Xi segir Pútín sinn albesta vin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2019 07:45 Leiðtogunum tveimur kom afar vel saman á fundi í gær. Nordicphotos/AFP Samband Rússlands og Kína hefur aldrei verið jafngott. Þetta sögðu þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áður en þeir funduðu saman í rússnesku höfuðborginni Moskvu í gær. „Okkur hefur tekist að styrkja sambandið svo mjög að það hefur aldrei í sögunni verið traustara. Við munum halda áfram á þessari leið og erum tilbúnir til náins samstarfs,“ sagði Xi. Leiðtogarnir voru saman komnir til þess að fagna 70 ára afmæli stjórnmálasambands veldanna tveggja. Þeir undirrituðu viðskipta- og fjárfestingarsamninga í leiðinni en ekki lá fyrir er fréttin var skrifuð nákvæmlega um hvað þeir samningar snerust. Í dag mun Xi svo halda ræðu á SPIEF-efnahagsmálaráðstefnunni í Sankti Pétursborg. Xi sagði í viðtali við rússneska ríkismiðilinn TASS að Pútín væri hans besti og nánasti vinur. „Samskipti mín við Pútín forseta byggjast á miklu og gagnkvæmu trausti. Á þeim grunni byggjum við nána vináttu okkar. Við komum fram við hvor annan af virðingu, erum hreinskilnir og sýnum hvor öðrum skilning.“ Nánara samstarf Kína og Rússlands gæti reynst ríkjunum tveimur mikilvægt nú þegar þau standa frammi fyrir aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á í erfiðu tollastríði við Kínverja sem Trump segir vegna viðskiptahalla og þá er samband Bandaríkjamanna og Rússa afar stirt. Einkum vegna meintra óeðlilegra afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í Bandaríkjunum, kallaði „árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna“. Bandaríski miðillinn CNN hafði eftir Willy Lam, prófessor og stjórnmálagreinanda við Kínverska háskólann í Hong Kong, að þessi leiðtogafundur væri til þess gerður að sýna Bandaríkjamönnum að „sterkt bandalag Peking og Moskvu“ gæti staðið gegn því sem kínversk stjórnvöld kalla bandaríska einangrunarhyggju. Sú greining rímar við orðræðu kínverska forsetans sem hefur undanfarin misseri orðið tíðrætt um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Ríkin standa saman í andstöðu við Bandaríkin í málefnum Írans til dæmis. Kínverski forsetinn sagði í gær að ríkin væru sammála um kjarnorkumál Írans og lýsti sig mótfallinn einhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Þá sagði hann einnig að Kína myndi beita sér fyrir sátt í Venesúela en bæði Kínverjar og Rússar styðja Nicolás Maduro forseta á meðan Bandaríkjamenn styðja stjórnarandstæðinginn Juan Guaidó, sem hið valdalitla þing álítur starfandi forseta. Kínverjar og Rússar hafa ekki einungis tekið höndum saman á sviði alþjóðastjórnmálanna heldur hafa viðskipti á milli ríkjanna einnig aukist mjög, að því er Xi sjálfur sagði frá. Forsetinn sagði virði viðskiptanna hafa aukist um 30 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Þá hafi Kínverjar flutt inn rússneskar vörur fyrir um 42,7 prósentum meira fé á síðasta ári samanborið við 2017. Birtist í Fréttablaðinu Kína Rússland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Samband Rússlands og Kína hefur aldrei verið jafngott. Þetta sögðu þeir Xi Jinping, forseti Kína, og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, áður en þeir funduðu saman í rússnesku höfuðborginni Moskvu í gær. „Okkur hefur tekist að styrkja sambandið svo mjög að það hefur aldrei í sögunni verið traustara. Við munum halda áfram á þessari leið og erum tilbúnir til náins samstarfs,“ sagði Xi. Leiðtogarnir voru saman komnir til þess að fagna 70 ára afmæli stjórnmálasambands veldanna tveggja. Þeir undirrituðu viðskipta- og fjárfestingarsamninga í leiðinni en ekki lá fyrir er fréttin var skrifuð nákvæmlega um hvað þeir samningar snerust. Í dag mun Xi svo halda ræðu á SPIEF-efnahagsmálaráðstefnunni í Sankti Pétursborg. Xi sagði í viðtali við rússneska ríkismiðilinn TASS að Pútín væri hans besti og nánasti vinur. „Samskipti mín við Pútín forseta byggjast á miklu og gagnkvæmu trausti. Á þeim grunni byggjum við nána vináttu okkar. Við komum fram við hvor annan af virðingu, erum hreinskilnir og sýnum hvor öðrum skilning.“ Nánara samstarf Kína og Rússlands gæti reynst ríkjunum tveimur mikilvægt nú þegar þau standa frammi fyrir aukinni andstöðu Bandaríkjamanna. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta á í erfiðu tollastríði við Kínverja sem Trump segir vegna viðskiptahalla og þá er samband Bandaríkjamanna og Rússa afar stirt. Einkum vegna meintra óeðlilegra afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 sem Robert Mueller, sérstakur saksóknari sem rannsakaði málið í Bandaríkjunum, kallaði „árás á stjórnkerfi Bandaríkjanna“. Bandaríski miðillinn CNN hafði eftir Willy Lam, prófessor og stjórnmálagreinanda við Kínverska háskólann í Hong Kong, að þessi leiðtogafundur væri til þess gerður að sýna Bandaríkjamönnum að „sterkt bandalag Peking og Moskvu“ gæti staðið gegn því sem kínversk stjórnvöld kalla bandaríska einangrunarhyggju. Sú greining rímar við orðræðu kínverska forsetans sem hefur undanfarin misseri orðið tíðrætt um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs. Ríkin standa saman í andstöðu við Bandaríkin í málefnum Írans til dæmis. Kínverski forsetinn sagði í gær að ríkin væru sammála um kjarnorkumál Írans og lýsti sig mótfallinn einhliða viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna. Þá sagði hann einnig að Kína myndi beita sér fyrir sátt í Venesúela en bæði Kínverjar og Rússar styðja Nicolás Maduro forseta á meðan Bandaríkjamenn styðja stjórnarandstæðinginn Juan Guaidó, sem hið valdalitla þing álítur starfandi forseta. Kínverjar og Rússar hafa ekki einungis tekið höndum saman á sviði alþjóðastjórnmálanna heldur hafa viðskipti á milli ríkjanna einnig aukist mjög, að því er Xi sjálfur sagði frá. Forsetinn sagði virði viðskiptanna hafa aukist um 30 prósent á milli áranna 2017 og 2018. Þá hafi Kínverjar flutt inn rússneskar vörur fyrir um 42,7 prósentum meira fé á síðasta ári samanborið við 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Rússland Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira