Eldflaugar flugu þrátt fyrir vopnahlé Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 12:29 Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. AP/Khalil Hamra Fimm eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael í morgun, þrátt fyrir að vopnahléi hafi verið lýst yfir. Það var gert eftir tveggja daga átök þar sem minnst 34 dóu í Palestínu, þar af átta börn og þrjár konur. Embættismenn í Palestínu segja minnst 18 þeirra hafa verið vígamenn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þessum nýju eldflaugaskotum en ró virðist komin aftur á svæðið í kjölfar þeirra. Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. PIJ segja þó að meðlimir samtakanna, sem hafi ekki frétt af vopnahléinu, hafi líklega skotið eldflaugunum. Vopnahléið er til komið með aðkomu embættismanna frá Egyptalandi, sem hafa ítrekað miðlað á milli fylkinga á Gasa og í Ísrael, og Sameinuðu þjóðanna. Átökin hófust þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Ísrael lýsa aðgerðum sínum sem sigri, þrátt fyrir dauðsföll almennra borgara, og heita því að beita þessari taktík áfram. Þeir segjast hafa fellt um 25 vígamenn í loftárásum.Forsvarsmenn PIJ segja þó að ein af kröfum þeirra vegna vopnahlés hafi verið að her Ísraels hætti að ráða leiðtoga samtakanna af dögum. Samtökin eru studd af Íran. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael, segir vígamenn á Gasa hvergi vera örugga. „Hryðjuverkamaður sem reynir að skaða ísraelska borgara mun ekki geta sofið værum svefni. Ekki á heimili sínu og í rúmi sínu eða á einhverjum felustað.“ Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06 Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22 Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Fimm eldflaugum var skotið frá Gasa að Ísrael í morgun, þrátt fyrir að vopnahléi hafi verið lýst yfir. Það var gert eftir tveggja daga átök þar sem minnst 34 dóu í Palestínu, þar af átta börn og þrjár konur. Embættismenn í Palestínu segja minnst 18 þeirra hafa verið vígamenn. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á þessum nýju eldflaugaskotum en ró virðist komin aftur á svæðið í kjölfar þeirra. Heilt yfir hefur um 450 eldflaugum og sprengju verið varpað á Ísrael frá því á þriðjudagsmorgun og her Ísrael gerði fjölda loftárása á Gasa. PIJ segja þó að meðlimir samtakanna, sem hafi ekki frétt af vopnahléinu, hafi líklega skotið eldflaugunum. Vopnahléið er til komið með aðkomu embættismanna frá Egyptalandi, sem hafa ítrekað miðlað á milli fylkinga á Gasa og í Ísrael, og Sameinuðu þjóðanna. Átökin hófust þegar herinn réð Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad (PIJ), af dögum í loftárás. PIJ eru studd af Íran en embættismenn í Ísrael segja umræddan leiðtoga hafa verið „tifandi tímasprengju“ og hann hafi staðið að baki fjölda árása á Ísrael. AP fréttaveitan segir yfirvöld í Ísrael lýsa aðgerðum sínum sem sigri, þrátt fyrir dauðsföll almennra borgara, og heita því að beita þessari taktík áfram. Þeir segjast hafa fellt um 25 vígamenn í loftárásum.Forsvarsmenn PIJ segja þó að ein af kröfum þeirra vegna vopnahlés hafi verið að her Ísraels hætti að ráða leiðtoga samtakanna af dögum. Samtökin eru studd af Íran. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísrael, segir vígamenn á Gasa hvergi vera örugga. „Hryðjuverkamaður sem reynir að skaða ísraelska borgara mun ekki geta sofið værum svefni. Ekki á heimili sínu og í rúmi sínu eða á einhverjum felustað.“
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12 Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06 Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22 Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Vígamenn segja ekki tímabært að ræða frið á Gasa Minnst 21 hefur fallið í loftárásum Ísraelshers á Gaza frá því í gær og herinn segir 250 eldflaugum og sprengjum hafa verið skotið á Ísrael í gær og í morgun. 13. nóvember 2019 12:12
Samið um vopnahlé milli Ísraela og liðsmanna PIJ Tveir dagar eru síðan átök blossuðu upp í kjölfar loftárásar Ísraela þar sem háttsettur PIJ-maður lét lífið ásamt konu sinni. 14. nóvember 2019 08:06
Segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn Ísraelar gerðu enn eina loftárásina á Gasasvæðið í morgun og segjast hafa fellt tvo íslamska vígamenn. Eldflaugaskot frá Gasa hófust einnig á ný í morgun eftir hlé í nótt. 13. nóvember 2019 08:22
Vilja ekki stigmögnun en segjast svara fyrir sig Um 150 eldflaugum og sprengjum hefur verið skotið frá Gaza á Ísrael í morgun eftir að her Ísrael felldi Baha Abu al-Ata, einn af leiðtogum Islamic Jihad, í loftárás í nótt. 12. nóvember 2019 12:46