Kwame gekk í raðir Breiðabliks frá Víkingi úr Ólafsvík fyrir síðustu leiktíð en hefur ekki byrjað einn leik hjá Breiðablik í Pepsi Max-deildinni í sumar.
Víkingur hefur fengið vængmanninn Kwame Quee að láni út tímabilið frá Breiðablik. Knattspyrnudeild Víkings býður Kwame velkominn í félagið. pic.twitter.com/ki2pMzHS2s
— Víkingur FC (@vikingurfc) June 29, 2019
Hann hefur einugis komið við sögu í einum leik og þá kom hann inn á sem varamaður í tapi gegn Skagamönnum á Kópavogsvelli.
Hann skoraði hins vegar er hann byrjaði gegn HK í Mjólkurbikarnum en hefur nú verið lánaður í Fossvoginn.
Víkingur er í níunda sæti Pepsi Max-deildarinnar og er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.