Svíþjóð

Fréttamynd

Evrópu­ríki lýsa yfir ó­á­nægju með breytingar Pfizer

Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Solsidan-leik­konan Mona Malm er látin

Sænska leikkonan Mona Malm, sem gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk sín í myndinni Fanny og Alexander og gamanþáttunum Solsidan, er látin, 85 ára að aldri.

Menning
Fréttamynd

Greta Thunberg heiðruð á sænsku frímerki

Teikning af aðgerðasinnanum Gretu Thunberg prýðir nú sænskt frímerki. Um er að ræða viðurkenningu til handa Thunberg, fyrir viðleitni hennar til að „varðveita einstaka náttúru Svíþjóðar fyrir komandi kynslóðir.“

Erlent
Fréttamynd

Mæla með frekari grímunotkun í ljósi metfjölda dauðsfalla

Yfirvöld í Svíþjóð lögðu til í dag að farþegar almenningsamganga notuðust við grímur á háannatíma. Það yrði væri gert til að sporna gegn mikilli dreifingu nýju kórónuveirunnar. Svíar tilkynntu í dag að 8.846 hefðu greinst smitaðir nýverið og voru 243 ný dauðsföll tilkynnt.

Erlent
Fréttamynd

Nýja afbrigðið greindist í Svíþjóð

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er meira smitandi og á rætur að rekja til Bretlands, hefur greinst í Svíþjóð. Einstaklingur smitaður af afbrigðinu kom til Suðurmannalands í Svíþjóð í vikunni fyrir jól, en hafði verið í sjálfskipaðri sóttkví frá komunni til landsins þar til hann greindist.

Erlent
Fréttamynd

Svíar og Frakkar loka á Bretland

Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.