Hættuleg hitabylgja hrellir Evrópubúa og er ekki á förum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. júní 2019 08:00 Þessir Parísarbúar stungu sér á bólakaf til þess að flýja hitann. Nordicphotos/AFP Evrópa Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni uppgufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstaklega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu hlýrri. Við erum enn að sjá öfgafull veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þingsins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslagsbreytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að takast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráðherra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Evrópa Hitabylgja hélt áfram að hrella fólk víða um Evrópu í gær og fór hiti vel yfir fjörutíu stig í til að mynda Frakklandi, á Spáni og í Sviss. Degi fyrr höfðu hitamet fallið í Þýskalandi, Póllandi og Tékklandi en búist er við því að enn hitni um helgina. Þeir veðurfræðingar sem breska ríkisútvarpið vitnaði til í gær sögðu ofsahitann kominn til vegna vinda frá norðanverðri Afríku. Timothy Hewson, sem stýrir veðurspáteymi evrópsku veðurstofunnar ECMWF, sagði það einnig spila stóra rullu að það hefur verið heiðskírt víða. Þurri jörð sé einnig um að kenna vegna þess að það ástand þýðir minni uppgufun. Íbúar hafa verið varaðir sérstaklega við hitabylgjunni, en hiti sem þessi getur verið lífshættulegur. Þess er skemmst að minnast að um 15.000 dóu í Frakklandi eftir álíka hitabylgju í ágúst 2003, að því er fram kom í frétt France 24. Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. Veröldin sé nú um einni gráðu hlýrri en fyrir iðnbyltingu og því séu veðuröfgar orðnar algengari. „Nú þegar við fáum hitabylgjur verða þær líklega að minnsta kosti gráðu hlýrri. Við erum enn að sjá öfgafull veðrabrigði en þau eru að verða algengari,“ sagði Grahame Madge hjá bresku veðurstofunni við BBC. Loftslagsmálanefnd breska þingsins varaði við því síðasta sumar að hitabylgjur sem þessar gætu orðið árlegur viðburður vegna loftslagsbreytinga. Nefndin komst að því að um 7.000 Bretar gætu dáið á ári vegna hitabylgna ef ekki er gripið inn í sem fyrst. „Þessi aukning í veðuröfgum er nákvæmlega sú sem loftslagsvísindin hafa spáð og eru afleiðing hamfarahlýnunar. Hún er svo afleiðing aukins útblásturs gróðurhúsalofttegunda,“ hafði AP eftir Stefan Rahmstorf, loftslagsvísindamanni hjá loftslagsrannsóknastofnuninni PIK í Þýskalandi.Katalónía brennur Miklir skógareldar hafa kviknað vegna hitabylgjunnar í Tarragona í suðurhluta spænska héraðsins Katalóníu. Búist er við því að eldarnir verði einir þeir verstu í tuttugu ár og voru í það minnsta 5.500 hektarar alelda í gær, að því er kom fram í frétt katalónska miðilsins ACN. Rúmlega 500 slökkviliðsmenn og hermenn börðust við eldana í gær. 53 íbúum hefur verið gert að flýja heimili sín en talið er að um 20.000 gætu lent í hættu vegna hamfaranna. Þá hefur fimm stofnbrautum verið lokað og fólki er ráðlagt að halda sig fjarri svæðinu. „Við höfum ekki þurft að takast á við viðlíka elda í tuttugu ár. Þeir gætu brennt 20.000 hektara svæði. Við þurfum að passa okkur því hvers konar kæruleysi gæti orsakað hörmulega ógæfu,“ tísti Miquel Buch, innanríkisráðherra héraðsins, í gær. David Borrell, slökkviliðsstjóri svæðisins, sagði við Catalunya Radio að það væri erfitt að vera bjartsýnn á að slökkvistarf gangi vel. „Landslagið er afar erfitt og veldur miklum vandamálum. Veðrið er einnig til vandræða. Það þreytir okkur og þýðir að við þurfum að leggja enn harðar að okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Skógareldar Spánn Veður Tengdar fréttir Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52 Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Hitametin falla á meginlandinu Hitinn á enn að hækka víða á meginlandi Evrópu í dag. Varað er við hættu á skógareldum og ógn við heilsu manna. 27. júní 2019 07:52
Parísarbúar búa sig undir allt að fjörutíu stiga hita Líkur eru á því að hitamet fyrir júní falli í Frakklandi, Þýskalandi, Sviss og Belgíu í hitabylgju í vikunni. 24. júní 2019 10:39