Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 16:46 Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. AP/J. Scott Applewhite Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeildinni í lok október með miklum meirihluta, 405 atkvæði gegn 11. Tyrkir fordæmdu þá atkvæðagreiðslu harðlega. Til að verða opinber stefna Bandaríkjanna hefði öldungadeildin einnig þurft að samþykkja ályktunina og Donald Trump, forseti, þyrfti einnig að staðfesta hana. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena.Sjá einnig: Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorðÁ þinginu í gærkvöldi sagði Graham að þingmenn ættu ekki að „fegra söguna eða endurskrifa hana“, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar getur hvaða þingmaður sem er komið í veg fyrir samþykkt ályktanna. „Ég var á fundi með Erdogan forseta og Trump forseta um vandamál okkar í Sýrlandi vegna innrásar Tyrkja. Ég vonast til þess að Tyrkland og Armenía geti náð sátt vegna þessa vandamáls,“ sagði Graham einnig.Graham hefur verið harðlega gagnrýninn á Erdogan vegna innrásar Tyrkja í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Hann og aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins mættu á fund Erdogan og Trump í gær. Fyrir fundinn hafði þingmönnunum verið sagt af starfsmönnum Hvíta hússins að ræða eingöngu áhyggjur þeirra vegna kaupa Tyrkja á loftvarnakerfi frá Rússum. Samkvæmt heimildum CNN deildu Graham og Erdogan þó vegna innrásarinnar og einn heimildarmaður CNN sagði Graham hafa verið mjög aðgangsharðan.Í dag sagði Graham svo að yfirlýsingar Erdogan um að Tyrkir hefðu barist hvað harðast og tapað hvað mestu vegna Íslamska ríkisins væru einfaldlega rangar. Það hefði reitt hann til reiði, því að hafi verið Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum sem töpuðu um tíu þúsund manns í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Á fundinum dró Erdogan fram spjaldtölvu sem hann notaði til að sýna þingmönnunum áróðursmyndband gegn Kúrdum. Einn heimildarmaður CNN sagði myndbandið „fjarstæðukennt“. Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeildinni í lok október með miklum meirihluta, 405 atkvæði gegn 11. Tyrkir fordæmdu þá atkvæðagreiðslu harðlega. Til að verða opinber stefna Bandaríkjanna hefði öldungadeildin einnig þurft að samþykkja ályktunina og Donald Trump, forseti, þyrfti einnig að staðfesta hana. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena.Sjá einnig: Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorðÁ þinginu í gærkvöldi sagði Graham að þingmenn ættu ekki að „fegra söguna eða endurskrifa hana“, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar getur hvaða þingmaður sem er komið í veg fyrir samþykkt ályktanna. „Ég var á fundi með Erdogan forseta og Trump forseta um vandamál okkar í Sýrlandi vegna innrásar Tyrkja. Ég vonast til þess að Tyrkland og Armenía geti náð sátt vegna þessa vandamáls,“ sagði Graham einnig.Graham hefur verið harðlega gagnrýninn á Erdogan vegna innrásar Tyrkja í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Hann og aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins mættu á fund Erdogan og Trump í gær. Fyrir fundinn hafði þingmönnunum verið sagt af starfsmönnum Hvíta hússins að ræða eingöngu áhyggjur þeirra vegna kaupa Tyrkja á loftvarnakerfi frá Rússum. Samkvæmt heimildum CNN deildu Graham og Erdogan þó vegna innrásarinnar og einn heimildarmaður CNN sagði Graham hafa verið mjög aðgangsharðan.Í dag sagði Graham svo að yfirlýsingar Erdogan um að Tyrkir hefðu barist hvað harðast og tapað hvað mestu vegna Íslamska ríkisins væru einfaldlega rangar. Það hefði reitt hann til reiði, því að hafi verið Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum sem töpuðu um tíu þúsund manns í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Á fundinum dró Erdogan fram spjaldtölvu sem hann notaði til að sýna þingmönnunum áróðursmyndband gegn Kúrdum. Einn heimildarmaður CNN sagði myndbandið „fjarstæðukennt“.
Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47