Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 16:59 Lögreglan handtekur mótmælanda. getty/Robin Pope Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum „Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nú þegar hafa 70 aðgerðasinnar verið ákærðir fyrir þátttöku sína í mótmælunum sem stóðu yfir í rúma 10 daga í apríl. Mótmælendur stöðvuðu umferð í miðborg Lundúna og trufluðu daglegt líf Lundúnabúa. Alls voru 10.000 lögreglumenn settir í það verkefni að fylgjast með mótmælunum, sem kostaði tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna.getty/ WIktor SzymanowiczLögregluembættið vill að allir 1.130 einstaklingarnir sem voru handteknir verði ákærðir, segir Laurence Taylor, aðstoðarlögreglustjóri Lundúna. „Við höfum ákært rúmlega 70 manns. Mál hinna eru nú í rannsókn og við höfum lið 30 ákafra lögreglumanna sem eru að rannsaka þessi brot,“ bætti hann við. Skipuleggjendur mótmælanna hvöttu mótmælendur til að láta handtaka sig viljandi, til að valda eins mikilli upplausn og hægt væri, við vegatálmana við Waterloo brú, Oxford Circus og Marble sigurbogann og aðrir límdu sig við lestir og byggingar. Taylor kallaði eftir því að lög um mótmæli yrðu endurskoðuð og refsingar fyrir þá sem brjóta lög á meðan á mótmælum stendur verði hertar. Taylor lét þessi ummæli falla þegar þúsundir barna mótmæltu út um allan heim og kröfðust aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni. „Ég er ekki að segja að þau eigi að fara í fangelsi, en við myndum vilja sjá afleiðingar fyrir aðgerðir á þessum viðburðum sem eru ólöglegar,“ sagði Taylor. „Mótmæli eru ekki ólögleg. Hins vegar geta aðgerðir einstaklinga á mótmælum verið það.“ Bretland England Loftslagsmál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum „Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nú þegar hafa 70 aðgerðasinnar verið ákærðir fyrir þátttöku sína í mótmælunum sem stóðu yfir í rúma 10 daga í apríl. Mótmælendur stöðvuðu umferð í miðborg Lundúna og trufluðu daglegt líf Lundúnabúa. Alls voru 10.000 lögreglumenn settir í það verkefni að fylgjast með mótmælunum, sem kostaði tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna.getty/ WIktor SzymanowiczLögregluembættið vill að allir 1.130 einstaklingarnir sem voru handteknir verði ákærðir, segir Laurence Taylor, aðstoðarlögreglustjóri Lundúna. „Við höfum ákært rúmlega 70 manns. Mál hinna eru nú í rannsókn og við höfum lið 30 ákafra lögreglumanna sem eru að rannsaka þessi brot,“ bætti hann við. Skipuleggjendur mótmælanna hvöttu mótmælendur til að láta handtaka sig viljandi, til að valda eins mikilli upplausn og hægt væri, við vegatálmana við Waterloo brú, Oxford Circus og Marble sigurbogann og aðrir límdu sig við lestir og byggingar. Taylor kallaði eftir því að lög um mótmæli yrðu endurskoðuð og refsingar fyrir þá sem brjóta lög á meðan á mótmælum stendur verði hertar. Taylor lét þessi ummæli falla þegar þúsundir barna mótmæltu út um allan heim og kröfðust aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni. „Ég er ekki að segja að þau eigi að fara í fangelsi, en við myndum vilja sjá afleiðingar fyrir aðgerðir á þessum viðburðum sem eru ólöglegar,“ sagði Taylor. „Mótmæli eru ekki ólögleg. Hins vegar geta aðgerðir einstaklinga á mótmælum verið það.“
Bretland England Loftslagsmál Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira