Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2019 07:47 Minnisvarðinn um þjóðarmorðið á Armenum í Jerevan, höfuðborg Armeníu. Getty Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. Málið er mjög viðkvæmt og kemur samþykktin á erfiðum tíma í tvíhliða samskiptum Bandaríkjanna og Tyrklands. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena. Í frétt BBC segir að fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sem sækist nú eftir að verða forsetaefni Demókrata, telji að með atkvæðagreiðslunni í gær sé verið að heiðra minningu hinna látnu. Alls greiddu 405 atkvæði með ályktuninni, en ellefu gegn.Tyrkir fordæma ályktunina Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir atkvæðagreiðsluna hefndaraðgerð vegna hernaðaraðgerða Tyrklands í norðanverðu Sýrlandi fyrr í mánuðinum. Hefur Tyrklandsstjórn harðlega fordæmt ályktunina. Alls hafa á fjórða tug ríkja viðurkennt morðin sem þjóðarmorð, þar á meðal Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Rússland. Íslensk stjórnvöld hafa ekki viðurkennt atburðina sem þjóðarmorð. Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. Málið er mjög viðkvæmt og kemur samþykktin á erfiðum tíma í tvíhliða samskiptum Bandaríkjanna og Tyrklands. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena. Í frétt BBC segir að fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sem sækist nú eftir að verða forsetaefni Demókrata, telji að með atkvæðagreiðslunni í gær sé verið að heiðra minningu hinna látnu. Alls greiddu 405 atkvæði með ályktuninni, en ellefu gegn.Tyrkir fordæma ályktunina Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, segir atkvæðagreiðsluna hefndaraðgerð vegna hernaðaraðgerða Tyrklands í norðanverðu Sýrlandi fyrr í mánuðinum. Hefur Tyrklandsstjórn harðlega fordæmt ályktunina. Alls hafa á fjórða tug ríkja viðurkennt morðin sem þjóðarmorð, þar á meðal Brasilía, Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Rússland. Íslensk stjórnvöld hafa ekki viðurkennt atburðina sem þjóðarmorð.
Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“