnar í Englandi segja að þeim hafi tekist að fljúga dróna inn á bannsvæði í kringum Heathrow-flugvöll í London í þeim tilgangi að trufla flugsamgöngur. 13. september 2019 08:59