Vilja lögsækja 1.130 loftslagsaðgerðasinna Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. maí 2019 16:59 Lögreglan handtekur mótmælanda. getty/Robin Pope Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum „Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nú þegar hafa 70 aðgerðasinnar verið ákærðir fyrir þátttöku sína í mótmælunum sem stóðu yfir í rúma 10 daga í apríl. Mótmælendur stöðvuðu umferð í miðborg Lundúna og trufluðu daglegt líf Lundúnabúa. Alls voru 10.000 lögreglumenn settir í það verkefni að fylgjast með mótmælunum, sem kostaði tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna.getty/ WIktor SzymanowiczLögregluembættið vill að allir 1.130 einstaklingarnir sem voru handteknir verði ákærðir, segir Laurence Taylor, aðstoðarlögreglustjóri Lundúna. „Við höfum ákært rúmlega 70 manns. Mál hinna eru nú í rannsókn og við höfum lið 30 ákafra lögreglumanna sem eru að rannsaka þessi brot,“ bætti hann við. Skipuleggjendur mótmælanna hvöttu mótmælendur til að láta handtaka sig viljandi, til að valda eins mikilli upplausn og hægt væri, við vegatálmana við Waterloo brú, Oxford Circus og Marble sigurbogann og aðrir límdu sig við lestir og byggingar. Taylor kallaði eftir því að lög um mótmæli yrðu endurskoðuð og refsingar fyrir þá sem brjóta lög á meðan á mótmælum stendur verði hertar. Taylor lét þessi ummæli falla þegar þúsundir barna mótmæltu út um allan heim og kröfðust aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni. „Ég er ekki að segja að þau eigi að fara í fangelsi, en við myndum vilja sjá afleiðingar fyrir aðgerðir á þessum viðburðum sem eru ólöglegar,“ sagði Taylor. „Mótmæli eru ekki ólögleg. Hins vegar geta aðgerðir einstaklinga á mótmælum verið það.“ Bretland England Loftslagsmál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Sjá meira
Lögreglan í Lundúnum hefur lýst því yfir að alla þá 1.100 einstaklingar sem handteknir voru í loftslagsmótmælunum „Extinction Rebellion“ eigi að lögsækja. Frá þessu er greint á vef Sky News. Nú þegar hafa 70 aðgerðasinnar verið ákærðir fyrir þátttöku sína í mótmælunum sem stóðu yfir í rúma 10 daga í apríl. Mótmælendur stöðvuðu umferð í miðborg Lundúna og trufluðu daglegt líf Lundúnabúa. Alls voru 10.000 lögreglumenn settir í það verkefni að fylgjast með mótmælunum, sem kostaði tæpa 1,2 milljarða íslenskra króna.getty/ WIktor SzymanowiczLögregluembættið vill að allir 1.130 einstaklingarnir sem voru handteknir verði ákærðir, segir Laurence Taylor, aðstoðarlögreglustjóri Lundúna. „Við höfum ákært rúmlega 70 manns. Mál hinna eru nú í rannsókn og við höfum lið 30 ákafra lögreglumanna sem eru að rannsaka þessi brot,“ bætti hann við. Skipuleggjendur mótmælanna hvöttu mótmælendur til að láta handtaka sig viljandi, til að valda eins mikilli upplausn og hægt væri, við vegatálmana við Waterloo brú, Oxford Circus og Marble sigurbogann og aðrir límdu sig við lestir og byggingar. Taylor kallaði eftir því að lög um mótmæli yrðu endurskoðuð og refsingar fyrir þá sem brjóta lög á meðan á mótmælum stendur verði hertar. Taylor lét þessi ummæli falla þegar þúsundir barna mótmæltu út um allan heim og kröfðust aðgerða til að bregðast við loftslagsvánni. „Ég er ekki að segja að þau eigi að fara í fangelsi, en við myndum vilja sjá afleiðingar fyrir aðgerðir á þessum viðburðum sem eru ólöglegar,“ sagði Taylor. „Mótmæli eru ekki ólögleg. Hins vegar geta aðgerðir einstaklinga á mótmælum verið það.“
Bretland England Loftslagsmál Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Sjá meira