Trudeau braut siðareglur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2019 21:01 Trudeau hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, braut siðareglur þegar hann reyndi að hafa áhrif á dómsmálaráðherra Kanada í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims.Þetta er niðurstaða siðareglumeistara alríkisstjórnarinnar í Kanada sem hóf athugun á málinu eftir að fréttir voru sagðar af því að Trudeau hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofunni frá málaferlum. Var hann sagður hafa beðið Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin, og beitt hana þrýstingi í þeim efnum. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Í niðurstöðu siðareglumeistarans segir að Trudeau hafi brotið þá grein siðareglna kanadísku alríkisstjórnarinnar sem meina þeim sem sitja í opinberu embætti að beita stöðu sinni á óeðlilegan hátt í þágu þriðja aðila. „Forsætisráðherrann gerði það, bæði í eigin persónu og í gegnum háttsetta embættismenn, og beitti Wilson-Raybould þrýstingi á margvíslegan hátt,“ er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni. Engin viðurlög eru við brotum forsætisráðherrans en talið er að málið geti haft áhrif á fylgi hans og Frjálslynda flokksins í kosningunum í október. Sjálfur segist Trudeau samþykkja niðurstöður siðareglumeistarans, þrátt fyrir að hann taki ekki undir allt það sem fram kemur í skýrslunni. Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau að ná vopnum sínum eftir hneykslismál Kanadíski forsætisráðherrann hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. 9. júlí 2019 19:44 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, braut siðareglur þegar hann reyndi að hafa áhrif á dómsmálaráðherra Kanada í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims.Þetta er niðurstaða siðareglumeistara alríkisstjórnarinnar í Kanada sem hóf athugun á málinu eftir að fréttir voru sagðar af því að Trudeau hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofunni frá málaferlum. Var hann sagður hafa beðið Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin, og beitt hana þrýstingi í þeim efnum. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Í niðurstöðu siðareglumeistarans segir að Trudeau hafi brotið þá grein siðareglna kanadísku alríkisstjórnarinnar sem meina þeim sem sitja í opinberu embætti að beita stöðu sinni á óeðlilegan hátt í þágu þriðja aðila. „Forsætisráðherrann gerði það, bæði í eigin persónu og í gegnum háttsetta embættismenn, og beitti Wilson-Raybould þrýstingi á margvíslegan hátt,“ er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni. Engin viðurlög eru við brotum forsætisráðherrans en talið er að málið geti haft áhrif á fylgi hans og Frjálslynda flokksins í kosningunum í október. Sjálfur segist Trudeau samþykkja niðurstöður siðareglumeistarans, þrátt fyrir að hann taki ekki undir allt það sem fram kemur í skýrslunni.
Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau að ná vopnum sínum eftir hneykslismál Kanadíski forsætisráðherrann hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. 9. júlí 2019 19:44 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau að ná vopnum sínum eftir hneykslismál Kanadíski forsætisráðherrann hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. 9. júlí 2019 19:44
Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49