Nú þegar hafa 70 aðgerðasinnar verið ákærðir fyrir þátttöku sína í mótmælunum sem stóðu yfir í rúma 10 daga í apríl. Mótmælendur stöðvuðu umferð í miðborg Lundúna og trufluðu daglegt líf Lundúnabúa.
Alls voru 10.000 lögreglumenn settir í það verkefni að fylgjast með mótmælunum, sem kostaði tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna.

„Við höfum ákært rúmlega 70 manns. Mál hinna eru nú í rannsókn og við höfum lið 30 ákafra lögreglumanna sem eru að rannsaka þessi brot,“ bætti hann við.
Skipuleggjendur mótmælanna hvöttu mótmælendur til að láta handtaka sig viljandi, til að valda eins mikilli upplausn og hægt væri, við vegatálmana við Waterloo brú, Oxford Circus og Marble sigurbogann og aðrir límdu sig við lestir og byggingar.
Taylor kallaði eftir því að lög um mótmæli yrðu endurskoðuð og refsingar fyrir þá sem brjóta lög á meðan á mótmælum stendur verði hertar.
Taylor lét þessi ummæli falla þegar þúsundir barna mótmæltu út um allan heim og kröfðust aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni.
„Ég er ekki að segja að þau eigi að fara í fangelsi, en við myndum vilja sjá afleiðingar fyrir aðgerðir á þessum viðburðum sem eru ólöglegar,“ sagði Taylor.
„Mótmæli eru ekki ólögleg. Hins vegar geta aðgerðir einstaklinga á mótmælum verið það.“