Allra augu á Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2019 08:30 Trump og Pútín áttu fund í Japan í gær. Nordicphotos/AFP Eins og svo oft vill verða þá voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar G20-ríkjanna komu til fundar í Japan í gær. Þar ræddi forsetinn til að mynda við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en í dag á hann bókaðan fund með Xi Jinping, forseta Kína. Fundur Trumps og Pútíns var sá fyrsti frá því Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti niðurstöður sínar og sagði rannsókn hafa sýnt fram á að Rússar hefðu ráðist á bandarískt lýðræði með óeðlilegum afskiptum af forsetakosningunum 2016. Trump þóttist þar af leiðandi skamma Pútín. Þegar blaðamaður spurði Trump hvort hann myndi segja Rússanum að skipta sér ekki af næstu kosningum sneri Trump sér til hliðar, veifaði fingri sínum að Pútín og sagði: „Ekki skipta þér af kosningunum.“ Pútín svaraði ekki sérstaklega heldur glotti. Sá rússneski byrjaði sinn dag á því að birta grein í Financial Times þar sem hann tjáði sig um stöðuna í alþjóðamálum. Þar sagði hann frjálslyndisstefnuna hafa beðið skipbrot og lofaði uppgang popúlismans í Evrópu og Bandaríkjunum. Fór fögrum orðum um Trump, sem hann sagði hæfileikaríkan. Pútín átti einnig fund með Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Breta, þar sem þau ræddu eiturárásina á Sergeí Skrípal, rússneska fyrrverandi gagnnjósnarann, og þá ræddi Emmanuel Macron Frakklandsforseti um að þörf væri á sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga um loftslagsmálin. Mest er þó eftirvæntingin fyrir fyrrnefndum fundi Trumps og Xi. Mikið er undir enda er þetta fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því viðræðum um nýjan fríverslunarsamning var slitið í maí. Síðan þá hefur tollastríð ríkjanna harðnað. Að því er Reuters hafði eftir Larry Kudlow, efnahagsmálaráðgjafa Trumps, hafa Bandaríkjamenn ekki skuldbundið sig til neins í aðdraganda fundarins. Trump hefur ekki dregið til baka hótanir um frekari tolla og ekki heldur gefið í skyn að Bandaríkjamenn séu viljugir til þess að draga þær kröfur í land sem Kínverjar hafa hafnað. Kröfurnar eru sagðar snúast um aðgang bandarískra fyrirtækja að kínverskum markaði og verndun bandarískra hugverka. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Eins og svo oft vill verða þá voru allra augu á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þegar leiðtogar G20-ríkjanna komu til fundar í Japan í gær. Þar ræddi forsetinn til að mynda við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, en í dag á hann bókaðan fund með Xi Jinping, forseta Kína. Fundur Trumps og Pútíns var sá fyrsti frá því Robert Mueller, sérstakur saksóknari bandaríska dómsmálaráðuneytisins, birti niðurstöður sínar og sagði rannsókn hafa sýnt fram á að Rússar hefðu ráðist á bandarískt lýðræði með óeðlilegum afskiptum af forsetakosningunum 2016. Trump þóttist þar af leiðandi skamma Pútín. Þegar blaðamaður spurði Trump hvort hann myndi segja Rússanum að skipta sér ekki af næstu kosningum sneri Trump sér til hliðar, veifaði fingri sínum að Pútín og sagði: „Ekki skipta þér af kosningunum.“ Pútín svaraði ekki sérstaklega heldur glotti. Sá rússneski byrjaði sinn dag á því að birta grein í Financial Times þar sem hann tjáði sig um stöðuna í alþjóðamálum. Þar sagði hann frjálslyndisstefnuna hafa beðið skipbrot og lofaði uppgang popúlismans í Evrópu og Bandaríkjunum. Fór fögrum orðum um Trump, sem hann sagði hæfileikaríkan. Pútín átti einnig fund með Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra Breta, þar sem þau ræddu eiturárásina á Sergeí Skrípal, rússneska fyrrverandi gagnnjósnarann, og þá ræddi Emmanuel Macron Frakklandsforseti um að þörf væri á sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga um loftslagsmálin. Mest er þó eftirvæntingin fyrir fyrrnefndum fundi Trumps og Xi. Mikið er undir enda er þetta fyrsti fundur leiðtoganna tveggja frá því viðræðum um nýjan fríverslunarsamning var slitið í maí. Síðan þá hefur tollastríð ríkjanna harðnað. Að því er Reuters hafði eftir Larry Kudlow, efnahagsmálaráðgjafa Trumps, hafa Bandaríkjamenn ekki skuldbundið sig til neins í aðdraganda fundarins. Trump hefur ekki dregið til baka hótanir um frekari tolla og ekki heldur gefið í skyn að Bandaríkjamenn séu viljugir til þess að draga þær kröfur í land sem Kínverjar hafa hafnað. Kröfurnar eru sagðar snúast um aðgang bandarískra fyrirtækja að kínverskum markaði og verndun bandarískra hugverka.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34 Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00 Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni. 28. júní 2019 08:34
Bandaríkjamenn bjartsýnir á lausn deilunnar við Kína Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir viðræðurnar við Kínverja vera komnar níutíu prósent áleiðis. Forsetar ríkjanna tveggja munu hittast í Japan um helgina. Viðræðum var slitið í maí og bentu ríkin tvö hvort á annað. 27. júní 2019 07:00
Trump segist vilja taka í spaðann á Kim Donald Trump Bandaríkjaforseti segir á Twitter síðu sinni í kvöld að eftir að mikilvægum fundi hans með Xi Jingping, forseta Kína, lýkur muni hann halda frá Japan til Suður-Kóreu ásamt forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. 28. júní 2019 23:27