Trudeau braut siðareglur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2019 21:01 Trudeau hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. Vísir/EPA Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, braut siðareglur þegar hann reyndi að hafa áhrif á dómsmálaráðherra Kanada í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims.Þetta er niðurstaða siðareglumeistara alríkisstjórnarinnar í Kanada sem hóf athugun á málinu eftir að fréttir voru sagðar af því að Trudeau hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofunni frá málaferlum. Var hann sagður hafa beðið Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin, og beitt hana þrýstingi í þeim efnum. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Í niðurstöðu siðareglumeistarans segir að Trudeau hafi brotið þá grein siðareglna kanadísku alríkisstjórnarinnar sem meina þeim sem sitja í opinberu embætti að beita stöðu sinni á óeðlilegan hátt í þágu þriðja aðila. „Forsætisráðherrann gerði það, bæði í eigin persónu og í gegnum háttsetta embættismenn, og beitti Wilson-Raybould þrýstingi á margvíslegan hátt,“ er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni. Engin viðurlög eru við brotum forsætisráðherrans en talið er að málið geti haft áhrif á fylgi hans og Frjálslynda flokksins í kosningunum í október. Sjálfur segist Trudeau samþykkja niðurstöður siðareglumeistarans, þrátt fyrir að hann taki ekki undir allt það sem fram kemur í skýrslunni. Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau að ná vopnum sínum eftir hneykslismál Kanadíski forsætisráðherrann hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. 9. júlí 2019 19:44 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, braut siðareglur þegar hann reyndi að hafa áhrif á dómsmálaráðherra Kanada í tengslum við rannsókn á meintu misferli SNC-Lavalin, eins stærsta verkfræði- og byggingarfyrirtæki heims.Þetta er niðurstaða siðareglumeistara alríkisstjórnarinnar í Kanada sem hóf athugun á málinu eftir að fréttir voru sagðar af því að Trudeau hafi á ólögmætan hátt komið að því að forða verkfræðistofunni frá málaferlum. Var hann sagður hafa beðið Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra Kanada, að grípa inn í málaferli á hendur SNC-Lavalin, og beitt hana þrýstingi í þeim efnum. Mál verkfræðistofunnar snerist um að fyrrum yfirmenn hennar eiga að hafa gerst sekir um mútugreiðslur í viðleitni til þess að fá réttinn að verkefnum í Líbíu á stjórnartíð Muammars Gaddafi, en hann var settur af árið 2011. Í niðurstöðu siðareglumeistarans segir að Trudeau hafi brotið þá grein siðareglna kanadísku alríkisstjórnarinnar sem meina þeim sem sitja í opinberu embætti að beita stöðu sinni á óeðlilegan hátt í þágu þriðja aðila. „Forsætisráðherrann gerði það, bæði í eigin persónu og í gegnum háttsetta embættismenn, og beitti Wilson-Raybould þrýstingi á margvíslegan hátt,“ er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni. Engin viðurlög eru við brotum forsætisráðherrans en talið er að málið geti haft áhrif á fylgi hans og Frjálslynda flokksins í kosningunum í október. Sjálfur segist Trudeau samþykkja niðurstöður siðareglumeistarans, þrátt fyrir að hann taki ekki undir allt það sem fram kemur í skýrslunni.
Kanada Tengdar fréttir Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau að ná vopnum sínum eftir hneykslismál Kanadíski forsætisráðherrann hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. 9. júlí 2019 19:44 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Á upptökunni heyrist einn nánasti ráðgjafi Trudeau forsætisráðherra beita þáverandi dómsmálaráðherrann þrýstingi að sækja ekki stórfyrirtæki til saka. 30. mars 2019 08:48
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau að ná vopnum sínum eftir hneykslismál Kanadíski forsætisráðherrann hefur verið á hálum ís vegna ásakana um að hann hafi haft óeðlileg afskipti af meiriháttar spillingarmáli. 9. júlí 2019 19:44
Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49